Heima er bezt - 01.03.1958, Side 12

Heima er bezt - 01.03.1958, Side 12
híbýlum Indíána. En annars er mestur hluti hússins söluskálar fyrir varning þeirra, og selja þeir hann þar sjálfir. Allt í einu kvað við hljóðfæraleikur og trumbuslátt- ur. A danspalli úti fyrir húsinu voru nokkrir Indíánar, klæddir þjóðbúningum, að hefja dans. Skreyttir voru þeir marglitum fjöðrum, málmbjöllum og ýmislega lit- _um böndum og klútum, en annars furðu fáklæddir, og var þó orðið kalt þarna eftir sólarlagið. Þama dönsuðu þeir þjóðdansa stundarkorn, og hirtu að launum skild- inga þá, sem ferðafólkið, sem þama var statt, kastaði inn til þeirra. Var það víst ekki mikið fé, enda orðið fátt um ferðafólk. Brátt var blásið til brottfarar. Ég renni augum í síð- asta sinn yfir gljúfrið mikla. Tunglið var nú komið upp. Rauðu og bláu litirnir voru horfnir, en silfurlitum bjarma brá á eggjar og tinda, en niðri í djúpinu dular- fullir skuggar eða svartamyrkur. — Varla veit ég, í hverju Ijósinu gljúfrið er fegurst eða undursamlegast. En ekki var til setunnar boðið. Bíllinn rann af stað, og Gljúfrið mikla var að baki. Flogið til Washington. Næsta morgun var lagt snemma af stað í flugvél áleiðis til Denver, höfuðborgar Coloradoríkis. Fyrst lá leiðin yfir Arizonaeyðimörkina. — Næst Flaggstaff er víðáttumikil slétta, en út frá fjallgarðinum vestan við borgina liggur röð af strjálum eldgígum út á sléttuna. Minnti landslagið mig þar verulega á öræfin suður frá Möðradal á Fjöllum. Mjög virtist land þetta gróður- lítið, og byggð að sama skapi lítil. A nær klukku- stundarflugi eygði ég ekki nema tvö byggð ból fyrir utan benzínstöðvar við þjóðveginn. Þegar fjær dregur Flaggstaff verður landslagið hið furðulegasta. Er þá komið yfir fullkomna eyðimörk, að því er séð varð. Efsta berglag sléttunnar hefir rofnað og standa aðeins ýmislega lagaðir, stakir bergstallar eftir, en hvarvetna er sami rauði liturinn og í Gljúfrinu mikla. Mörg myndu þarna vera Búrfellin, einbúar, borgir, stapar og strýtur, ef íslenzk væru örnefni í þessum slóðum. Annars er Arizonaeyðimörkin talin meðal sérkenni- legri landssvæða innan Bandaríkjanna. Þegar norðar dró, varð fjallasýn meiri. Blöstu nú við austustu hnjúkaraðir Klettafjallanna. Voru þau að þessu sinni öll snævi þakin hið efra. Fjölbreytilegar em mynd- ir fjalla þessara, en fegurst þótti mér fjallasýnin frá bænum Alamazo, þar sem flugvélin staðnæmdist í nokkrar mínútur. Bærinn liggur á sendinni sléttu, fjöll- um girtri, nema til austurs. Þótti mér sem ég í fjalla- hringnum sæi mörg hinna svipmeiri og fríðari íslenzkra fjalla, svo sem Kerlingarfjöll, Skjaldbreið og Keili. Um kl. 2 síðdegis var komið til Denver. Þar lá fyrir mér að bíða í 12 klukkustundir. Á leiðinni út á flug- völlinn í Flagstaff hitti ég finnskan ferðalang, sem einnig var í boði Bandaríkjastjórnar. Var hann að kynna sér sláturhús og kjötiðnað. Hann ætlaði að dvelja í Denver til kl. 6, og fylgdumst við að inn í borgina og skoðuðum okkur þar um, þangað til hann fór. Denver er mikil borg og falleg. Fjallasýn þaðan er mikil og fríð, og margt fagurra staða og sérkenni- legra er þar í grennd, enda er mikill ferðamannastraum- ur þangað á sumrin. Nú var þar fremur fátt að skoða, enda kominn vetur með snjó á jörð, og kalt var í veðri jafnskjótt og sól settist. Eftir að Finninn fór, var ég þarna aleinn og athvarfs- laus. Sjaldan er maðurinn jafn einmana og yfirgefinn, og þegar hann er athafnalaus og hælisvana í ókunnri stórborg. Satt að segja vissi ég varla hvað ég ætti af mér að gera. Til að byrja með sat ég stundarkom inni í forsal hótelsins, þar sem flughafnarbílarnir höfðu bækistöðu. Síðan brá ég mér í bíó, og að því búnu hugðist ég að fá mér hressingu á bar einum við aðal- götu borgarinnar, en þar var harðlæst. Ég prófaði hinn næsta, en allt fór á sömu leið. Þótti mér þá vænlegast að hverfa út í flughöfnina. Bílstjórinn, sem ók mér, fræddi mig um marga hluti, og þar á meðal að öllum bömm borgarinnar væri lokað ld. 8 að kveldi, svo að ekki er óskikkelsið á þeim í Denver. Úti í flughöfninni fékk ég mér ágætan kveldverð. Var ég einn af síðustu gestunum í borðsalnum, og óskaði afgreiðslustúlkan mér hlýlega góðrar ferðar, þegar ég» kvaddi. En slík alúð í viðmóti er mjög tíð meðal afgreiðslufólks hvarvetna í Bandaríkjunum. Ég fékk mér sæti í þægilegum bekk niðri í afgreiðslusaln- um, og lét fara vel um mig, las skáldsögu og skemmti mér við að horfa á fólkið, sem var að koma og fara. Voru þar margar sérkennilegar manngerðir. Starsýnast varð mér samt á öldruð hjón, vinnulúin og veðurbitin, sem voru þar að taka á móti gestum. Klæðaburður þeirra, svipur og fas minnti mig svo greinilega á íslenzkt sveitafólk, eins og það kom mér fyrir sjónir á upp- vaxtarárum mínum, að nærri lét að ég stæði upp og heilsaði þeim á íslenzku. Fram um miðnætti var ekkert lát á fólksstraumnum. Úr því fór að fækka, og loks um kl. 2, þegar kallað var út í flugvélina til Washington, voru ekki eftir nema tiltölulega fáar hræður, syfjulegar og súrar á svipinn, og fylgdust þær flestar að út í sömu flugvélina. Ég fékk mér sæti í vélinni. Blessuð flugfreyjan færði mér kodda og ábreiðu. Vélin hóf sig til flugs, og innan skamms eru Ijósin slökkt í farþegarúminu. Vélin þýtur áfram, austar og austar. Ég sef órótt, og svo mun hafa verið um fleiri, enda var víst flestum hálfkalt. Mér fannst því nóttin lengi að líða, og varð feginn, er birta tók af degi. Þá vorum við staddir yfir skógivöxnu fjall- lendi. Brátt fóru menn að rumska. Flugfreyjan kemur með brennheitt kaffi og ljúffengan morgunverð. Áður en varir er flogið yfir stórborg. Mér þykir sem ég kannist við umhverfið, jú, ekki er um að villast, þarna er Kapítólið, og minnismerki Washingtons. Andartak líður. Vélin er setzt. Ég flýti mér út úr flughöfninni. í fyrsta sinni í þrjá mánuði lendi ég svo, að þurfa enga áhyggju að bera af framhaldi ferðarinnar. Eftir nokkr- ar mínútur er ég kominn inn á Burlington Hotel, þar sem ég bjó fyrir þremur mánuðum síðan. Hringferð minni um Bandaríkin er lokið. St. Std. 86 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.