Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 26
ÞRIÐJI HLUTI
Daginn eftir var krossmessudagurinn, sem svo var
kallaður. Kristján hafði beðið Geirlaugu að vera hjá sér
og hún játað því, en Ásgeir var búinn að ráða sig ann-
ars staðar, þegar hann talaði við hann, svo það var þá
ekki nema Geirlaug ein, sem varð eftir af vinnufólkinu,
og enginn bættist við þann dag.
Það urðu flestir í nágrenninu hissa, þegar Ásgeir sótti
Rauð húsmóðurinnar út í hagann, lagði á hann hnakk-
inn hans séra Jóns og kvaddi svo húsmóður sína og
Geirlaugu með virktum og reið úr hlaði.
Kristján mætti honum í túnfætinum.
„Hvert ætlarðu svo sem með Rauð maddömunnar?“
spurði Kristján.
„Það er óþarfi að kenna hann við hana framar, hann
er mín eign,“ svaraði Ásgeir hreykinn. „Og hún bað
mig þess, blessuð, síðast orða, að farga honum ekki til
annarra en þeirra, sem færu vel með hann, en hún
þurfti reyndar ekki að tala um það, því ég læt hann ekki
úr minni eigu.“
Kristján formælti honum í huganum. Það var ólíklegt,
að hann þyrfti að eiga reiðhest, sá kauði. Varla færi
húsbóndi hans að láta hann leika sér á hestum, eða þá
var hann ólíkur öðrum sveitabændum.
Seint um kvöldið þennan sama dag gekk maddama
Karen suður að Þúfum. Það var eitt af þessum fögru
vorkvöldum, sem ekki er hægt annað en dást að. En hún
fann aðeins til enn sárari saknaðar yfir því, að skilja
við þetta indæla hérað, sem hafði veitt henni svo ótelj-
andi ánægjustundir í öll þau ár, sem hún var búin að
vera hér. Henni fannst sál sín brenna af sorg yfir slík-
um umskiptum. Samt bar hún höfuðið hátt að vanda,
þegar hún gekk heim að hjáleigunni. Það voru mörg
ár, síðan hún hafði komið á þetta heimili, þó nágrennið
væri ágætt og hefði alltaf verið.
Yngstu systurnar, Guðrún og Anna, komu inn með
miklu írafári og sögðu þau tíðindi, að maddaman væri
að koma utan túnið. Sigurlaug og móðir hennar flýttu
sér fram til að taka á móti gestinum.
Eldri konan, sem hét Engilráð og allan sinn búskap
hafði búið í nágrenni við þessa höfðinglegu konu, taut-
aði þakklátlega fyrir munni sér: „Blessuð manneskjan.
Hún hefur ekki viljað flytja svo úr sveitinni, að hún
kveddi okkur ekki.“
Hún brosti út að eyrum, þegar hún kom fram í dym-
ar, en brosið hvarf fljótlega, þegar hún sá, hvað mad-
dömunni var brugðið.
Karen heilsaði þeim mæðgunum með handabandi.
„Sælar, Engilráð mín! Sælar, Lauga mín!“ var ávarp
hennar.
„Komið þér margblessaðar, góða mín,“ sagði Engil-
ráð. „Mikið var nú gaman að sjá yður einu sinni enn,
áður en þér flytjizt burtu. En ósköp hafið þér hlotið að
vera lasin undanfarnar vikur og mánuði, eftir útliti
yðar að dæma.“
„Ojá, ég hef verið lasin, og svo þetta umstang vegna
uppboðsins. Það er hreint ekki sársaukalaust að sjá
þetta fara allt, sitt í hverja áttina, sem maður hefur
haft í kringum sig í öll þessi ár,“ sagði maddaman. Svo
var eins og henni fyndist hún vera búin að tala of mik-
ið; hún setti upp stoltari svip og spurði eftir Stefáni.
„Hann er víst einhvers staðar úti við,“ sagði kona
hans. „Þér gjörið svo vel og setjið yður inn á meðan.“
Maddaman gekk til baðstofu með þeim mæðgum.
Hún settist á eitt rúmið. Önnur sæti þekktust ekld í
baðstofum á þeim árum. Baðstofan var þrifaleg, þiljuð
í hólf og gólf.
„En hvað mér finnst langt síðan ég hef komið hér,“
sagði hún og dæsti þreytulega.
„Hvenær kemur Rósa?“ spurði Guðrún. Hún var á
líkum aldri og Rósa og hafði leikið sér við hana á upp-
vaxtarárum þeirra.
„Ég veit nú bara ekkert um hennar ferðalag. Hún
hefur verið suður frá hjá Rósu frænku sinni að undan-
förnu. Svo býst ég við að hún skreppi austur til Síg-
rúnar systur sinnar. Hún er löt að skrifa, enda hafa þær
í öðru að snúast í þessum skólum en að sitja við skrift-
ir,“ svaraði Karen.
Engilráð Iangaði svo ósegjanlega mikið til að spyrja,
hvernig búskapur þetta yrði þarna á Hofi eftirleiðis,
en hún bjóst við, að maddaman væri ekkert hrifin af
slíkri hnýsni, enda var nú þessi trúlofun ekkert annað
en getgátur.
100 Heima er bezt