Heima er bezt - 01.03.1958, Page 25
andi. Nú undraðist hann það ekki, að Jenný hafði
stundum barmað sér í bréfum sínum.
Jenný lá ein eftir uppi í litla rúminu sínu, með
lokuð augu, dauðþreytt eftir hina kærkomnu heim-
sókn. Um kvöldið kom Karl van Laer til hennar, en
hún var svo þreytt, að hún veitti honum litla athygli.
Hann lagði dálítinn klasa af vínberjum á náttborðið
hennar og athugaði hana um stund. Nú sá ungi læknir-
inn, hvað það var, sem pabbi hans óttaðist. Hann
óttaðist, að þessi ungi, veikbyggði líkami þyldi ekki
jafn banvæn hitaköst, eins og hún hafði fengið liðna
viku. Hann lagði varlega kalda hönd sína á sjóðheitt
enni Jennýar. Þá opnaði Jenný augun. „Yndislegt,“
sagði hún brosandi og lokaði aftur augunum.
Hann dró stól að rúminu og settist.
„Mig þyrstir,“ hvíslaði Jenný.
Karl gekk að borðinu, hellti í vatnsglas, lyfti undir
herðar hennar og bar vatnsglasið að vörum hennar.
Jenný hallaði sér upp að honum, eins og saklaust
barn, og Karl tók þétt utan um hana og talaði við
hana eins og barn: „Þær hafa líklega þreytt þig of mikið
í dag með heimsókn sinni,'þessir stelpukjánar. Ég skal
svei mér taka Jóhönnu til bæna, og ekki síður Lilju
og Nönnu. Hávaðinn í Nönnu gæti gert hvern hraustan
mann veikan,“ bætti hann svo við hlæjandi.
Þá opnaði Jenný augun brosandi og sagði: „Þó þótti
mér það svo gaman.“ Allt í einu mundi Jenný eftir
blómvendinum. „Þakka þér kærlega fyrir blómin, sem
þú sendir mér leikkvöldið góða. Það var fallega gert
af þér. Veiztu það? Ég hef aldrei fyrr fengið blóm frá
nokkrum manni.“
Karl varð svo hrærður, að vel mátti heyra á mæli
hans. „Reyndu bara að verða fljótt frísk, þá skal ég
sjá um, að þú fáir heilan bunka af blómum.“
„Fæ ég rósir?“ sagði hún brosandi, um leið og hún
hallaði sér út af á koddann.
Hún lá með galopoin augu og starði dreymandi út í
loftið. Karl hélt í hönd hennar og talaði um daginn
og veginn, en Jenný hlustaði hugfangin. Æðasláttur-
inn var daufur, hendurnar voru kaldar og þvalar, en
Karl reyndi að verma þær í sínum heitu, hraustlegu
lófum.
Hann sá, að hitinn var að aukast, og eftir nokkurn
tíma féklt hún erfitt hitakast með óráði. Hún sló óró-
lega frá sér, og augu hennar hvörfluðu fram og aftur
um herbergið. Hún byrjaði að syngja, en lagið hljóm-
aði ekki. Svo hló hún hátt, en litlu síðar hrundu tárin
um kinnar hennar.
Ungi læknirinn talaði róandi við hana: „Vertu róleg,
Jenný mín. Liggðu kyrr — þú mátt ekki tala. — Nei,
þú ert ekki ein. Ég er hjá þér,“ og svo þrýsti hann
henni varlega niður á koddann, með hlýjum tökum.
Hann hélt henni niðri með annarri hendi, en með
hinni hendi hringdi hann bjöllu, og Huug, bróðir
Jennýjar, kom þjótandi upp stigann. Hann varð undr-
andi, er hann sá breytinguna, sem orðin var á sjúkl-
ingnum á stuttum tíma. Ungu mennirnir tókust þegj-
andi í hendur.
„Hvað heldurðu?“ spurði Huug lágum rómi.
„Við missum hana,“ hvíslaði hinn.
„Ó, segðu það ekki — segðu það ekki. Hún er eina
manneskjan, sem mér þykir vænt um. Ég get ekki án
hennar verið.“ Og þessi stóri, ungi maður grét hljóð-
lega. Hann hnoðaði vasaklútnum fyrir munninn, svo
að minna heyrðist til hans.
Karl horfði hryggur á hann. „Ég get heldur ekki
án hennar verið,“ sagði hann hljóðlega.
Á meðan þeir töluðust við, heyrðist stöðugt óráðs-
hjal frá sjúklingnum. Jenný talaði um skólann, leik-
kvöldið, hjólhesta og vinstúlkur sínar. Allt hvað inn-
an um annað.
„Viltu senda eftir muldum ís á hjálparstöð Rauða
krossins. Segið að ég hafi beðið um hann. Biðjið líka
forstöðukonuna að senda hingað hjúkrunarkonu til að
vaka í nótt.“
Huug fór niður til að framkvæma fyrirmælin.
Hann kom von bráðar aftur með ísinn. Þá var Jenn-
ýju orðið rórra.
Rétt á eftir kom frúin, frænka Jennýjar, með þá
fregn, að ekki væri hægt að fá hjúkrunarkonu fyrr en
daginn eftir.
Hún hafði mörg orð um þetta, eins og háttur er
ómerkilegs fólks, sem þykir matur í að geta lagt eitt-
hvað til málanna.
„Hvað eigum við að gera?“ sagði hún upp aftur og
aftur. „Þetta hittist reglulega illa á.“
Karl anzaði ekki þessu fjasi, en leit þurrlega til hús-
móðurinnar og sagði: „Viltu gjöra svo vel að koma
boðum heim til mín, að ég sofi ekki heima í nótt.
Láttu skila til pabba frá mér, að hann þurfi ekki að
koma. Ég geti vel verið einn hjá henni í nótt.“
Þá fór húsmóðirin niður aftur, en fyrst sneri hún
sér að unga lækninum og spurði: „Er þá ekkert fleira,
sem ég get gert?“ Karl svaraði kuldalega: „Nei, þakka
yður fyrir,“ og losaði hana þannig við frekari fyrir-
höfn.
Þögulir sátu þeir Karl og Huug hjá fársjúkri, ungu
stúlkunni, langa, þreytandi nótt. Kaldir og hálf skjálf-
andi neru þeir hendur sínar og reyndu að halda á sér
hita. Þeir urðu fegnir, er fyrsta skíma dagsins brauzt
í gegnum gluggatjöldin.
Brátt var það öllum ljóst, að Jenný mundi ekki ná
fullri heilsu aftur. Öðru hverju virtist hún þó vera eitt-
hvað hressari, en kraftar hennar þurru þó smátt og
smátt.
Jóhanna, Nanna og Lilja voru einu stúlkurnar, sem
heimsóttu hana, þegar hún var svo hress, að hún hefði
ánægju af því.
Mamma Jóhönnu koma líka stundum með vínber
handa henni. Oftast lá Jenný þögul og hljóð með lokuð
augu. Hún vissi nú að batinn var vonlaus, en hún sætti
sig við örlög sín, og heyrðist aldrei barma sér.
Svo var það eitt kvöldið, er Karl sat einn hjá henni,
að hún opnaði augun, leit rólega á Karl og sagði: „Mér
getur víst ekki batnað. Er það, Karl?“ Framhald.
Heima er bezt 99