Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 34

Heima er bezt - 01.03.1958, Síða 34
ís þykir einhver bezti og hátíðlegasti ábætir. Áður fyrr var hann ekki um hönd hafður nema við hátíðlegustu tækifæri, en nú er hann orðinn miklu algengari, ekki sízt vegna þess, hve RAFHA-ísskáparnir hafa náð mik- illi útbreiðslu. RJÓMAÍS (Handa 6—8 manns) 4 egg eða 6 eggjarauður. — 1 dl strausykur (1 dl [deci- lítrar] = 1/10 úr lítra). — 1 lítri rjómi. Egg og sykur þeytist, þar til það er hvítt og freyðandi. Þá er rjóminn þeyttur, öllu blandað saman, sett í mót, skálar eða kæliskápsskúffuna. Fryst á hæsta straum í 2—3 klst. Þennan ís má skreyta með berjum, ávöxtum, ristuðum möndlum eða rifnu súkkulaði. VANILLEÍS Sama uppskrift og á rjómaís, aðeins bætt út í IV2—3 matskeiðum af vanillesykri eða vanilledropum eftir smekk. NOUGATÍS Sama uppskrift og rjómaís, aðeins bætt út í eftirfarandi: 2 dl sykur. — y2—l dl hnetukjarnar eða 30—50 grömm sætar möndlur. Sykurinn er bræddur á pönnu, og þegar hann sýður og er orðinn gulbrúnn á litinn, er hökkuðum hnetukjörn- um eða möndlum hrært út í. Þessu öllu er hellt á Svarseðilinn til hægri á að geyma þangað til í júní. smurða plötu, látið kólna og stífna, síðan steytt smátt og hrært saman við eggin og rjómann. Til tilbreytingar má setja ýmsa ávexti, kakó, brætt mkkulaði eða ávaxtamauk, eftir smekk hvers og eins, í rjómaísinn. Séu notaðir niðursoðnir ávextir, er ekki gott að hafa safann með, hann vill setjast á botninn og verða sem ldaki. FROSINN APPELSÍNUBÚÐINGUR (Handa 12 manns) Rifinn börkur af 1—1 i/2 appelsínu. — Safi úr 3—4 app- elsínum. — 6 eggjarauður. — li/2 dl strausykur. — I14 2 dl vatn (1 dl [decilítrar] = 100 grömm). 8 dl rjómi. Eggjarauður, sykur og vatn er hrært saman í potti, sem svo er settur yfir eld og hrært vel í, þangað til kremið er orðið þykkt og gljáandi. Potturinn þá tekinn af eld- inum og hrært vel í, þangað til kremið er orðið kalt. Appelsínusafi og börkur þá hrært út í, og síðast er þeyttum rjómanum hrært varlega saman við. Þessu helt í mótið og fryst í kæliskápnum. Skreytt með appelsín- um og þeyttum rjóma. Myndirnar tvær hér á siðunni sýna, hvernig hægt er að skreyta og fram- reiða ísinn smekklega, ef þið gefið hugmynda- fluginu lausan tauminn. Klippið hér! V3 V : 3s Er ir. MYNDAGETRAUN VILLI ER MYNDAÐUR í: HEIMA ER BEZT, Pósthóli 45, Akureyri

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.