Heima er bezt - 01.03.1958, Side 10

Heima er bezt - 01.03.1958, Side 10
ÞÆTTIR UR VESTURVEGI eft ir Steindór Steindórsson frá Hlöðum Gljúfrið mikla. ljúfrið mikla, Grand Canyon, er eitt af mestu náttúruundrum jarðarinnar. „Milljónir orða f hafa verið skráðar um það. Málararnir hafa spreytt sig á því að festa mynd þess á léreft sín, ljósmyndir af því eru fleiri en tölu verði á komið, jafnvel tónskáldin hafa leitazt við að lýsa því í tónum, en allt ber að sama brunni: Því verður ekki lýst.“ Með þessum orðum hefst frásögn um þetta mesta gljúf- ur jarðarinnar í riti, sem Þjóðgarðastjórn Bandaríkj- anna hefir gefið út um Gljúfrið mikla, og mun þar farið nærri sanni. Gljúfrið er 217 mílur á lengd, um 2000 metrar á dýpt og 10—12 mílur á breidd milli brúna. Um milljónir ára hefir Coloradofljótið grafið þessa heljarrás gegnum jarðlögin, og gilið í botni gljúf- ursins, sem áin fellur nú um, er grafið niður í eitt elzta undirstöðuberg jarðarinnar, og er það talið á aðra bill- jón ára að aldri, en gljúfrið sjálft ekki meira en 7—9 milljón ára gamalt. Jarðlögin, sem grafizt hafa sundur, eru þannig frá öllum öldum jarðsögunnar. Hafa þau allt síðan gljúfrið fannst verið eftirlæti og þekkingar- brunnur jarðfræðinganna, enda eru þar ristnar þær rúnir, sem í beztu samhengi segja sögu jarðar vorrar. Grand Canyon, ásamt landinu umhverfis það, er nú þjóðgarður, og sækja það árlega um ein milljón gesta. Þar, sem annars staðar í þjóðgörðunum, er allt gert, sem unnt er, til þess að gestunum megi heimsóknin verða til sem mestrar gleði og gagnsemdar. Síðasta þætti lauk, er ég var kominn til Flaggstaff í Arizona, þess erindis eins, að fá skyndisýn af gljúfr- inu mikla. Flaggstaff er lítill bær uppi á hásléttu, var það auðfundið á kuldanum, því að um 10° frost á C var þar, er ég vaknaði um morguninn. Vestur frá bænum rísa fjöll yfir hásléttuna, eru þau um 3000- 4000 m yfir sjávarmáli, en um 1000 m yfir sléttuna. Lögun þeirra minnti mig dálítið á móbergsfjöllin á íslandi. Frá Flaggstaff er um tveggja stunda akstur til Grand Canyon. Næst bænum er farið gegnum ungan barrskóg, en er fjær dregur, liggur leiðin ýmist um lágvaxið kjarr af eini og einnála furu, eða opnar grassléttur, með smárunnum á stangli. Mjög virtist graslendi þetta ófrjótt, sá alls staðar í sandinn gegnum gróðurbreið- una, enda er Arizonaeyðimörkin hér í örskotshelgi. Byggð er mjög strjál, og búgarðar geysi víðlendir, en nautaréttir við veginn sögðu frá hverskonar búskap- ur.er rekinn hér um slóðir. Fyrr en varir nemur bíllinn staðar við gistihús mikið. Ekki sést þar annað missmíði á landinu. En ef gengin eru nokkur fótmál frá bílahlaðinu, blasir við undrið mikla: Grand Canyon. Svo höfðu Yosemitedalur og stórviðirnir orkað á mig, að mér brá ekki eins við stórmerki náttúrunnar, annars veit ég varla, hvemig Gljúfrið mikla hefði á mig orkað, er ég stóð þar nú augliti til auglitis við það. Það, sem þó fyrst vakti furðu mína, var ekki stærð þess né hrikaleiki, heldur miklu fremur hinar fjölbreyttu hamramyndir, stapar, tindar, kambar og hvolfþök í öll- um hugsanlegum formum, sem náttúran getur mótað fjallasmíðar sínar í, á öðru leitinu voru hin ótölulegu gil og gljúfur, sem liggja að megingljúfrinu, en síðast en ekki sízt hinir furðulegu litir og skuggaskil þessa undraheims. Mest ber þarna að vísu á rauðum lit, sem stafar af járnsamböndum, sem*litað hafa bergið, sem að mestu er kalksteinn. Allt er bergið mjúkt, og því hefir rof þess gengið svo greiðlega. Vindur, vatn, hita- brigði og gróður, einkum mosar og fléttur, hafa sam- eiginlega unnið að þessari jötnasmíð, jafnframt því sem landið hefir risið, en höfuðsmiðurinn er þó Colo- radofljótið, sem nú hefir grafið um 300 metra djúpt gil niður í undirstöðubergið í gljúfurbotninum, ofan af gljúfurbarminum er áin að sjá sem örmjótt band, en er þó allt að því 200 metra breið á þessum slóðum. Er ég hafði staðið þarna um stund og virti þessi und- ur fyrir mér, var allt í einu kallað til mín með nafni. Mér brá við, því að sízt átti ég þess von, að nokkur vissi þarna af ferð minni. En hér, sem oftar, hafði verið fyrir mér séð, því að þarna var kominn einn af starfsmönnum þjóðgarðsins, sem fengið hafði fyrirmæli um það frá forsjármönnum mínum í Washington, að fylgja mér, meðan ég stæði við. Ókum við fyrst til safnahúss garðsins. Var það með líkum hætti og í Yosemite, og mátti sjá þar þróunarsögu gljúfursins í myndum, líkönum og sýnishornum bergtegunda og steingervinga úr lögum gljúfursins. Þegar við komum þar, var einn af starfsmönnunum að flytja erindi um gljúfrið fyrir ferðamannahóp, sem ég hafði orðið sam- ferða um morguninn. Kvaðst hann meðal annars vilja benda þeim gestum á, sem komið hefðu til New York, að ef Empire State byggingin hefði verið reist á ár- botninum, mundi rétt ydda á topp hennar upp úr botn- gljúfrinu. Leiðsögumaður minn ók mér þvínæst fram með gljúfrinu, til þeirra staða, þar sem útsýn var bezt. Einnig gengum við spölkorn niður í það á einum stað, en hvar- 84 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.