Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 35
252. Ég klifra ofan til Nikulásar og
spyr, hvort hann hafi ekki stórslasazt.
Hann ber sig illa og segist hafa fótbrotn-
að. Biður mig blessaðan að bjarga sér og
segist ekki geta haldið sér hér lengur.
253. Nú verð ég að vera snarráður og
sprettharður. Fái Nikulás svimakast, þá
steypist hann fram af stallinum og ofan
í urðina. Hvað á til bragðs að taka. Ég
klifra upp og hleyp ofan að bátnum.
254. Ég verð að ná í taug og taugarhjól.
Ég verð hissa, þegar ég rekst á hvort-
tveggja í stafnhólfinu á bátnum. Bregð
þessu á öxl mér og flýti mér síðan af
stað aftur.
255. Ég festi taugina og hjólið um snös
beint uppi yfir, þar sem Nikulás liggur.
Síðan renni ég mér niður til hans. Þetta
er ískyggilegt ferðalag niður hengiflugið
í svimandi hæð.
258. Ég athuga fót Nikulásar. Hann
er ekki fótbrotinn, en hafði undið fótinn
illa um hné og ökkla. Ég finn hæfilega
trjágrein og bý til úr henni allra snotr-
ustu hækju handa Nikulási.
256. Þetta gengur samt allt eins og i
sögu. Ég kemst niður til Nikulásar og
bind tauginni utan um hann. Svo klifra
ég upp aftur, og þá hefst nú drátturinn,
og hann er enginn barnaleikur.
259. Nú getur Nikulás staulazt ofan að
bátnum með því að hafa hækjuna undir
annarri hendi en bregða hinni um herð-
ar mér. Stynjandi og másandi sniglumst
við áfrarn í áttina til sjávar.
257. Eftir langa mæðu tekst mér að
tosa Nikulási upp á klettabrún. Hann
verður heldur en ekki feginn að vera
hrifinn úr heljarklóm. „Kæra þökk, Óli
minn! Ég skal muna þér þetta!“
260. Loks komumst við niður að bátn-
um. Nikulás hlassar sér á þóftuna. Ég
flýti mér að draga upp segl. Og um sól-
arlagsbil stefnum við svo heimleiðis frá
hamraeynni háskalegu.