Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 13
Dularfullir feráamenn Eftir Hólmstein Helgason r öndverðum desembermánuði 1919 átti ég erindi að Gunnólfsvík, nyrzta sveitabæ í Norður-Múla- sýslu. Ég þurfti í leiðinni að gæta sauðfjár föður míns á Vatnadal, sem liggur til norðurs frá Gunn- ólfsvíkinni. Birtan varir stutt á þessum árstíma. — Ég átti þá heima í Asseli, syðsta sveitabænum á Mið-Langa- nesinu, skammt norðan við sýslumörkin, þar sem for- eldrar mínir bjuggu um aldarfjórðungs skeið. Snjór var allmikill en þó góð krafstursjörð, einkum þar sem loðið var undir, en á Vatnadal er mikið mýrar- graslendi með rauðbreiskings- og Ijósalykkjugróðri og því mikið og gott haglendi fyrir sauðfé á meðan til næst og ekki baga svellalög. Ég færða féð saman og taldi það, því lækja- og dýjahættur eru nokkrar þarna, og lét það síðan eiga sig, því enn hafði það ekki verið tekið á hús. Ég sté síðan á skíði mín, sem ég hafði meðferðis, og var þá byrjað að rökkva, og hélt sem leið liggur suður Vatnadal til Gunnólfsvíkur. Þegar þangað kom, var aldimmt orðið fyrir nokkru, og tók ég þar gistingu, enda var það ráðgert áður en ég fór að heiman, og að ég vitjaði fjárins 'aftur í heimleiðinni. Þá bjuggu m. a. í Gunnólfsvík Frímann Jónsson frá Vestara-Landi í Öxarfirði og Kristbjörg Magnúsdóttir kona hans. Við þau átti ég erindi mitt og gisti hjá þeim við alúðar viðtökur, svo sem jafnan fyrr og síðar, enda voru þau góðir vinir mínir og greiddu mér ávallt götu. Um nóttina hríðaði enn nokkuð í hægu, svo að mjall- arlag nokkurt var orðið um morguninn á þann snjó, er fyrir var. Ég lagði upp frá Gunnólfsvík um morguninn í þann mund, sem fullbjart var orðið, eftir að hafa þegið veit- ingar, sem dygðu mér daglangt, til fjárgæzlunnar. Svo er háttað landslagi við Gunnólfsvík, að upp frá norðanverðum botni Finnafjarðar, sem Gunnólfsvíkin liggur að, er allvíð kvos, en brekkur og hávaðar til þriggja átta, en opið frá suðri til suðvesturs út yfir fjörðinn og suð-suðvestur yfir Ströndina sunnan fjarð- arins. Verður að reyna að lýsa landslagi þarna nokkru nánar, svo að betur megi skiljast það, sem síðar verður sagt og er aðalefni þessarar frásagnar. Að norðan og norðvestan við bæinn í Gunnólfsvík eru allháar breltkur, og stendur bærinn við brekkurætur. Liggja brekkur þessar í skeifu austur og suður að Gunn- ólfsfjalli og eru áfastar við rætur þess. í norðvestri, ofan við brekkumar, sem era í tvennu lagi þar, hvor upp af annarri, er suðurendi Melrakkaáss, sem myndar nálega óslitinn hávaða norður á Langanes, og eru sýslumörk á honum nokkru sunnar en miðjum. En ás þessi myndar austurhlíðar Vatnadals, sem áður er nefndur. Suðurend- inn á ás þessum fellur allbratt niður, en þó með hjöllum, norðvestur af Gunnólfsvík, og er kvos suður af ásend- anum, sem nefnist Efri-Botnar. Vestan við Botnana er hjalli, sem liggúr frá vestanverðum ásendanum, fyrst í suður stuttan spöl, en myndar svo horn og liggur það- an í vestur fyrir mynni Vatnadalsins að sunnanverðu. Hjalli þessi nefnist Jónsbrún. A þessari stuttu staðalýsingu vona ég að nokkuð megi átta sig á því, sem nú verður frá sagt. Ég steig á skíði mín og lagði upp frá Gunnólfsvík, eins og áður er sagt, um það bil að full dagsbirta var komin. Loft var alskýjað en ekki mjög lágskýjað, og logn að heita mátti. Ég skáskar upp neðri brekkuna, norðvestan við bæinn, og hélt vestur á milli brekknanna og stefndi vestur í Efri-Botnana og á mynni Vatnadals- ins. Þegar ég kom á lágan melhrygg austast í Botnunum, rétt vestan við svonefndan Bjarnalæk, verður mér litið upp á ásendann og sé þar þrjá menn koma ofan af ásnum. Voru þeir að fara ofan á neðsta hjallann, sem nefnist Reiðhall, og stefndu ofan á Jónsbrúnina. Ég greikkaði gönguna, sem mest ég mátti, til að komast í veg fyrir þessa menn og hafa tal af þeim, því að mér fannst strax þetta ferðalag þeirra fremur kynlegt. Þeir hlutu að hafa komið norðan af Langanesi og hafa farið þaðan nokkuð löngu fyrir dagrenningu, fyrst þeir voru þarna á ferð svo árla dags. Þeir voru skíðalausir, og í þeirri færð, sem var nú, höfðu þeir hlotið að vera 4—5 tíma frá þeim bæjum, sem næstir voru að norðan, en minnst 3 tíma, ef þeir hefðu gist á heimili mínu, Asseli, um nóttina. Og þá hlaut a. m. k. einhver þeirra að vera kunnugur leiðinni, fyrst þeir höfðu lagt svo snemma upp í þungbúnu veð- urútliti og hríðarmuggu, sem var fram í birtingu. Allar þessar ályktanir fóru um huga minn á stuttri stundu, er ég sá til mannanna, og gerði forvitni mína og eftirvænt- ingu að ná fundi þeirra enn meiri. Þegar ég var kominn vestur í miðja Botnana, voru mennirnir að fara ofan af Reiðhallinu og stefndu niður á Jónsbrúnina. Ég sá slóðina eftir þá ofan af ásendanum eins og band í mjöllinni, því að þeir gengu í sporaslóð. Þegar ég var kominn vestur undir Jónsbrúnina, voru mennirnir þvert af mér og ekki lengra orðið á milli okkar en 100—150 m, og ég sá, að ég var búinn að tapa kapphlaupinu að komast í veg fyrir þá. Ég sá mennina svo greinilega, að ég mátti greina búnað þeirra allan, en ekki litu þeir við til mín eða varð séð, að þeir gæfu mér gaum. Mér fannst ég hálfpartinn þekkja þann Heima er bezt 87

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.