Heima er bezt - 01.03.1958, Side 21

Heima er bezt - 01.03.1958, Side 21
gleyma ræktunarskurðum, með lélegar, mjóar brýr. Heyakstur að hlöðum, einkum [>ar sem dyr hlöðunnar eða baggagatið er hátt frá jörðu, er mjög hættulegur. Þar [>arf vakandi varúr, og engu má skeika í akstrinum. Enginn ætti að leyfa yngri börnum en 12—15 ára að snerta dráttarvél, og nú er um það rætt að binda akst- ursleyfi dráttarvéla við 15 ára aldur. Þetta vandamál með dráttarvélarnar vekur athygli víðar en á íslandi. Um öll Norðurlönd er t. d. sömu sögu að segja. Slysunum fjölgar stöðugt, eftir því sem vinnuvélar verða almennari. Flest eru slysin í ágúst og september, þegar uppskeruvinnan stendur sem hæst. Meðfylgjandi tvær myndir tala sínu máli. Þær eru úr skýrslu eða riti, sem nefnist Árbók danska öryggiseftir- litsins. Vel gætu þessar myndir hafa verið teknar á fs- landi. Aldrei ættu bifreiðar að standa ólokaðar í halla, nema sett sé vel fyrir hjólin. Böm geta auðveldlega farið inn í bílinn, stigið á „kúplinguna“ eða hreyft skiptistöngina og sett bílinn í „hlutlaust“, og rennur bíllinn þá sam- stundis af stað. Þó era dráttarvélarnar enn hættulegri, þar sem ben- zíngjöfin er nokkuð öðruvísi stillt. — Ég hef verið sjón- arvottur að því, að dráttarvél var gangsett á hallalausri götu og rann áfram með allmiklum hraða. Er sú saga þannig: Um <;itt hundrað dráttarvélar höfðu komið til Reykja- víkur með sama skipi. Þeim var öllum ekið á einn stað og raðað hlið við hlið á óbyggðu svæði vestur undir Selsvör. Hópur drengja safnaðist þama að, því að drátt- arvélar og jeppar eru eftirlæti allra drengja. Þeir settust í ökumannssætið og báru sig mannlega. Allt í einu rauk ein dráttarvélin, sem stóð utast í röðinni, í gang, og fór með talsverðum hraða á leið til sjávar. Ökumanninum unga tókst að kasta sér af, áður en hraðinn jókst, en dráttarvélin hélt manndaus áfram ofan í fjöru og valt þar um í fjörugrjótinu. — Var þá settur lögregluvörður við dráttarvélarnar. Umferðavika í Svíþjóð Sumarið 1946 var ég í júnímánuði staddur í Stokk- hólmi. Ég hitti þar svo á, að þá stóð yfir svokölluð um- ferðavika, er ég held að haldin hafi verið sömu vikuna um allt landið. Þá viku var allt gert, sem mönnum gat hugsazt, til að minna alla á að varast hætturnar — forð- ast slysin. Fyrsta daginn, sem ég gekk um göturnar, kom mér margt sérkennilega fyrir sjónir. Margt af því snerti um- ferðavikuna. — f svo stórri borg sem Stokkhólmur er, verða mörg umferðarslys daglega, og oft dauðaslys. Á alla staði á götunum, þar sem árekstrar höfðu átt sér stað nýlega og valdið dauðaslysum, voru málaðar eða krítaðar hrollvekjandi myndir, svo sem hauskúpur og önnur mannabein, til viðvörunar bifreiðastjórum. Á næsta götuhorni stóðu svo fagrar pappamyndir af fal- legum, Ijóshærðum börnum, sem leiddust. Undir mynd- unum stóð þessi setning með stóru letri: „Bifreiðastjórar! Munið eftir okkur.“ Óvarlega ekið. Víða voru áletranir á áberandi stöðum, þar sem börn og fullorðnir voru áminnt um að fylgja umferðarregl- unum. Og á leikvöllum skólanna voru börnin æfð í um- ferðarreglum. Þessa viku kom ég líka í skóla í Vermalandi. Ég kom inn í skólann í kennslustund kl. 10. Þá var kennarinn að ræða um slysahættu og umferðarreglur. Hann hélt áfram að kenna, þótt aðkomumennirnir kæmu inn. Og hann sagði margt athyglisvert. Börnin hlustuðu af á- huga. Þessi skóli stóð skammt frá borginni Arvika. Vegur- inn til skólans lá utan í skógivaxinni hæð og var mjög krókóttur og seinfarinn. Kennarinn sagði meðal annars þetta við börnin: „Vegurinn hérna út að skólanum er gamall og illa lagður. Þó man ég ekki eftir neinu alvarlegu slvsi á þessari leið síðustu tvo áratugina.-En nú er verið að leggja hérna út að skólanum breiðan og beinan veg. Nú má búast við slysunum.“ Það er hart að verða að viðurkenna það, að kennar- inn hafði lög að mæla. Hraðinn veldur flestum dauða- slysum. Síðan lagði kennarinn nemendum sínum mörg heil- ræði í sambandi við umferðina. Hann sagði meðal ann- ars þetta: „Gætið þess að ganga ætíð á móti umferð- inni. Þá horfizt þið í augu við bifreiðarstjórann. Ef þið gangið á vegum úti í myrkri í dökkum fötum, þá haldið á hvítum vasaklút í hendinni eða bindið hann um annan handlegginn.“ Margt sagði hann fleira, og börnin hlustuðu með at- hygli. Nú hafa verið haldnar umferðavikur í Reykjavík og ef til vill víðar hérlendis, og mikið er gert að því í skól- unum að kenna börnunum umferðarreglur og æfa þau í þeim. — En árið 1946 var það ekki skipulagt í sam- bandi við skóla á íslandi. Vonandi verður uppvaxandi æskulýður betur undir búinn í því að forðast slysin og varast hætturnar en eldri kynslóðin, sem minna kynntist vélunum á sínum æskudögum. Heima er bezt 95

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.