Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 12
Erlingur Sveinsson:
ÞREKRAUN BENSA
að var vorið 1933. — Hann var þá fyrir nokkr-
um árum fluttur hingað í dalinn, í nágrenni við
mig. En áður höfðum við í annarri sveit, verið
stallbræður um rúmlega fjögurra ára bil, og
farið vel á með okkur, svo að við vorum vinir æ síðan.
Nú barst mér sú fregn, að hann væri veikur, hefði
gripið hann lungnabólga, og að þegar væri búið að
sækja lækni til hans.
Mér brá dálítið við þessi tíðindi. Eg vissi að hann
hafði nokkrum sinnum áður legið í lungnabólgu, og
hún leikið hann svo, að hann hafði verið talinn hætt
staddur. Sú spurning sótti því nokkuð fast á mig, næstu
dægur, hvort að hér væri ekki að hans leiðarlokum
komið.
Svo vildi til, að á förnum vegi bar fundum okkar
læknis saman, um þetta leyti. Greip ég þá tækifærið til
þess að fá að vita, hvernig honum segði hugur um
veikindi vinar míns, og hverjar hann teldi batahorfur
vera. Það brá fyrir dálítilli glettni í svip læknisins, er
hann svaraði mér og sagði:
„Það er engin hætta með karlinn. — Yfirleitt er
hvorki fyrir Guð né menn að vinna bug á honum!“
*
— Hann hét Benedikt og var ísaksson. En fæstir
nefndu hann fullu nafni, heldur bara Bensa. Og um
þriðjung aldar var hann kenndur við Aðalból í Hrafn-
kelsdal í Norður-Múlasýslu, því að þar var hann vinnu-
maður um 25 ára skeið samfleytt.
Bensi var tæplega meðalmaður á hæð, oftast ofur-
h'tið lotinn um mjaðmir, grannvaxinn, holdskarpur og
fremur táplítill að sjá. — Göngugarpur var hann þó
hinn mesti, en annars heldur klaufafenginn við verk og
vann sér flest erfiðara en þurft hefði að vera. Trúr í
starfi, svo að þar varð ekki fram úr honum farið. —
— Heiðavíðáttan inn af Hrafnkelsdal er nefnd
Vesturöræfi. Landfræðilega séð tilheyra þau Jökuldal,
þar sem þau liggja að Jökulsá á Dal og öll vötn, er af
þeim falla, hníga til hennar. Eigi að síður eru þau eitt
af hinum víðáttumiklu afréttarlöndum Fljótsdælinga,
enda eign Vaiþjófsstaðakirkju á fyrri tíð.
Þeir sem að haustinu fara í göngur á Vesturöræfi hafa
til skamms tíma gist á Aðalbóli nóttina áður en á ör-
æfin er haldið. Og enn er komið þangað í öllum göng-
um, þegar leitinni er lokið.
Nú bar svo við haustið 1915 að þeir, sem gengu
Vesturöræfi í síðustu göngur, sögðu frá því, er þeir
komu aftur út að Aðalbóli, að kindur væru á Kring-
gilsárrana.
Þetta var á þeim árum, er Bensi var í vist á Aðalbóli.
Kringilsárrani liggur, eins og kunnugt er, inn við
Vatnajökul, vestan við Jökulsá á Dal. En að norðan og
að vestan takmarkast hann af á þeirri, er hann dregur
nafn af, Kringilsá.
Kringum 1890 hljóp Brúarjökull fram og huldi þá
meginhluta þess svæðis, er nefnt er þessu nafni. Lá
jökulröndin þá þar, sem nú eru hinir svonefndu
Töðuhraukar, innanvert við sjálfan ranasporðinn. Og
enn var svo 1915, að jökull virtist liggja út að Töðu-
hraukum, og þó að vísu allþykku aurlagi hulinn. En
hvergi var þar stingandi strá, eftir að inn fyrir Töðu-
hrauka var komið.
Kringilsá var, áður en Brúarjökull skreið fram,
mikið vatnsfall, svipað því, sem vera mun nú. En á þess-
um árum var hún ekki nema lítil kvíslarspræna, þótt
korguð væri af jökulaur. —
Nokkru vestar en Kringilsá er á Brúaröræfum er
Sauðá, ofurlítil bergvatnslæna. — Nú kom mest af
því vatni, sem áður féll til Kringilsár, undan Brúarjökli
fram í farvegi hennar, og var hún því um þetta leyti
hin versta yfirferðar a. m k. að vori og að sumri.
Sauðá kemur í Jökulsá nokkru utar en Kringilsá. Er
svæðið á milli þeirra nefnt Sauðafell, er að Jökuldaln-
um dregur, og ber nafn af þúfumynduðu felli á brún-
um dalsins, um það bil miðja vegu milli ánna.
Sauðafell og Kringilsárrani tilheyra Brúardölum og
eru smöluð að haustinu, um leið og þeir eru gengnir. En
vegna þess hve Sauðá var á þessum árum mikil torfæra,
svo að kindavon var þar sáralítil, var aldrei farið þang-
að oftar en einu sinni á ári hverju. Og nokkrum sinnum
leið svo ár og ár, að aldrei var þangað farið.
Ég var í fyrstu göngu á Brúardölum haustið 1914.
\rar ég þá sendur, ásamt Stefáni Eyjólfssyni frá Brú, er
þá var þar, um fermingu, til þess að smala Kringilsár-
ranann og Sauðafell. Kul hafði verið til fjalla undan-
farna daga, og gerði Sauðá varla að væta kvið, er við
fórum yfir hana um morguninn. Héldum við svo, sem
leið liggur inn sandana vestan við Sauðafellið, og
komum í dalverpið, að Kringilsá utanvert. Héldum
338 Heima er bezt