Heima er bezt - 01.03.1958, Side 23

Heima er bezt - 01.03.1958, Side 23
Höfundun TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri SEXTÁNDI HLUTI OG VIN STÚLKUR HENNAR Það var mikil breyting að koma frá gleðimóti og skrautlýstum salarkynnum í koldimmt, einangrað hús. Ljósið lýsti dauft í anddyrinu. Jenný paufaðist upp stigann með kápuna á hand- leggnum, blómin í hendinni og ullarteppi á öxlinni. Hún fór mjög varlega til að vekja engan, en þegar hún kom upp á ganginn, heyrðist dimm rödd frænda henn- ar: „Lokaðirðu vel húsinu?“ Jenný dauðhrökk við, þegar þögnin var allt í einu rofin í þessu dimma, hljóða húsi. „Já,“ svaraði hún lágum rómi. Meira var ekki talað. Ekkert spurt um, hvort hún hefði skemmt sér, og ekkert spurt um, hvernig söng- urinn hefði líkað. — Um stund stóð Jenný þögul og döpur í herberginu sínu, en þá mundi hún eftir blóm- vendinum og leit á miðann. Á honum stóð: Karl van Laer, dr. med. „Þetta var fallega gert af Karli,“ hugsaði hún, um leið og hún byrjaði að færa sig úr kjólnum. Einhvem veginn hafði runnið rembihnútur á kjóllindann, og hún gat ekki leyst hnútinn. Hún togaði í og reyndi að slíta lindann, en gat það ekki. Enn reyndi hún árangurslaust að slíta, en taugar hennar voru of spenntar, og hún þoldi enga áreynslu, og allt í einu bilaði kjarkur hennar, og handleggirnir féllu máttlausir niður með síðunum. Jenný var alveg að missa móðinn. Hún komst ekki úr kjólnum, og hún þorði ekki að kalla á hjálp til þess. Nokkmm sinnum reyndi hún enn, en svo gafst hún upp. Hún fleygði sér upp í rúmið, eins og hún stóð í kjólnum, og steinsofnaði samstundis, yfirbuguð af þreytu. Þannig kom frænka hennar að henni næsta morgun, steinsofandi, í hvíta silkikjólnum, eldrauðri í andliti, með hitagljáa í augunum. Fallega, bylgjaða hárið var í einni flókabendu. Refsiræðan fraus á vörum frænkunnar, er fósturdótt- irin mmskaði, því að hún var bersýnilega fárveik. X. AFMÆLISDAGUR JENNÝJAR Það var komið fram í miðjan nóvember. Veður var kalt og úrkomusamt. í skólanum hjá ungfrú Prior gekk allt sinn vanagang — leiðinda vanagang — sögðu stúlk- urnar. Jóhanna var nú farin að „setja hárið upp“ daglega. Hún var hætt að vera hrifin af einkennisklæddum liðs- foringjum, og stóðst allar freistingar í sambandi við slíka menn. Hún sat prúð og hlustandi í sæti sínu í kennslu- stofunni og beitti sér af kappi við námið. Sannkallaður engill í skólanum, sögðu kennslukonumar. Lilja hafði nú alveg sætt sig við þá ákvörðun að verða húsmæðraskólakennari, og virtist vera ánægð í skólanum. Hún ætlaði í húsmæðrakennaraskóla í Haag næsta haust. Nanna kepptist við námið, eftir beztu getu, og dró ekki af sér. Þótt hún legði mikið á sig og sæti mikið við lestur og heimavinnu á kvöldin, þá leit hún ágæt- lega út og var byrjuð að fitna. „Hún blómgast með hverjum deginum, sem líður,“ sagði mamma hennar. En lengi var fólkinu í minni ópið, sem Nanna rak upp, er hún stóð fyrir framan spegilinn einn daginn. Var hún að verða gildvaxin? Það var hræðilegt. Og nú fór hún að reyna að grenna sig. Hún las allt, sem hún náði í um þetta mál, og setti sér strangar reglur, sem hún hélt, jafnvel í smáatriðum. Hún borðaði lítið brauð og feitmeti, bragðaði ekki sósur eða sykur, og það, sem var allra ótrúlegast, hún steinhætti að bragða sætar kökur, sem henni hafði alltaf þótt hnossgæti. Helzt hefði hún viljað hætta að smakka nokkurn mat. Vei þeim, er sagt hefði: „Mikið lítur hún Nanna vel út. Hún hefur líka fitnað talsvert.“ Hin hlýlegu augu Nönnu gátu þá gneistað af reiði. En mikið þótti Nönnu vænt um Lilju systur sína, er hún heyrði hana segja við mömmu sína, án nokkurs tilefnis: „Mamma! Nú held ég að Nanna sé að byrja að grennast aftur.“ Líklega hefur Nönnu aldrei þótt eins vænt um systur Heima er bezt 97

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.