Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.03.1958, Blaðsíða 28
heldur en ekld. — Hún hafði svo sem ekki ætlað sér að skilja pokana eftir, nornin sú arna. Það yrði líldega heldur lítið, sem hún hygðist skilja eftir handa dóttur sinni. — Hann skellti aftur skemmunni og gekk inn í hljóðlátan bæinn. — Skyldu þær sitja hér ennþá, Þúfusystur? Hann greip í handfangið á stofuhurðinni, en hún var læst. Hún mátti víst læsa, meðan hún átti eitthvað þar i’nni. En ef hún yrði hér fram yfir fardagana, þá skyldi hún mega fá honum lyklana! Hann fór inn í búrið. Þar fann hann heita kaffikönnu á vélinni og fékk sér í bolla úr henni. — Nú var af, sem áður hafði verið, þegar húsmóðirin kom með kvöld- kaffið inn í skrifstofuna til hans, settist í stóra stólinn og ræddi um búskapinn við hann, sæl og brosandi, en það ætti hann nú sjálfsagt eftir að lifa, þegar kærastan færi að snúast utan um hann. Honum hlýnaði við þá hugsun. Honum ofbauð, þegar hann kom inn í baðstofuna og sá öll rúmin, auð og rúmfatalaus, nema þau, sem smal- inn og Geirlaug voru sofnuð í. Hann svaf í innsta rúm- inu, og þar háttaði hann, þreyttur á sál og líkama. Hans síðasta hugsun var, að hann yrði að reyna að fá sér eitt- hvert vinnufólk. Það yrði aldrei neinn búskapur hjá honum með þessu lagi. Bara að Karen færi að hafa sig á burtu. Hann gat ekki þolað nærveru hennar. Kristján vaknaði næsta morgun við einhvern umgang frammi. Svo heyrðist mannamál frammi í göngunum. Það var húsmóðirin, sem var að tala. Það var einn af hennar miklu búkonukostum, að hún var árrisul. Hann flýtti sér í fötin. Hann fann ilmandi kaffilykt, þegar hann kom fram í göngin. Hann sá gegnum opnar dyrnar, að ungu hjónin frá Þúfum sátu þar við borðið ásamt húsmóðurinni yfir rjúkandi kaffibollum. Hún var komin í reiðfötin. Það var Lauga í Þúfum líka. Hvað svo sem skyldi þetta eiga að þýða? Ætlaði nú Karen að fara að vingast við Stefán í Þúfum? Hún hafði aldrei haft fyrir því að biðja hann um greiða þessi tvö ár, sem hann var búinn að vera á þessu heimili. Hann þóttist vita, að þau hefðu ekki orðið sín vör, svo að hann hélt áfram út göngin, þó að hann sárlangaði í kaffið. — En hann var ekkert farinn að flytja heim til heimilisins, hvorki kaffi eða mat, svo að hann kunni ekki við að sníkja á könnuna. Rétt fyrir framan stofugluggana stóðu fjórir hestar yfir angandi töðubing og kommóðan maddömunnar og skrifborðið á sleðanum hans Stefáns í Þúfum. Stofu- stólarnir voru þar líka. Allt var þetta vafið inn í pokana, sem hann hafði búizt við að fá í búið ásamt mörgu öðru. Kristján ráðsmaður flýtti sér út að Garði til þess að gefa gremju sinni útrás. Honum var ekkert vel við Þúfnabóndann, ábúandanum á því býli. Hann stóð líka úti, auðsjáanlega nýlega kominn á fætur. Kristján ráðsmaður bauð góðan dag. Bóndi tók því með háðsglotti, eins og hann var van- ur: „Þið eruð, eins og vanalega, snemma á fótum þar á höfuðbólinu, þykir mér. Þorgerður segir, að það sé langt síðan farið var með hross heim til ykkar. En hvaða hross eru það eiginlega?“ „Það eru víst Þúfnabikkjurnar, sýnist mér,“ sagði Kristján. „Hún hefur endilega þurft að biðja Stefán að flytja sig burtu. Hann er búinn að hlaða allri búslóðinni á heysleðann góða og ætlast víst til, að klárgreyið dragi það á auðri jörðinni, sá bölvaður asni.“ Hann var hissa á því, að Leifur, en svo hét bóndinn, skyldi ekki reka upp sinn vanalega hrossahlátur, því að heysleðinn í Þúfum var mikið bitbein nágrannanna. Stefán hafði smíðað sleðann sjálfur og lét hest draga á honum heyið heim úr engjunum, sem næstar voru, og töðuna — og inn í tóft. Það var mikið fljótlegra en að binda sátur og lyfta þeim á klakk, en það var óvanalegt og þess vegna sjálfsagt að hlæja að því. En nú hló Leifi ekki: „Honum verður ekki mikið fyrir því, þeim gráa. Hann er alveg ódrepandi skepna, enda er farið með hann eins og kýrnar á vetrum,“ sagði hann. „Já, það var bærilegt fyrir Stefán að setjast í snotr- asta bú þarna í Þúfum og gramsa í því, eins og það sé hans eigin eign. Hann lætur náttúrlega yngri systurnar aldrei fá neitt,“ sagði Kristján. „Þannig reikna hagfræðingarnir sín dæmi,“ sagði nú Leifi, og 'illkvittnislegu glotti brá fyrir á órökuðum grönum hans. „Viltu annars ekki koma inn og fá þér kaffisopa? Mér finnst einhvern veginn, að þér veiti ekkert af því. Gerða er sjálfsagt búin að hella upp á könnuna.“ „Ég er náttúrlega ekki búinn að drekka morgun- kaffið,“ sagði Kristján. „Það sat yfir bollunum inn við búrborðið, þetta ferðafólk. Ég gat ekki verið að troðast inn til þess.“ „Já, svona gengur það,“ sagði Leifi á meðan þeir paufuðust inn göngin. „Hún þurfti að fá lánshesta til að flytja burtu frá Hofi, sú stórláta kona, og leitaði þá til Stefáns karlsins. Hún hefur þekkt það, að hann er duglegur og fljótur til, þegar hann kærir sig um.“ Kristján átti ekkert svar til við þessu. Eiginlega var eins og sár broddur í öllu tali Leifa, eins og honum væri ætlað að svíða undan því. Leifi fór fram í göngin og kallaði í gegnum reykjar- mökkinn í eldhúsdyrunum: „Komdu með kaffi handa honum Kristjáni ráðsmanni. Hann hefur þörf fyrir það ekki síður en þú. Þið stóðuð bæði jafn lengi við skíta- vélina í gær. Þú ert varla búin að gleyma því.“ Svo flýtti hann sér inn á rúmið aftur og leit glottandi til gestsins: „Hún var hreint ekki góð til skapsmunanna, þegar hún kom heim frá þér í gærkvöld. Mér þykir ólíklegt að hún fari næstu daga í kaupavinnu heim að Hofi.“ Þorgerður kom inn með kaffikönnuna í annarri hendi en bakka í hinni. Á honum voru tvenn bollapör og kandíssykur í sykurkeri. Hún kastaði kveðju á Kristján. Kristján þakkaði henni fyrir síðast. „Hvernig hefurðu það svo?“ bætti hann við. „Við svei mér gerðum það gott í gær, og ég hef hug á að fá þig aftur í dag.“ 102 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.