Heima er bezt - 01.03.1958, Qupperneq 24
sína og eftir þessa yfirlýsingu, og nú byrjaði hún á
enn strangari sultarreglum.
Cora Berends hafði verið tekin úr skólanum, af því
að hún hafði verið látin sitja áfram kyrr í sama bekk,
og tók því þannig, að hún steinhætti að lesa og búa sig
undir í námsgreinum. Það átti að senda hana til höfuð-
borgarinnar Bryssel, í heimavistarskóla.
En hvað um Jennýju?
Hennar sæti var líka autt í skólanum. Hún hafði
aldrei komið í skólann eftir leikkvöldið. Hún lá rúm-
föst, hættulega veik.
í mjóu rúmi, sem líka var fullstutt, lá Jenný, fölleit
og tekin til augnanna. Andlitið var innfallið óg hold-
lítið og nefið sýndist óvenjulega hvasst. Grannar, blá-
fölar hendumar lágu ofan á sænginni. Einu sinni höfðu
þær verið dökkbrúnar af sól og útilofti.
Jenný var stuttklippt um ennið. Hárið var svitastork-
ið og límdist að vöngum hennar. Hún hafði haft óráð
undanfarnar nætur, en fáir skildu það, sem hún sagði.
En nú var hlustað af athygli, þótt erfitt væri að komast
að efninu. — Við rúmstokkinn sat Huug, bróðir hennar.
Lengi hafði Jenný vonazt eftir bróður sínum, og nú
var hann kominn og hafði setið við sjúkrabeð hennar
í nokkra daga.
Honum hafði gengið heimferðin ágætlega, en heim-
koman var öðruvísi en hann hafði vonað og dreymt
um, því að þegar hann kom heim, þá var hún með
óráði og þekkti hann alls ekki. Ókunnug hjúkrunar-
kona sat við rúm hennar. Hann sat hjá Jennýju næstu
nótt. Það var löng og þreytandi nótt. Hún var í litla
herberginu sínu. Þögul höfðu þau setið, þessar ókunnu
manneskjur, við rúm hinnar fársjúku stúlku og fylgzt
með hverri hennar hreyfingu. Öðru hverju stóð hjúkr-
unarkonan upp og þerraði svitann af sóttheitu enninu.
Undir morguninn lækkaði hitinn, og þá þekkti Jenný
bróður sinn í sjóliðabúningnum. Henni fannst hann
allt annar, en þegar hann fór að heiman. Nú var hann
fullþroska, lífsreyndur maður, fallegur, hraustlegur og
sólbrenndur.
Jenný rak upp lágt gleðióp, er hún þekkti hann, og
sagði: „Huug, mikið er það yndislegt að þú skulir vera
kominn hingað.“ Hún reis til hálfs upp og ætlaði að
segja meira, en hneig aftur dauðþreytt ofan á koddann.
Svo opnaði hún aftur augun og brosti til hans og sagði:
„Nú get ég því miður ekki sungið fyrir þig.“ — Hún
mundi það ekki, að hann hafði aldrei heyrt hana syngja
og vissi ekkert um hennar stóra sigur á leiksviðinu.
Bróðir hennar brosti hlýlega og lét sem hann skildi
hana. „Ekki núna, heldur seinna,“ sagði hann glaðlega.
„Já, það er alveg rétt,“ svaraði Jenný, og var eins og
hennar gamla lífsfjör blossaði upp augnablik. „Ég ætla
að syngja á afmælinu mínu, þá verð ég áreiðanlega
orðin góð. Þá skal nú verða líf í tuskunum.“
Dagamir liðu, og Jenný varð dálítið hressari. Nú
þurfti ekki að vaka yfir henni, og vinstúlkur hennar
komu á víxl til hennar í heimsókn. Þær reyndu að
vera kátar, af því að Jenný var sjálf svo glöð og hug-
hraust. En læknirinn, pabbi Jóhönnu, hafði orðið svo
alvarlegur og engu svarað, þegar þær spurðu, hvort
sjúkdómur Jennýjar væri nokkuð hættulegur. Og þær
þurftu ekki annað en líta á andlit Jennýjar, til þess að
verða hræddar og kvíðafullar, og því var svo erfitt að
látast vera glaður.
Eitt sinn, þegar Huug bróðir hennar var hjá henni,
heyrðist fótatak fyrir utan, þótt varlega væri farið, og
inn komu í einum hóp Nanna, Jóhanna og Lilja.
Jenný reis upp við dogg og sagði: „Jæja, krakkar!
Komið þið til að gleðja aumingja sjúklinginn. Það var
fallega gert af ykltur.“
„Ég ætla þá að fara snöggvast,“ sagði Huug og stóð
upp. En um leið og hann fór út, hvíslaði hann lágt:
„Ékki of mikið fjör.“ — Lilja settist á stólinn, sem
Huug hafði setið á, Jóhanna settist á annan stól, sem
var laus þarna inni, en Nanna tyllti sér á rúmstokkinn,
það var hennar uppáhaldssæti.
„Ég átti að skila kveðju frá Prior,“ sagði Nanna,
og gleymdi nú alveg að titla hana „ungfrú“. „Ertu
ekki hrifin?“
„Þú þarft ekki að skila kveðju frá mér,“ svaraði
Jenný. „Ég vingast aldrei við þá, sem ég þoli ekki. —
Er annars nokkuð nýtt að frétta?“
„Jú, við fengum bréf frá Maud. Það var eiginlega til
okkar allra. Hún er mjög ánægð þama. Hún var svo
að spyrja um, hvað þú hefðir ákveðið, Jenný. Hvað
á hún þar við?“
Jenný varð allt í einu mjög sorgmædd á svipinn.
Dökku baugarnir undir augum hennar urðu enn dekkri,
og varir hennar urðu bláfölar, en hún gerði það, sem
hún gat, til að leyna geðshræringunni. „Það segi ég ekki
ennþá. Þið fáið að vita það, þegar þar að kemur,“ sagði
hún svo, og augu hennar urðu dreymandi.
„Maud veit líklega ekki, að þú hefur verið hættu-
lega veik,“ sagði Lilja. „Að minnsta kosti minnist hún
ekkert á það.“
„Það er gott,“ sagði Jenný. „Því minna umtal, því
betra.“
Nú kom Huug upp aftur. „Ég kem eiginlega til að
reka ungfrúrnar út,“ sagði hann glaðlega. „Jenný má
ekki hafa of mikið fjör í kringum sig. Það er henni
ekki hollt. Þið skiljið það eflaust,“ bætti hann við hlæj-
andi. „Við verðum að fara gætilega með sjúklinginn.
Ég held líka, að liðið sé að matartíma.“
Stúlkurnar vom fljótar að standa upp og kveðja. —
Vinstúlkum Jennýjar brá, þegar þær tóku í beinabera
og þvala hönd hennar.
Jóhanna varð aðeins síðust út. Hún hvíslaði að
Jennýju: „Pabbi getur ekki komið til þín í kvöld. Hann
þarf að gera uppskurð með öðrum lækni, en Karl
bróðir kemur til þín. Pabbi vill helzt vitja þín dag-
Iega.“
Jenný brosti þreytulega. „Vertu sæl, elsku „kredit“
mín.“
„Vertu sæl, Jenný. Góðan bata.“
Huug fór niður með þeim til að borða með frænda
og frænku. Honum fannst heimilið kuldalegt og þreyt-
98 Heima er bezt