Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 16
VyiÐ það að lesa Landpóstana rifjaðist margt upp ' fyrir mér, er ég, allt fram að þessu, hef lítt hugsað um. Einkum eru það hinar sögulegu stórhríðar, er póstarnir segja frá og hafa verið úti í. Mun þeim vera rétt lýst, eins og þær reyndust þeim, er við þær áttu að stríða. Þegar ég heyrði í útvarpinu nú fyrir stuttu, að ætti að fara að koma út tímarit, er fjallaði um veðráttu hér á landi, og þá vitanlega um söguleg illviðri, þá hafði það þau áhrif á mig, að mér fannst ég þurfa að skrá- setja eitthvað um þau illviðri, sem ég hef komizt í kast við, og eru þau næsta mörg. En hvernig sú lýsing tekst, verður eftirfarandi frásögn að leiða í Ijós. Ég kom á Norðurland vorið 1911, og fór að búa vorið 1912 á Hafragili í Skefilsstaðahreppi. Fýrstu tvö árin bjó ég þar á móti Guðvarði iMagnússyni, og síðan fiuttist ég í Ulugastaði í sömu sveit vorið 1914, og bjó þar til vors 1947. Það er með veðrið eins og mannfólkið, að lítt eru skráðar sögur um menn, nema þeir séu öðruvísi en fólk er flest, annað hvort fyrir ofan eða neðan meðal- lag. Því meiri afbrigði, því minnisstæðari sögur. En þó virðist það vera einhæfara með veðrið, því aðallega eru það illviðrin, sem verða þeim ógleymanleg, er við þau eiga að stríða. Mér var snemma kennt að þekkja áttir og veður- útlit eystra, þar sem ég er uppalinn, og voru þar, eins og gengur og gerist, afar veðurglöggir menn innan um, sérstaldega þar, sem breiðar sveitir voru eða út- kjálkar millum fjarða (nes), því að þar sást bezt til veðurs. í Skefilsstaðahreppi voru þrír menn, er ég kynntist, sem mér fannst bera af öðrum í veðurgleggni. — Það voru þeir Gunnar bóndi á Selnesi Eggertsson, Guð- varður bóndi á Hafragili Magnússon og séra Arnór í Hvammi, Árnason. — Þó hygg ég, að Gunnar á Sel- nesi hafi verið þeirra mestur spekingur á þessu sviði, enda er mest útsýni þaðan til hafs og fjalla frá hans heimili. Ég hafði snemma gaman af að vera úti í illviðrum, enda fékk ég fljótlega að reyna það, er norður kom og búskaparbaslið byrjaði. Ég þurfti iðulega að fara til aðdrátta á vetrin heiman að yfir fjallgarðinn á milli Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu, til Skagastrandar, Blönduóss eða Sauðárkróks. Urðu þær ferðir oft erfið- ar og sögulegar í hríðarveðrum, því að allt af hafði ég einhvern flutning, annað hvort á sjálfum mér, hrossi eða hrossum. — Annars hef ég aldrei verið góður ferðamaður á þann mælikvarða, er virðist koma fram í Sögum Landpóstanna. — Ég hef, til dæmis, aldrei verið neinn hestamaður á þann mælikvarða, sem virðist hafður í Söguþáttum Landpóstanna, aldrei kunnað að temja hest né sitja hann. En tvímælalaust mun enginn hér nærlendis hafa meðhöndlað jafn mildð dráttarhross og ég hér um þennan kafla Norðurlands frá 1914 til 1947, sumar og vetur. Það orsökuðu hin margvíslegu störf mín í þágu Skagafjarðarsýslu og Ríkissjóðs (vega- gerð og bygging^r). A skammri stund Það má kannske segja, að þessir dráttarhestar, sem ég hefi notað í vetrarferðum, hafi haft nóg fóður hjá mér, en misjöfn meðferð hefir verið á þeim, þegar hríðar, ófærð og náttmyrkur hafi torveldað áfram- haldið. Enda hafa hross aldrei bjargað mér í stórhríð- um og náttmyrkri, en ég iðulega þeim. Það skal tekið fram, að ég hefi allt af verið hálf- gerður klaufi að rata í stórhríðum, en þolað hungur og kulda manna bezt. — Aldrei hefi ég fengið kalblett á skrokkima, þótt búningur væri misjafnlega skjólgóður hér framan af, enda þaulvanur útilegum í tjöldum og illa byggðum verkamannaskýlum frá bernsku. Ég hefi verið meira og minna úti í öllum stórhríð- um, sem komið hafa á tímabilinu frá 1911 til 1947, — man ég og hefi skrifað hjá mér mánaðardaga þeirra flestra, — jafnframt veðurútlit á undan hríðunum, og á hvaða átt hann var, á meðan þær stóðu yfir hér úm fjallgarðinn á milli Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu. Ég átti heybirgðir til fjalla á hverjum vetri, öll þessi ár, og ók þeim á hrossum heim að vetrinum, oftast langan veg og erfiðan. — Lenti þá iðulega í stórhríð- um. Einnig ók ég og heim á sama tíma öllu bygg- ingarefni í húsin á Illugastöðum, svo og steypuefni (möl og sandi), og rekaviði utan af Skaga í allar girð- ingar, því bílvegur kom ekki þangað heim, fyrr en ég var að lúka við þessar framkvæmdir. Ég hef aðeins hugsað mér að lýsa þeim hríðunum, sem mestum sköðum hafa valdið á sjó og landi á þessu tímabili, og vitanlega segi ég frá þeim, eins og þær komu mér fyrir sjónir. Árið 1911 til 1912 var ágætis vetur hér nyrðra, og því engar eftirminnilegar stórhríðar; sama var og að segja um veturinn 1912 til 1913. Samt var á stórhríð hér nyrðra 10. nóv. 1912. Urðu þá víða hrakningar á fé. Guðvarður á Hafragili átti þá allt sitt fé óvíst, og voru bæði ég og fleiri að leita að því allan hríðar- daginn og fram á nótt, en fundum fátt. — Veðri var svo háttað í þessari hríð, að daginn fyrir hríðina þann 9. nóvember var hægviðri á útnorðan og talsverð fann- koma, en seinnipart nætur hvessti á norðaustan, en gekk fljótlega meira til norðurs, svo aldrei varð mikið hvass- viðri, nema helzt eftir að skellti saman. — Veturinn 1913 til 1914 var afar vondur vetur á Norðurlandi, og stór- hríðar margar, en komu lítið að sök á fénaði manna, 90 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.