Heima er bezt - 01.03.1958, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.03.1958, Qupperneq 14
manninn, sem fyrstur gekk og skýrði það helzt að vera Aðalmundur Jónsson, sem þá var roskinn bóndi á Eld- járnsstöðum á Langanesi, enda líklegast að mennirnir hefðu þaðan komið, fyrst þeir voru á þessari leið. En hinir tveir, sem aftar gengu, voru á annan veg búnir en þá tíðkaðist þar um slóðir, og mér duttu í hug erlendir menn, fuglafræðingar, sem væru á einhverju flangri og Aðalmundur væri að fylgja, en vissi þessa þó enga von, er vetur var genginn í garð. Skal nú, eftir föngum, leit- azt við að lýsa því í útliti þessara manna, er ég gat greint: Sá maðurinn, sem fyrstur gekk, og ég taldi vera Að- almund, var í hnésíðum frakka, sem mér sýndist líkjast þvældum, dökkum þunnfrakka, en sú tegund var frem- ur fágæt þá meðal sveitamanna, og gekk hann við lang- an staf, broddstaf, sem þá var enn títt í vetrarferðum, og með sokka utan yfir buxum til hnés en með sumar- húfu með ensku lagi á höfði, og fannst mér það ekki skjóllegt á vetrardag í lengra ferðalagi og þótti það þá strax með ólíkindum af Aðalmundi, enda vissi ég að hann átti betra höfuðfat til slíkra ferða. Sá, sem næstur gekk, var í leggskóm, sem náðu nokk- uð upp fyrir öklann, og sokka utan yfir buxum að hné, í kakíbuxum og stórtreyju úr sama efni, sem náði allt að miðjum lærum, með skothylkjabelti um mitti, og sá ég greinilega á botna skothylkjanna. Hann var með loðna kollhúfu á höfði, sem gekk niður yfir eyru. Byssu hafði hann á baki, sem hékk í ól yfir hægri öxl, og litla segltösku í bandi eða ól yfir vinstri öxl. Auk þess var hann með rjúpnakippu á baki, sem svara mundi til að vera 10—12 rjúpur, og voru þær bundnar saman á haus- unum en ekki löppunum, sem þó var venjulegra. Sá maðurinn, sem síðastur gekk, var að öllu eins bú- inn og miðmaðurinn, með skothylkjabelti, tösku, byssu og svipaða rjúpnakippu, og voru þær líka spyrtar sam- an á hausunum, en sá var einn munurinn, að hann hélt á byssunni í hægri hendi en rjúpnakippunni í þeirri vinstri. Allir voru mennirnir með ullarbelgvettlinga á höndum. Ég kunni ekki við að kalla til mannanna og biðja þá að bíða mín, því að ég var ekki alveg viss um, að þetta væri Aðalmundur, sem fyrir gekk, en flýtti mér sem mest. Ég kom undir brekkuna, sem þeir gengu upp á, og hurfu þeir mér þá í bili. Ég þreif skíðin sitt í hvora hönd og hljóp upp brekkuna, sem ég mátti fyrir ófærð- inni. Brekkan var stutt en knöpp. Þegar ég kom upp á brekkuna, voru mennirnir komn- ir fram hjá mér og voru að fara fram af Jónsbrúninni, vestan við hornið, þar sem brúnin liggur frá austri til vesturs, sem áður er lýst, og komu þar þvert á brekk- una, þar eð þeir stefndu næstum í suður. Sá, sem fyrst gekk, var horfinn að miðju fram af brúninni, og hinir hurfu smátt og smátt, eftir því sem þeir þokuðust neðar í brekkuna, og loks sá ég höfuðið á þeim síðasta hverfa. Mér flaug í hug að hlaupa á eftir þeim fram á brekk- una, en sem fyrr aftraði mér einhver hlédrægni. Ég kunni ekki við þá framhleypni, þótt mér fyndist allt háttalag mannanna og útlit mjög athyglisvert við þesSar kringumstæður. Þeir stefndu beint niður í víkina vest- anverða og mundu fara niður með Urðarfjalli austan- verðu, en það fjall er vestan við víkina, fremur lágt, og gengur næstum að sjó fram. Fyrir suðurenda þess ligg- ur þjóðleiðin suður um Langanesströndina með bæja- röðinni. Austan undir Urðarfjalli er bærinn Sóleyjar- vellir, sem áður hét Urðarsel. Taldi ég víst, að þar yrði vart við menn þessa eða þá á næstu bæjum, sunnar á Ströndinni, og þá gæti ég síðar fengið að vita skil á þessu, hverjir þarna hefðu verið á ferð. Ég gekk því að slóðinni, þegar mennirnir voru horfn- ir fram af brekkunni og athugaði hana. Hún lá, eins og áður er sagt, eins og band í mjöllinni, alla leið ofan af ásenda og fram á brúnina, sem mennirnir hurfu fram af. Varla varð séð, að slóðin væri eftir nema einn mann, svo vel höfðu mennimir fetað hver í annars fótspor. Slóðin sannfærði mig um það, sem mér hafði sýnzt áð- ur, að þeir, sem síðar gengu, hefðu verið á útlendri skó- gerð, verkamannaskóm sem þá voru svo nefndir. Það mótaði greinilega fyrir hælnum og skeifu, sem undir honum hafði verið að aftan, og framsólanum, sem líka hafði verið járnaður. Ég stóð nokkra stund við slóðina og athugaði hana, steig síðan á skíði mín og hélt norður Vatnadal til fjár- gæzlunnar og síðan heim. Sagði ég strax frá þéssum tíðindum úr ferðinni, sem svo mikla forvitni höfðu vakið hjá mér og ég ætlaði að komast til botns í, þ. e. fá að vita síðar, hverjir hefðu verið þarna á ferð. Ég náði fljótlega vitneskju um það á bæjunum fyrir norðan Ássel, á Miðnesinu, að engir menn hefðu lagt upp þaðan þennan dag eða aðra daga um þessar mundir. Aðalmundur Jónsson, sem mér sýndist sá maðurinn líkj- ast, sem fyrstur gekk, hafði ekki farið út af heimili sínu um þessar mundir, svo að þetta var útilokað. Þá spurð- ist ég fyrir á Þórshöfn, sem þá var mjög mannfátt kaup- tún. Þaðan hafði enginn farið um þessar mundir síðan snjóinn gerði, hvorki á rjúpnaveiðar eða í önnur ferða- lög, og engra aðkomumanna hafði orðið vart, sem ó- kenndir voru, og lýsing mín gat átt við. Loksins náði ég tali af fólkinu á SóleyjarvöIIum og spurðist fyrir um mennina þrjá. Þar hafði enginn orðið þeirra var og engra ferðamanna um þessar mundir, enda þessi leið mjög fáfarin á þessum árstíma. Ég hitti síðar, bæði fyrir jólin og eftir nýjárið, menn af nálega öllum bæjum á Langanesströndinni suður að Bakkafirði og spurði alla um þessa ferðamenn á fyrr- nefndum tíma, en án árangurs. Engra ferðamanna hafði orðið vart í desembermánuði, og engin ferðalög átt sér stað af eða á Ströndinni, nema milli næstu bæja. Enginn þar í sveit, og ekki á Langanesi heldur, utan Þórshafnar og Skála, átti þá verkamannaskó og enginn, sem ég þekkti til, hefði látið sér til hugar koma að nota þá til ferðalaga í þeirri færð, sem þá var. íslenzku skinnskórn- ir, sem þá voru enn almennt notaðir, höfðu við svona aðstæður mikla yfirburði. Þessir ferða- og veiðimenn virtust því greinilega hafa gufað upp með allt sitt hafurtask, eftir að ég sá síðasta höfuðið hverfa suður af Jónsbrúninni. 88 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.