Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 19
ÞATTUR ÆSKUNNAR
RITSTJÓm
NAMSTJ
Pórður Jónsson frá I.álrnm:
Undir Látrabjargi
alli, Kalli! Vaknaðu, maður! Þeir eru víst
að fara undir Bjarg. Það eru allir komnir á
fætur.“
Það var Halli bróðir Kalla, sem talaði. Hann
var 11 ára, en Kalli 10 ára. „Undir Bjarg,“ sagði Kalli
og reis upp í rúminu, og þar með var hann glaðvakn-
aður. „Við skulum biðja pabba að lofa okkur með.“
„Við fáum víst ekki að fara með,“ sagði Halli. „Þú
veizt, að við höfum alltaf verið að stelast í Núpinn.“
(Bjarg, sem er norðanvert við Látra.) „Pabbi sagði
okkur síðast, þegar hann sótti okkur. að hann skyldi
berja okkur, þegar hann þyrfti næst að sækja okkur í
Núpinn.“ „Já, en við höfum ekki farið nema einu sinni
síðan, og pabbi veit ekkert um það,“ sagði Kalli.
„En ertu nú alveg viss um það? Mamma getur hafa
sagt honum það, af því að við fengum henni eggin“,
sagði Halli. „Nei — nei. Það getur ekki verið“, svaraði
Kalli. „Þú mannst að við báðum hana að láta pabba
ekkert vita um það. Nei, mamma segir ekki eftir. Og
svo lofuðum við henni því að hætta að stelast í bjargið,
og við höfum ekki svikið það“. Halli hugsaði sig um.
„Nú veit ég, hvað við gerum. Við segjum pabba, að við
séum alveg hættir að stelast í bjargið og þess vegna megi
hann til að lofa okkur með“.
„Já, já. Þá gerum við það. Við skulum flýta okkur
á fætur. Þeir fara áreiðanlega á Stórurð í dag, og afi
sagði að litlum strákum væri oft lofað þangað. Já, það
væri „agalega“ gaman að ná í egg. Það er engin hætta
á að maður hrapi. Pabbi heldur það, af því að hann
veit ekki, hvað við förum varlega“, sagði Kalli og sat
hugsi.
„Varlega,“ sagði Halli. „Þú hefðir nú hrapað í vor,
þegar við vorum að reyna að ná í múkkaeggin, ef ég
hefði ekki náð í þig. En eitt eggið brotnaði, og það
var nú verst, því að annars hefðum við fengið fjögur,“
sagði Kalli, sem nú var alklæddur, en bróðir hans var
ekki kominn nema í aðra buxnaskálmina. Hugur hans
var allur við bjargið, en nú smeygði hann sér einnig
fimlega í fötin. — Síðan hlupu drengirnir fram í eld-
hús til mömmu sinnar og sögðu henni frá áformi sínu.
Þeir máttu ekkert vera að því að borða, hvorki vott né
þurrt, en tóku á sprett til sjávar.
Þar voru Látrarmenn að búa sig út í ferð til eggja-
töku undir Látrabjargi. Mikið af kössum var borið út í
bátinn. Einnig liðlegir, léttir vaðir, en þeirra var þörf,
þegar gengið var upp í bjargið. Stálhjálmar voru einnig
teknir með, og margt fleira. Þeir voru að setja fram
skjöktbátinn, þegar drengirnir komu móðir af hlaup-
unum, eða kannske meira af áhuganum. Þeir snéru sér
beint til pabba síns og báru upp erindið, en fengu neit-
un á þeim forsendum, að þeir væru of litlir til þess enn
þá. Sorgardrættir bærðust um munn drengjanna. Þeir
litu undan, en sögðu ekki neitt, enda ekki vanir því að
mótmæla því, sem pabbi þeirra sagði, hvort sem þeim
líkaði betur eða verr.
Einn af eldri bjargmönnunum lét nú málið til sín taka,