Heima er bezt - 01.03.1958, Side 30

Heima er bezt - 01.03.1958, Side 30
það var ánægjulegt að hafa hann við hlið sér svona dug- legan og góðan búmann, því það var hann áreiðanlega, mikið meiri búmaður en maðurinn hennar hafði verið. En það hafði náttúrlega verið óhyggilegt af henni að láta sér detta í hug, að hún gæti lifað á ný tvítugs- og þrítugsaldurinn, þar scm hún átti nú dætur á þeim aldri sjálf, en svona voru manneskjurnar óforsjálar. Hún hefði getað hrist höfuðið, ef hún hefði heyrt þetta um einhverja aðra konu á hennar aldri. Þess vegna hafði hún strax tekið þá ákvörðun að flögra burt frá sundur- tættu hreiðrinu, eins og vængstýfður svanur, og látj ekki sjá sig á þessum slóðum framar. En nú var komið nýtt áhyggjuefni í huga hennar: Skeð gat, að gremja hennar og óvild til Kristjáns hefði orsakað það, að hún var búin að koma auga á svo marga galla í fari hans síðan á jólum, að hún trúði honum ekki lengur fyrir dóttur sinni. En hvernig sem það færi, þá gat hún ekki verið lengur á sama heimili og hann, sem henni gat ekki annað en sýnzt líta á sig með lítilsvirð- ingu. Það var lítil von að hún gæti þolað slíkt, kona, sem allir höfðu litið upp til í þessari sveit. — Um þetta braut hún heilann, þangað til nætursvalinn neyddi hana til að halda heimleiðis. Þá brosti hún angurværu brosi fram til sólroðins Hofsfellsins, eins og hún væri að biðja það fyrir kveðju heim í gamla, góða bæinn sinn. Það var ekki sólarbirta, sem vakti hana næsta morgun heldur norðansvelja, sem kom inn um opinn gluggann. Hún flýtti sér fram úr til að loka honum. Því gat ekki þessi blessuð blíða haldizt, þangað til hún hefði lokið sjóferðinni og væri komin á ákvörðunar- staðinn heilu og höldnu? Hún minntist þess, að hún hafði verið sjóveik, þegar hún fluttist norður með manni sínum. £n hún hafði verið svo sæl við hlið hans, að það hafði gleymzt. En nú yrði hún einstæðingur. Þess vegna vonaði hún, að allt gengi vel í þetta sinn. í búskapartíð sinni hafði hún farið tvisvar sinnum milli Hvalseyrar og Reykjavíkur og ekki fundið til sjóveiki. En hana hryllti við þessum úfnu öldum. — Bara að þetta væri liðið! Kaupmaðurinn bjóst við að skipið kæmi þennan dag, og það varð. Úr hádeginu sást til þess. Þá var farið að draga upp fánann og setja ofan uppskipunarbátinn og fleiri báta. Skipið færi sjálfsagt ekki fyrr en með kvöld- inu, kannske ekki fyrr en í nótt. Karen stóð við gluggann á herberginu, sem hún svaf í og horfði á umstang kaupstaðarbúa við að komast fram að skipinu. Bryggjan var morandi af krökkum og unglingum, sem stóðu þar af eintómri forvitni. Það leið ekki á löngu, þar til bátarnir komu aftur framan frá skipinu, hlaðnir fólki og farangri. Fullorðn- ir karlmenn, sem voru á bryggjunni, réttu kvenfólkinu höndina og hjálpuðu þeim upp úr bátnum, sem vaggaði á grængolandi, freyðandi öldunum, sem ólguðu við borðstokkana. — Það fór hrollur um Katrínu við þá hugsun, að eiga fyrir höndum að fara á þessari völtu fleytu fram að skipinu, og hún óskaði þess enn einu sinni, að þetta væri allt liðið og hún komin suður til höfuðstaðarins og hefði fast land undir fótum. Þá var allt í einu eins og hún væri stungin í brjóstið. Hún sá unga, kápuklædda stúlku koma upp úr bátnum. Þetta var engin önnur en Rósa — barnið hennar. Hún fékk harðan kökk í hálsinn. Hún hefði helzt ekki viljað sjá hana hér á Hvalseyri, þar sem allt minnti hana á rótleysi hennar og einstæðingshátt. — Blessuð litla stúlk- an hennar, hvað hún var létt í spori upp bryggjuna og skimaði í kringum sig, eins og hún ætti von á að einhver biði eftir henni til að bjóða hana velkomna heim til átt- haganna. Náttúrlega hefði hún átt að verða sú fyrsta, sem fagnaði henni, en hún var eins og negld við gólfið! — Þarna kom kona á móti henni, sem heilsaði henni og bauð hana sjálfsagt velkomna. Það var konan hans Boga, sem lengi bjó í nágrenninu, í Garði. Hún varð á undan henni, móðurinni! Húsmóðirin opnaði hurðina og stóð brosandi í dyr- unum: „Ég kom til að segja þér, að Rósa þín hefur komið með skipinu. Hún er þarna úti, rétt á móti glugg- anum þínum,“ sagði hún. „Þakka þér fyrir þessar góðu fréttir,“ sagði Karen í einhverjum hjáróma málróm, sem hún þekkti ekki sjálf. Svo hratt þún opnum glugganum og bankaði í rúðuna. Rósa leit upp, kvaddi gömlu nágrannakonuna og hljóp svo heim að dyrunum. Nú var ekki um annað að gera en hafa sig fram á móti henni, og það gerði Karen. „Elsku mamma mín!“ sagði Rósa með sinni saklausu barnslegu gleði og vafði handleggjunum um háls móð- ur sinnar. „Mikið er nú gaman að vera komin heim, og svo fékk ég þetta indæla sjóveður alla leiðina. Það er fyrst í dag, sem skipið hefur hreyfzt ofurlítið.“ „Ósköp kemurðu snemma norður, góða mín. Ég var að vona, að ég fengi að hafa þig hjá mér fyrir sunnan nokkra daga. Samt býð ég þig velkomna heim, barnið mitt,“ sagði Karen. „Ertu þá staðráðin í því að fara suður?“ sagði Rósa. „Ég sé það núna, að þú ert svo mögur og föl. Ertu allt- af lasin? En þú ferð þó ekki strax?“ „Ég er ferðbúin hér með þann farangur, sem ég flyt með mér og fer með þessu skipi. Ég hefði því þegið, að sjóveðrið hefði haldið áfram að vera gott.“ „En hvað það er leiðinlegt! Ég er með svo margt fallegt, sem ég vann í skólanum og keypti í búið. Þú hefðir haft gaman af að sjá það. En ég vona að þú fáir bata fljótlega og komir þá til okkar. Hvar er Kristján með hestana?" „Þú gleymir því, að þú hefur aldrei getið um, hvenær þú ætlaðir að koma norður, svo það veit enginn um að þú sért hér nú. Þess vegna bíður heldur enginn eftir þér með hestana, vina mín. Sjálf er ég búin að bíða hér í þrjá daga eftir skipsferðinni.“ Rósa andvarpaði. „Var síðasta bréfið mitt ekki kom- ið norður? Þar sagðist ég koma, strax og ég fengi skips- ferð eftir að skólanum væri slitið.“ „Ég hef að minnsta kosti ekki fengið það bréf,“ sagði Karen stuttlega. Framhald. 104 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.