Heima er bezt - 01.10.1958, Side 6

Heima er bezt - 01.10.1958, Side 6
Guðmundur á Fossum og Sigurður sonur hans. byggðra býla í Húnavatnsþingi, og annað þeirra, er hæst ber yfir sjávarmál. Það er nytjarýrt að öðru en kosta- beit. Meðan ekki var annarra kosta völ um ræktun en mannshandarinnar, var þar mjög erfitt um túnrækt. Breytti það litlu þar um, þótt hestar kæmu þar til. Við- fangsefnin voru þeim að miklu leyti ofurefli. Það var því fyrst þegar hin stórvirku tæki komu til sögunnar, að þar, sem víðar, rættist úr um ræktunarmálin. Eru þau þó alltaf erfið þar, enda löngum svo að þeir, sem afskekktastir eru, sitja á hakanum í einu og öðru. Þeir gjalda þar sinna erfiðleika — sinnar fjarlægðar. Búskap- ur þar á Fossum verður ekki einkenndur til skamms tíma með þeirri byltingu, sem hefur verið að gerast í búnaðarháttum vorum. Hann hefur miklu fremur ein- kennzt af hægfara þróun og öryggi. En það hefur ekki verið aðstaða til mikils olnbogarúms þar á Fossum, þótt vítt sé til veggjanna um beit. Nú er þetta að breytast. Nú eru nýjungar samtíðar vorrar í jarðrækt teknar að gista að þeirra Fossafeðga, og standa vonir til, að þær eigi þangað hin merkustu erindi og hafa enda þegar lokið nokkrum þeirra. Ein af nýjungum samtíðar vorrar — rafmagnið — kom þó að Fossum áður en það gisti íslenzkar sveitir í stórum stíl. Guðmundur beizlaði bæjarlækinn 1931, og hefur hann síðan malað heimilinu ljós og yl í hljóðlátri ró. Þykir Guðmundi vænst um það af því, sem hann hefur gert býlinu til framfara, enda trúlegt að svo myndi fleirum fara. Guðmundur kvæntist árið 1925. Kona hans var Guð- rún Þorvaldsdóttir (fædd 21. júní 1901 að Hlíðarenda í Glæsibæjarhreppi). Var hún eyfirzkra ætta. Varð þeim þriggja sona auðið, sem allir eru efnismenn. Var heimili þeirra þekkt að friðsæld og hlýju og því mjög hugþekkt þeim, er þar komu, enda margreynt að rausn. Guðrún dó árið 1949. Varð hún þeim feðgum mjög harmdauði, því að þeir unnu henni hugástum. Guðmundur hefur lítt blandað sér í opinber mál, enda ekki haft sig í frammi um lausnir annarra mála en þeirra, er snerta heimili hans, þegar frá eru tekin störf hans í þágu Upprekstrarfélags Eyvindarstaða- heiðar. Þau mál — umhyggja þeirra og forsjá — hlaut hann að erfðum eftir föður sinn, sem rækti þau af stakri alúð um langt skeið. Svo er og um Guðmund Guð- mundsson. Á drengskap hans í garð þeirra mála veit ég ekki til að bornar hafi verið brigður nokkru sinni, og mun fágætt að svo sé eftir meir en aldarfjórðungs umhyggju. Þótt Guðmundi hafi ekki verið annað falið af al- menningsmálum, væri fjarri lagi að færa það til skorts á greind eða drengskap til að rækja þau störf, sem hon- um væru falin. Hvort tveggja átti hann í ríkum mæli. En hann hefur kosið sér að hlutskipti friðsæld síns af- skekkta heimilis og unað henni hið bezta, enda unnað henni heilshugar. Erfiðleika umhverfisins hefur hann meir metið eftir gleðinni yfir að sigra þá en áreynslunni við að inna þrautir þess af höndum. Og þeirrar gleðl hefur hann notið flestum betur. Þau störf, er mest eru tengd nafni Guðmundar á Foss- um, eru leitarstjórn hans og Ieitir í Eyvindarstaðaheiði. Hefur áður verið drepið á þær niðurstöður, sem reynsla hálfrar aldar hefur undirstrikað. Hann erfði gangna- stjórnina — fjallkóngssætið — af föður sínum, og hélt því um þrjátíu ára skeið. Nú hefur sonur hans tekið við, og hefur þá þetta sæti verið skipað af þeim feðgum síðan árið 1882. Þekki ég engin dærni þess, að þar hafi borið skugga á. Vona — og bið þess rögn og regin — að svo megi enn haldast um langt skeið. Þetta er í fáum dráttum saga Guðmundar á Fossum. Það verður ekki sagt með sanni að hún sé stórbrotin. En mála sannast mun það, að sögur eru oft ekki metnar eftir gildi þeirra fyrir einstaklinginn, samtíðina eða þjóð- félagið í heild. Þær eru oft metnar eftir árekstrunum. Eitt bezta dæmi um þetta þekki ég einmitt úr sögu Guð- mundar á Fossum. Fyrir nokkrum haustum gerði aftaka óveður um Húnavatnsþing meðan göngur stóðu yfir. Þegar veðr- inu slotaði sagði útvarpið frá margs konar mannraunum, sem gangnamenn ýmissa afrétta lentu í en björguðust þó úr eftir ýmsum leiðum, margir þó á þann hátt, að þeir áfangar náðust ekki, sem ákveðnir voru. Fylkingar riðluðust á ýmsa lund, enda fjarri Iagi að innt væru af höndum hin ætluðu störf. Þegar þessar mannraunasögur höfðu verið sagðar bætti þulurinn við: „Á Eyvindar- staðaheiði gerðist ekkert markvert.“ Slíkar eru sögurnar oft. Þar sem öllum áætlunum er haldið, þar sem skyldu- störfin eru að fullu innt af höndum, jafnvel þótt við norðlenzk öræfaillviðri — og þau hatrömm — sé að etja, þar sem öllu er bjargað árekstralaust, þar gerist „ekkert markvert“ að dómi frétta- og sögu-sköpunar. En er það ekki bezta sagan? „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ er gömul staðhæfing og enn í fullu gildi. En þetta frétta- leysi eru einmitt höfuðþættirnir í leitarsögu Guðmundar á Fossum. Uni ég þeim þáttum í sögu hans hið bezta og ætla, að svo sé um flesta þeirra, er fyrr og síðar hafa gerzt félagar hans og fylgdarsveinar í Eyvindarstaða- heiði. — Þessar línur mættu því gjarnan vera alúðar- þakkir til félaga minna í þeim ferðum þangað, sem ég hef tekið þátt í, fyrst og fremst fyrir sögulevsið, og þó mestar og beztar til Guðmundar á Fossum fyrir áræði hans og úrræði. Það hefur löngum reynzt þyngst á metum um tildrögin að söguleysinu. 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.