Heima er bezt - 01.03.1958, Page 35

Heima er bezt - 01.03.1958, Page 35
 WBSk * V v , ,.• / •: ■ áÆ»M P fi j j't 40 - ** 190. Ég sný mér við, og í húminu sé ég kvalara minn, Perlberg. — „Reyndu ekki að laumast burt, karl minn!“ segir hann. „Þú gerir svo vel að koma með mér. Reyndu að flýta þér!“ 191. Perlberg gefur mér ekki einu sinni tíma til að koma hjólinu fyrir. Þegar ég reyni að slíta mig lausan, tekur hann um mitti mér, og ber mig að bil, sem bíður þarna í grenndinni og er í gangi. 192. Meðan þessu fer fram, heldur bílstjóri Perlbergs Mikka í skefjum með lurk á lofti. Eftir skipun Perlbergs lætur bílstjórinn hjólið mitt inn í farangurs- geymsluna og snýr aftur að bílnum. 193. Perlberg treður mér síðan inn í bílinn. Og mér til mikillar furðu sé ég frú Myring þar í baksætinu. Ég á þá að hafa hana og Perlberg að sessunaut- um á þessu ferðalagi. 194. Perlberg gefur bílstjóranum fyrir- skipanir um það, hvert aka beri, en ég fæ aðeins þær skýringar hjá honum, að móðir mín — frú Myring — hafi ein rétt til þess að ákveða, hvað við mig skyldi gera. 195. Hvert er svo ferðinni heitið? Ja, hver vissi það? Ekið er klukkustundum saman um nóttina. Og í aftureldingu er numið staðar við stórt vatn. Ég sé, að við erum við sjávarmál. Við Perl- berg förum út úr bílnum. 196. Niðri við ströndina stendur mað- ur nokkur. Perlberg hrópar á hann, og hann sisast í áttina til okkar. Fanga- vörður minn kastar á hann kveðju og spyr, hvort hann geti flutt okkur yfir til Nikulásar á Svörtueyju. 197. Sjómaðurinn verður bæði hissa og hugsi, þegar hann heyrir j>að, að ég eigi að setjast að þar á eynni. — „Er nokkurt vit í því, að láta drenginn í hendurnar á öðrum eins vitfirringi og Nikulási?“ 198. Þessi athugasemd var reyndar ekki beinlínis vel fallin til þess að gera mér fyrirheit -um bjarta framtíð, en ég átti þó einskis annars úrkostar en að hlýða, jaegar ferðinni var haldið áfram í fiski- bátnum.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.