Heima er bezt - 01.10.1958, Side 5
Guðmundur á Fossum i göngum.
er víst að fáir eiga því láni að fagna að hljóta svo sam-
stæð rök að því, sem þar hefur orðið. Hann er alinn upp
svo nærri öræfunum, að nær verður ekki gengið nú. Að
vísu var eitt býli innar um alllangt skeið, en það hefur
legið í eyði nú um átta tugi vetra. Næsta býli í byggð
er í hartnær fjögurra km fjarlægð, En svo skilin eru þau,
að þau eiga mjög lítil samskipti um fénaðarferðir, sem
þó mjög oft tengja innstu bæi. Hann teygar með móð-
urmjólkinni ósérplægni, sem frábær var, samfara virð-
ingu fyrir greiðvikni og glöggskyggni. Hann er fæddur
þar, sem hann dvelst enn, og sleit því barnsskónum í
snertingu við öræfin, við handleiðslu föður, sem þar
átti drýgri þátt af önn sinni en flestir samtíðarmenn
hans. Hann dvelst því alla ævi á sama stað, ætíð mjög
heimakær, nema þegar öræfin hafa kallað. Og enn kem-
ur svo hans eigið eðli og eigið mat á sjálfum sér og kröf-
ur hans á eigin hendur. Og að lokum hugrekki og róleg
íhygli, sem aldrei hefur brugðizt honum, en skapað
honum ratvísi, sem telja má einstaka.
Þegar svo margir gildir þættir falla saman í eitt, fer
ekki hjá því, að úr því spinnist traustur þráður, enda
hefur svo að unnizt, að á öllum ferðum Guðmundar á
Fossum inn á Eyvindarstaðaheiði hefur aldrei hlekkzt
á fyrir manni og áreiðanlega ótrúlega fá slys á fénaði.
Liggur þó í augum uppi að ferðir, sem hann hefur farið
þangað meira en um 50 ár, hafa ekki allar verið vafðar
sól og sumri. Þær munu og ótaldar ferðirnar, sem hann
hefur farið með smalahundinn einan að félaga og þó
dvalizt þar dægrum saman. Liggur í augum uppi, að
þegar svo er að heiman lagt, er ekki unnt að flytja með
sér margt, er til lífsnautna verður talið, nema nestisbit-
ann. Og sá húsakostur, sem tiltækur var, þegar náttbóls
var leitað, mun oft ekki hafa haft annað að bjóða en
freðið gólfið og það þó því aðeins, að bezt léti. Hitt
mun þó oftar hafa horft við honum, að einhvers staðar
hefði hjúfrað inn, ef ekki var ástæða til að kveða fastar
að orði.
Þegar þessi mynd er. athuguð er auðsætt, að af slíkum
ferðum fer ævintýraljóminn, enda mun það svo, að
þrátt fyrir öræfaferðir okkar daga myndu margir, sem
þær iðka, lítt ginnkeyptir til slíkra ferða með það að
erindi, sem sú von ein gefur að bjarga, þó ekki væri
nema einu lambi úr helgreipum öræfaveðra. Og sé málið
skoðað frá sjónarhóli þess þrotlausa kapphlaups um fjár-
muni, sem einkennir samtíð okkar, verður slíkt ferðalag
enn fáránlegra. Hitt er annað mál, að frá sjónarmiði
manns með uppeldi og skapgerð Guðmundar á Fossum,
er þar um meira að ræða en það verðgildi, sem á bak við
iiggur að verðauramati. Þar er lífið, sem verið er að
bjarga, aflvakinn. Þótt aðeins sé lítið lamb, ber það enda
til, að björgunin sé því meiri gleðigjafi, sem það líf er
bjargað er, er varbúnara gegn hlífðarleysi umhverfis —
ein sönnun þess, að þegar um það er að tefla, sem við
felum í hugtakinu líf, kemur fleira til greina en þeir
þættir, sem mældir verða máli eða vegnir á vog.
Guðmundur er fæddur á Fossum 10. ág. 1893. Faðir
hans var Guðmundur, bóndi á Fossum, Sigurðsson,
bónda á Kárastöðum í Ásum, Guðmundssonar, bónda
á Grund í Svínadal, Helgasonar. Móðir Guðmundar
Sigurðssonar var Ingibjörg Pálmadóttir, bónda í Sól-
heimum, Jónssonar. Móðir Tngibjargar var Osk Er-
lendsdóttir, bónda á Holtastöðum.
Móðir Guðmundar yngra á Fossum var Engilráð
Guðmundsdóttir, bónda í Hvammi í Svartárdal, Jóns-
sonar, bónda á Eldjárnsstöðum í Blöndudai, Jónssonar,
bónda á Steiná. Kona Guðmundar í Hvammi var Guð-
rún Árnadóttir, bónda á Kúfustöðum, Jónssonar á
Steiná. Þau hjón voru því bræðrabörn að frændsemi.
Ættir þessar skulu ekki raktar hér lengra. Þær munu
um allmarga liði vera með líkum blæ og það, sem þegar
er rakið; margt í gildra bænda röð, hugrakkir dreng-
skaparmenn. Guðmundur í Hvamfni var fluggáfaður
og stærðfræðingur með ágætum, enda að nokkru læri-
sveinn hins kunna stærðfræðings Jóns Bjarnasonar í Þór-
ormstungu.
Guðmundur Guðmundsson ólst upp á Fossum og
hefur dvalizt þar alla ævi, svo sem áður er bent til.
Móður sína missti hann á unga aldri, og varð það mjög
mikið áfall fyrir þá feðga, því að þeir unnu henni mjög.
Hélt Guðmundur Sigurðsson áfram búskap eftir lát
konu sinnar, unz sonur hans hafði aldur til að taka við
fullri forustu heimilisins. Var ástríki og samúð þeirra
feðga með slíkum ágætum, að frábært var.
Fossar eru, sem kunnugt er, afdalabýli, fjarst sjó allra
Guðmundur á Fossum. Skriðulœkjarfoss i baksýn.
Heima er bezt 331