Heima er bezt - 01.03.1958, Side 29

Heima er bezt - 01.03.1958, Side 29
„Það verður áreiðanlega ekkert af því,“ sagði hún önug. „Ég hef nóg heima að gera, þegar ekki er svo mikið um, að Leifi geti mjólkað kúna og komið krökk- unum í bólið. Það verður að bíða eftir mér drepupp- gefinni. Það væri þá nær, að hann yrði hjá þér dags- stund.“ „Náttúrlega verð ég feginn, ef hann getur verið hjá mér,“ sagði Kristján, en þó var langt frá því, að hann væri ánægður með þau skipti, því að Leifi var lélegur verkmaður en kona hans dugnaðarforkur. Ráðsmaður- inn bruddi kandísinn með bragðlitlu kaffinu og hugs- aði til kaffikönnunnar á Hofi. Það var ekki hlóðabragð að því, sem hún hafði inni að halda. „Þá er nú blessuð maddaman að flytja úr. nágrenninu. Það verður stórt skarð fyrir sveitarfélagið, hvað þá heimilið,“ sagði Þorgerður. Kristján ræskti sig og þáði aftur í bollann fyrir siða- sakir en ekki vegna þess, að hann langaði í meira. „Já, það má búast við því að það sjáist, að hún var myndarmanneskja í sjón og raun,“ sagði hann í hálf- þvinguðum málrómi. „Verður svo ekki Geirlaug gamla ráðskonan eða kannske eitthvað meira?“ sagði Leifi og skellihló að fyndni sinni. Kristján svaraði því játandi. „Það má segja að þar komi köttur í ból bjarnar,“ sagði Þorgerður. „Já, það hrakar flestu á því heimili sýnist manni,“ sagði húsbóndinn hálfstamandi eftir hláturskastið. „En kannske á það eftir að reisa sig aftur. Maður sér nú, hvað setur.“ Kristján flýtti sér að hvolfa í sig kaffinu og kveðja. Það var enginn efi á því, að það andaði köldu á móti honum úr þessu koti. Samt óskaði hann eftir því, að Leifi kæmi heim til sín upp úr hádeginu. Hann var í vandræðum með túnið. Síðan hljóp Kristján upp að Bala, ef honum tækist að sarga karlinum eða kerlingunni þar í vinnu. Maddama Karen geldc um allan bæinn, áður en hún fór út á hlaðið, þar sem Lauga í Þúfum beið hennar. Hún klappaði á vangann á hálfsofandi smaladrengnum inni í baðstofunni. Geirlaug ætlaði að fylgja maddömunni út á hlaðið, en maddama Karen sagðist þurfa að tala við hana fá- ein orð í búrinu áður. „Ég býst við að þig gruni, hver á að taka við hús- móðurstörfunum hér eftir mig. Það verður víst Rósa mín. Þess vegna hef ég ekki selt neitt af matarbirgðum heimilisins. Ég kann ekki við að hún taki við heimilinu allslausu. Það verður sjálfsagt nógu einmanalegt fyrir hana samt, aumingja barnið.“ Hún klökknaði að endingu. Svo kvaddi hún þetta dygga hjú og þakkaði henni fyrir langa og góða þjón- ustu. Svo gengu þær út í bæjardyrnar, og Geirlaug hjálp- aði henni á bak. Hún stóð eftir, ein og kjökrandi, þegar þær þeystu úr hlaði og fór ekki inn, fyrr en þær voru horfnar fyrir næsta leiti. Kristján ráðsmaður rölti í hægðum sínum utan úr hjáleigunum og fór sér hægt, svo að hann þyrfti ekki að kveðja húsmóður sína. Hann sá, að Stefán sullaðist út allar mýrar, og það var ekki hægt að sjá annað en að klárinn drægi ækið jafnléttilega og það væri rifahjarn yfir öllu. Geirlaug fékk honum bréf innan í umslagi: „Hún sagðist hvergi sjá þig, svo að hún skrifaði þarna eitt- hvað til þín,“ sagði hún. Hann reif upp bréfið. Það var aðeins þakklæti fyrir samveruna og stafirnir maddömunnar undir. Hann sneri það saman eins og roð í hund, opnaði svo eldavélina og kastaði því í glóðina. Það liðu þrír langir dagar frá því að maddama Karen reið alflutt frá Hofi, þangað til að skipið kom, sem átti að flytja hana burt úr héraðinu. Henni fundust þeir dagar hræðilega langir. Hún sá bændur úr sveitinni og nágrenninu á hverjum degi koma í kaupstaðinn en forðaðist að verða á vegi þeirra. Hún þóttist vita, hvert umræðuefnið yrði, ef hún gæfi sig á tal við þá. Auð- vitað myndi talið berast að því, hvað allt setti niður á Hofi og hvað leiðinlegt væri, að hún væri að flytjast á brott. Hún var búin að heyra nóg af því, en hún fann til saknaðar yfir að vera nú að skilja við þessa ómennt- uðu, góðlegu bændur, sem hún fann að báru einlæga virðingu fyrir sér, þótt hún vissi hins vegar, að maður hennar hefði verið þeim miklu kærari en hún. Á hverju kvöldi, þegar leið að háttatíma, gekk hún upp á brekkuna fyrir ofan kaupstaðinn og sat þar, unz síðustu geislar sólarinnar voru horfnir undir háan hnjúk á ströndinni hinum megin fjarðarins. Þessi hnjúkur skyggði ekki á kvöldfegurðina á Hofi, þó að ekki væri langt á milli. — Þar voru fögur kvöld og dásamlegir morgnar. Hvergi var eins og þar. Svo kom þessi áleitna spurning, er sífellt hafði verið að ónáða hana eftir að hún réði það við sig að hætta bú- skapnum: Hefði ekki verið betra fyrir hana að brjóta odd af oflæti sínu og búa áfram sínu góða, blómlega búi? Láta, sem ekkert hefði komið fyrir, sem hefði sært stolt hennar og valdið henni vonbrigðum? Þá hefði hún notið samvista við dóttur sína, þó að hún ætti nú ekki lengur alla hennar elsku og aðdáun. Hún yrði sjálfsagt einmana þar í Reykjavík hjá öllum ókunnugum. Hún hafði aldrei getað svarað þessum spurningum nema neitandi. Hún gat ekki beygt sína stoltu skaps- muni svo að fara að stjórna búi fyrir þennan tungu- mjúka flagara, sem hafði komið hjarta hennar til að slá hraðara og kveikt nýjar vonir um ást og yndi í brjósti hennar, eins og þégar hún var á hádegi ævinnar. Hún brann af gremju við sjálfa sig fyrir að láta það hrífa sig svona, þó að hann skellti flötum lófanum á axlir hennar og bak og kallaði hana góðu sína, þegar hann var að tala og ráðgera um búskapinn. Hún hafði fundið, hvað Heima er bezt 103

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.