Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 11

Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 11
vetna eru lagðir gangstígir, og ekki verður farið niður í gljúfrið, nema gangandi eða ríðandi. Er um dagleið fram og aftur frá brún og niður að á. Sakir þess, hve tíminn var stuttur, átti ég þess engan kost, en þótti sárt að verða að snúa aftur við svo búið. Langmestur hluti þessa ógnagljúfurs er gróðurlaus eyðimörk. Þó eru dálitlir runnar sums staðar við vatnsrásir, og þar sem jarðvegurinn er ekki alltof mikið á skriði, er strjáll eyðimerkurgróður. I botni sumra hliðargljúfranna eru gróðurtorfur. Á einni þeirra andspænis því, er við vor- um, er búgarður mikill og ferðamannahótel. Þar niðri er veðursæld mikil, og sól og sumar, þótt frost og fannir séu uppi á gljúfurbarminum. Þegar við höfðum skoðað okkur um í grennd við hótelið, og vestur með gljúfrinu, ókum við alllangt austur með því, en þar er reistur útsýnisturn, og er þaðan hin bezta útsýn yfir gljúfrið sjálft og einnig til austurs yfir eyðimörkina, sem á þessum slóðum heitir Painted desert, og er víðfræg fyrir liti sína og kletta- myndir. Þar eru nú friðlönd Indíána af Navajo- og Hopi ættstofnunum, en þeir bjuggu áður á þessum slóðum. Halda þeir enn sínum fornu háttum í frið- löndum þessum, og vilja lítt semja sig að háttum hvítra manna. Verulegar tekjur hafa þeir af heimilisiðnaði, sem þeir selja einkum ferðamönnum við Grand Canyon. Við hótelið E1 Tovar, þar sem við höfðum staðnæmzt, er sölubúð þeirra. Var þar marga fagra hluti og haglega að sjá, bæði vefnað, körfugerð og smíðisgripi allskonar. Mikið var verzlað þar, en verðlag hátt. Er við snerum heimleiðis, var komið nær sólarlagi. Allt frá því, er ég kom um hádegið, hafði gljúfrið stöðugt verið að, taka stakkaskiptum, ekki einungis með litbreytingum, heldur einnig vegna síbreytilegra skuggaskila. Þannig voru sífellt að koma fram nýir tind- ar, ný skörð og gil. í hádegissólinni gætti rauðu litanna mest, en nú var sviðið breytt. Það var ekki einungis, að allt aðrir tindar og tumar væru nú svipmestir í landslaginu, heldur var liturinn einnig breyttur, og lá nú fjólublá litaslæða yfir megingljúfrinu, og hvarf hún yfir í dökkbláan eða nær svartan lit í dýpstu gljúfr- unum. Við ókum gegnum allmikinn skóg á gljúfurbarm- inum, þótti mér merkilegt að sjá hversu mjög hann var ásóttur af mistilteini. Var einkennilegt að sjá fag- urgræna mistilteinsskúfana á dökkum furugreinunum. Verði trén mjög sárt leikin af þessum óboðna gesti, eru þau felld, og heldur það mistilteininum nokkuð í skefjum. Þegar heim kom að hótelinu, skildi fylgdarmaður minn við mig, og þakkaði ég honum góða leiðsögn, sem átti sinn þátt í að gera mér þennan dag ógleymanlegan. Notaði ég nú stundina, sem enn var eftir, þangað til áætlunarbíllinn færi, til þess að skoða mig um þarna heima við. Rétt hjá hótelinu hafði verið reist bygging mikil úr brenndum leirsteini. Er hún fullkomin stæling á vistarverum Indíána þeirra, er fyrrum bjuggu niðri í gljúfrinu mikla og reistu hús sín upp við hamraveggina. Þar inni er hægt að sjá hvernig innanstokks var í Útsýn til norðurs frá útsýnisturninum i Grand Canyon. Grand Canyon í Arizona. Útsýnisturninn (Grand Canyon). Grand Canyon séð frá Moran Point. Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.