Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 33

Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 33
Það eru 100 verðlaun í getrauninni fyrir yngri lesendur blaðsins í þessum mánuði alls að verðmæti kr. 4.300.00 2.—10. VERÐLAUN 11.-100. VERÐLAUN 1. VERÐLAUN Nú er búið að draga í barnagetraun janúarblaðsins, og hér eru nöfn þeirra barna, sem voru svo heppin að hljóta vinn- inga: 1. verðl.: Ólafur Skaftason, Hnjúkahlíð, A.-Hún. 2. verðl.: Sólrún Hafsteinsdóttir, Reykjum, Fnjóskadal. 3. verðl.: Kolfinna Guðmundsd. Kirkjubóli, Önundarfirði. Þessir þrír ungu lesendur „Heima er bezt" fá vinningana senda í pósti, og um leið og við óskum þeim til hamingju, viljum við tilkynna þeim, að vinningarnir hafa þegar verið póstlagðir, svo að þeir mega eiga von á þeim á næstunni. í verðlaunagetraun blaðsins fyrir yngri lesendurna eru í þessum mánuði hvorki meira né minna en 100 ágætis verðlaun. Fyrstu verðlaun eru, eins og í fyrstu tveimur blöðunum, afbragðsgott manntafl með myllu aftan á borðinu, en um þetta er smíðaður fallegur trékassi. Þar að auki eru 108 skemmtilegar bækur, sem deilast þannig niður, að 2.—10. verðlaun eru bækurnar tvær, GULL- HELLIRINN og DRENGURINN OG HAFMÆRIN, en 11.-100. verðlaun er bókin TÓMSTUNDIR. Þrautin, sem þú átt að reyna að leysa í þessu blaði, er alveg á sama hátt og í hinum tveimur blöðunum, að þú átt að reyna að finna litlu myndina af RAFHA-ísskápn- um og skrifa svo á svarseðilinn neðst á þessari blaðsíðu á hvaða blaðsíðu þú hefur fundið ísskápinn. Að því búnu sendir þú svarseðilinn í umslagi, sem þú auðkennir með orðinu „Barnagetraun", til „Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri. Lausnir verða að hafa borizt til blaðsins fyrir 1. maí 1958. Þátttakendur mega ekki vera eldri en 16 ára. Um leið og þið sendið okkur getraunaseðilinn hér að neðan, þætti okkur vænt um, ef þið vilduð svara spurn- ingunum tveimur með því að merkja með krossi annað hvert við já eða nei, eftir því sem við á. Ármann Kr. Einarsson er vinsælasti unglingabókahöf- undur á íslandi, og margir krakkar eiga Árna-bækurnar hans. En fyrsta Árnabókin, „Falinn fjársjóður", er nú algjörlega ófáanleg. Ef það kemur í ljós, að mörg ykkar vilja eignast þessa bók, þá munum við gera ráðstafanir til þess, að þið getið eignazt hana ókeypis. Svona er myndin af RAFHA-ísskápnum, sem þú átt að reyna að finna. Klippið hér! Svarseðilinn í bama- getrauninni á að senda til blaðsins fyrir 1. maí 1958. JO ’o, 2* BARNAGETRAUN RAFHA-ÍSSKÁPURINN er falinn á bls.. Nafn Aldur (skrifið greinilega) Heimili Hefur þú lesið bókina „Falinn fjársjóður" eftir Ármann Kr. Einarsson? □ Já. Myndir þú kæra þig um að eignast þá bók? □ Já. HEIMA ER BEZT, Pósthólf 45, Akureyri □ Nei. □ Nei.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.