Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 7
Kaflar ur hr éfum frá Þorsteini Erlingssyni til Ólafar á Hlöá um i n s o g sjá má af kvæðum Ólafar á Hlöðum, var j vinátta mikil með henni og Þorsteini Erlingssyni skáldi. Þau kynntust í Reykjavík skömmu eftir að Ólöf kom þangað 1881, en þá var Þorsteinn í skóla, og hélzt vinátta þeirra ætíð síðan. Framan af Hafnarárum Þorsteins, eða frá 1884 og fram undir 1890, áttu þau alltíð bréfaskipti, en eftir það hættu þau að skrifast á um langt skeið, en tóku upp bréfaskipti á ný nokkru eftir aldamótin, eins og síðar getur. Bréf Þorsteins til Ólafar eru í mínum vörzlum, rúmlega 20 talsins. Ber þar ýmislegt á góma, eins og vænta má. Hér fara á eftir kaflar úr þremur bréfum Þorsteins, hið síðasta er þó heilt að kalla má, aðeins sleppt örfáum setningum. Eru bréfin að vísu dálítið valin af handahófi, en gefa þó verulega hugmynd úm, hvernig bréfaskipti þeirra voru. Þorsteinn var venjulega fáorður um sína ytri hagi, og fréttir hans af Kaupmannahöfn og íslenzku ný- - lendunni þar eru ekki margar. Fyrsti bréfkaflinn er sýnis- horn þess. Annað bréfið er eins konar eftirmáli við kvæðið Trú, von og ást, en það kvæði er ort sem svar til Ólafar við öðru kvæði, er hún hafði sent Þorsteini. Það kvæði hefur aldrei verið prentað. Síðasti bréfkaflinn þarf ekki l'rekari skýringar við. Stafsetningu Þorsteins og greinar- merkjum er haldið. Úr bréfi 24. fúlt 1885. Jeg yrki ekki baun og get því ekki sent yður neitt, þettað eru eingar undanfærslur eða viðbárur, því það er svo heilagur sannleiki eins og alt annað, sem jeg segi. Mjer líður mætavel, jeg geri ekki neitt gott nje ílt, geing út þegar jeg nenni, fer í sjó og syndi á morgn- ana og læt svo vera. Hjer er mjög friðsamt á Garði. Danskurinn út á landi með húð og hári, og er að kyssa kærusturnar, svo hjer eru aðeins Islendíngar, og þá ekki allir heima altaf, þeir verða að bregða sjer út, þegar fjörið verður of mikið fyrir þreyngslin á knæp- unum hjer heima. (Við nefnum herbergi okkar knæpur.) Hvað þeir þá hafast að skal jeg ekki segja, það fær einginn að vita fyrri en á dómsdegi, nema þegar þeir segja frá því sjálfir, og það gera þeir nú reyndar oftast nær, þó það sje miður fínt, ef dömur heyrðu. Nú hafið þjer þá miklu viskunnar lúðurhljóma, sem gella við í þíngsölunum daglega. Það er ævin- lega gaman að heyra til þíngmanna einkum á íslandi, þar sem önnurhvur ræða, er einúngis axarsköft og persónulegar skammir. Jeg hlakka til að verða þíng- maður. Enn nú verð jeg að hætta þessu í þettað sinn því, bæði er efni ekki mikið og tíminn þvertekinn fyrir mjer. Yðar einlægur Þorsteinn. Garði 17. Apríl ’86. Jæja Ólöf litla, það er þó eitthvað manslegra að þakka þjer fyrir brjefið og sendínguna með Láru, enn meira en þakklætið verður það ekki, því þessi miði verður bæði blóðlaus og beinlaus, og eingin borgun fyrir brjef þitt, sem var í alla staði gott og innilegt. Nú er mjer að mestu batnað það sem að mjer gekk um daginn, svo jeg get bæði lesið og skrifað og látið öllum illum látum. Um trú, von og ást, hugsa jeg mjög lítið, þær eru ofurspakar greyin, og meiga vera hjá mjer eftir vild, koma ef þær vilja og fara ef þær vilja, jeg spyr aldrei eftir þeim, og held aldrei í þær ef þær vilja fara. Vísurnar seinast1) voru bara svar upp á kvæði þitt sem þú sendir mjer, eins og jeg veit að þú hefur sjeð, það hleypur ævinlega strákurinn í mig þegar hnýtt er í ástina, vonina eða trúna, af því jeg finn hve fjar- stæðar skrípamyndir skáldin eru búin að búa til úr þeim, og svo taka það hvur upp eftir öðrum. Astim er gerð að gyðju eða eingli, sem hvísli að sálunum als- konar yndis og ódáinstöfraþulum, laði og lokki þángað til alt annaðhvurt stendur fast, ef maðurinn veitir mótstöðu eða fer í hundana, ef hann lætur töfrast. Vonin og trúin eru gerðar að hafgýgjum, sem sitji úti í hafsauga og seyði til sín farmennina hvaðanæfa, og smali þeim svo ofan í hríngiðuna. „Ef einginn hefði ástartrú, þá yrðu fleiri sælir.“2) Enn í staðinn fyrir þettað tilberamerki, eru trúin, vonin og ástin í rauninni ekki annað, enn rjettar og sljettar bárur á hafdjúpi mannlegrar sálar, sem lyft- ast og hníga eftir því sem flöturinn bærist, og gánga eftir föstum og óbifanlegum lögum í þær áttir sem stormarnir í loftinu og straumarnir í djúpinu benda þeim, og breytast og hreifast alt eftir þeim, og eru kyrrar ljettar og ofsalausar þegar sólin skín glatt og veðrið er gott, enn byrgja sig og kúra þegar haf- ís eða lagís þekur flötinn. Auðvitað er ekki gott að vita þar um allar breytingar á vindum og viðri held- ur enn vant er í lífinu, enn það er galdurinn að láta 1) ' Það er kvæðið: Trú, von og kærleikur. 2) Niðurlagsorðin á kvæði Ólafar. Heima er bezt 333

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.