Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 20

Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 20
Þrenns konar ráð til þess að nálgast mann, sem á'í vök að verjast, eru sýnd á þessari mynd. Áður fyrr fóru menn aldrei út á ís á vötnum og ám, án þess að hafa sterkan broddstaf. Því miður held ég, að góðir broddstafir séu fágætir nú, en án þeirra er lífs- hætta að hætta sér út á veikan ís. Ef gangandi maður fellur niður um ís, getur verið um tvennt að ræða. Vök með veikum ís hefur af einhverjum ástæðum verið í ísn- um, en sterkur ís í kring, eða ísinn er allur veikur og hefur brostið undan þunga mannsins. Allur annar háttur er hafður á björgun úr vök á sterk- um ís en veikum. Árið 1948 var gefin út á vegum ísafoldarprentsmiðju h.f. bók, sem nefndist Björgim og lífgun. Höfundar eru Jón Oddgeir Jónsson og Vignir Andrésson. Þar er rætt um björgun úr vök, og leyfi ég mér að taka hér upp þátt úr bókinni, sem heitir: Björgun úr vök. Þar segir svo: „Verið viðbúin að bjarga manni úr vök, án þess að falla sjálf niður um ísinn. — Sé sterkur ís í kringum vök- ina, sem maðurinn hefur fallið í, er tiltölulega auðvelt að bjarga honum. Nægir þá oft að fara úr jakka eða yfirhöfn og rétta til hans. — Sé um veikan ís að ræða, er allt öðru máli að gegna, og krefst oft mikillar var- úðar og ráðsnilli að finna hin réttu ráð til hjálpar. Fyrst og fremst ber að athuga, hvað mun vera hendi næst til þess að rétta til þess, sem í vökinni verst. Ef hægt er að ná í stiga, planka, sleða, hurð, prik, fjalir eða eitthvað því líkt, getur það orðið að miklu liði til þess að dreifa þunganum, þegar út á ísinn er komið. Reynir þá hjálp- armaðurinn að brúa bilið milli sín og vakarinnar með hlutum þessum, og jafnvel með því að skjóta einum hlutnum fram fyrir annan. Þegar hann hefur nálgazt vökina svo mikið, að hann geti rétt til mannsins jakka- ermi, kaðalspotta, trefil eða annað, sem hann hefur búið sig út með áður en hann lagði út á veika ísinn, kallar hann til mannsins í vökinni og segir honum að taka á móti og snúa bakinu að skörinni, því að þá reynist auð- veldara að draga hann upp. — Falli maður sjálfur niður um ís, er bezta ráðið að snúa bakinu að ísskörinni, setja olnbogana upp á skörina, taka sundtök með fótunum og reyna þannig að mjaka sér upp á vakarbarminn. — Komi það fyrir að sá, er fellur í vök, berist undir ísinn, en hafi 94 HeÍma er bezt þó fulla rænu, verður hann að gera sér það Ijóst, að vökin sjálf sýnist svört, er hann horfir upp, en ísinn hvítur, ef hann er ekki þalúnn þykku snjólagi.“ Ekið á ísum Nokkuð mun það tíðkast að bifreiðum sé eldð á ísurn, einkum jeppum, þegar langvarandi frost hafa gengið og ísinn er talinn traustur. Þetta er þó svo mikil áhætta, að slíkt ætti að varða við lög, og það gerir það að nokkru leyti, þar sem trygging bifreiðarinnar missir gildi sitt, ef ekið er á ísi yfir ár eða vötn. Af slíkum akstri hafa líka hlotizt dauðaslys. Er það átakanlegt, að vita lokað- an bíl fara niður um ís. Enda er þá engin björgunarvon fyrir þá, sem í bílnum eru. Ég tel, að leggja ætti bann við því að aka bifreiðum á ísi út á vötn eða yfir ár, en sé slíkt gert, þá ætti það þó að vera föst regla að binda hurðir bifreiðarinnar upp, svo að dyrnar séu opnar, ef bíllinn fer niður. Er þá mikil von um björgun fyrir þá, sem syndir eru. Enda má það um sundið segja, að það er bezta slysavörnin í öllum tilfellum, hvort sem fallið er í sjó eða vatn, og hefur sundkunnátta á síðustu ára- tugum bjargað fjölda mannslífa á íslandi. Enginn fullhraustur unglingur kemst nú hjá því að læra suncf, og er það gott veganesti út í lífsbaráttuna. Dráttarvélar Dráttarvélin með öllum sínum tækjum, eykur rækt- unina og léttir störfin í sveitunum. Túnin stækka, heyin vaxa, gróðurinn eykst, melar, mýrar og móar breytast í iðjagrænan töðuvöll. Aldrei hefur slíkt vinnutæki sem dráttarvélin af ýmsum gerðum komið í íslenzkar sveitir. En dráttarvélin er hættulegt leikfang, og henni fylgir mikil slysahætta. Ég ætla ekki hér að telja upp öll þau dauðaslys, sem hún hefur valdið, en ég vil minna alla unglinga á hætt- una, sem því er samfara að aka dráttarvél og stjórna henni við alls konar vinnu. Mest er hættan, þar sem tún- in eru hall-lend. Jafnvægis- og þyngdarlögmálið segir til sín, ef lögmál þess eru brotin. Á hólóttum og hall- lendum túnum er mikil slysahætta, og þá má ekki Hcettulegur leikur.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.