Heima er bezt - 01.10.1958, Side 9
Jeg ræð þjer því eindregið til að prenta alt nema það,
sem jeg hef bent þjer á að jeg mundi ekki prenta, og
þó er skaðlaust að prenta það flest, ef eitthvað kynnu
að vera uppáhaldsbörn, þó þau sjeu ekki jafn efnileg
eða fríð og sum hinna eru. Ástin er svo skrítin og á
rjett á dutlúngum sínum þar eins og annarsstaðar. Og
hjer er jeg kominn að því atriði, sem gerði mig sártreg-
an til að fara að velja úr hjá þjer, því við það tapa jeg
og aðrir því, að sjá, hvað þjer er hugieikið að láta koma
á gáng eða ofurlítið inn í hug þinn, sem þú ætlaðir ef
til vill ekki að láta sjá, þar má stundum ýmislegt á litlu
marka, en nú baðst þú mig svo vel, eins og saklausa
einlæga barnið gamla og tiltrúin sjálf.
Jeg hef, eins og jeg gat um á blaðinu,1) kveðið upp
yfir þeim dóminn hverju jafnóðum og jeg las þau. Jeg
hef þar aðeins tekið tillit til skáldlegs gildis þeirra og
einskis annars. Að þau hneyksli, kemur ekki til greina,
fyrir þau sker verður aldrei iglt, þá yrði að sálga öllum
lausaleiksbörnum í móðurlífi og guð hjálpi hórbörnun-
um. Það sem á erindi í heiminn og á skilið að lifa, má
ekki eiga líf sitt undir smásilum samtíðar sinnar, og þó
þú feingir hnútur fyrst í stað, hvað sakar það? Þær kon-
ur eða karlar, sem hnúturnar senda, öfunda þig ef til
vill mest af því að hafa átt dirfskuna til að láta sjá það
og kjarkinn til að standa við það og andann og snilldina
til að hugsa það, en heimskunni, sem ekkert sjer, er synd
móti heilögum anda að fórna einni línu. Það eitt, sem
hneykslar frjálslynda sme; kmenn, getur verið varhuga-
vert og við það hef ég eitr miðað bæði þín ljóð og mín
og við ekkert annað. Þú getur róleg látið prenta alt
fyrir því, að þar er vandaíaust að sitja fyrir svörum. Jeg
efast líka mjög um að nokkur maður hneykslist, mjer
sýnist alt þar svo milt, hógvært og ertnislaust.
Annað er það, hvað þu kant að vera óráðin í að láta
prenta af persónulegum ástæðum. Þar get jeg ekki lagt
dóm á, til þess þekki jeg þína menn altof lítið. En frá
almennu sjónarmiði er það siðferðilega öldúngis rjett-
mætt að unna öðrum em þeim, sem menn af tilviljun
eru efnalega bundnir víð. Þar á einginn sök á nema
bóndi þinn, allra síst kvennfólkið eins og giftíngarniður-
læging þess er nú varið. Þig ætti það síst að saka um
það, þó þú játir á þig einmitt þetta, sem bæði þær og við
verðum að heimta einum rómi sem rjettindi okkar. Jeg
sje ekki að þú gefir neinsstaðar höggstað á þjer sjálfri
nema ef vera skyldi, þar sem þú segir í þessu ljómandi
fagra kvæði, næst sei uista,2) að þú hafir ekki verið
honum ótrú. Það nægír þjer að vita ein, um það varðar
eingan annan mann og þó við spyrðum, væri rjettast að
svara okkur ekki. Jeg bendi þjer svona á skilníng eða
dóm minn á þessu atriði. Mjer þykir það setja eins og
skugga á drottníngarvfirbragðið, vera beygt sig dýpra
fvrir náúnganum en rjettmætu og frjálsframbornu mál-
efni sæmir, einkum þcgar þú hefur gert svo fallega grein
fyrir sambandi þínu við mann þinn sem vin.
1) Athugasemdir Þors teins við kvæðin fylgdu bréfinu á sérstöku
blaði.
2) Þarna er vitnað ti' kvæðis Ólafar: Til hinna ófæddu. Ritsafn
bls. 61.
Þú spyrð mig hvort menn muni ráða gátuna af kvæð-
unum, hver vinur þinn sje? Það held jeg áreiðanlega.
Af þeim þóttustum við Guðrún ráða þegar á Bíldudal
1902 hver hann væri og það af þessari einu vísu: „Alt
hans lag“. Hún á varla við nema einn mann á landinu,
svo nákvæmlega er hún hnitmiðuð á hann — þegar horft
er á hann ástaraugum... En þó menn nú geti sjer þess
til, hvað sakar það? Þvaðrið í kríngum þig? Hefurðu
það ekki hvort sem er? Jeg hef að vísu ekkert orð um
það heyrt. Dóma manna útiífrá? Þeir verða aungvu
fremur til áfellis þó menn gruni hver maðurinn er, og
alt þetta er þó aðeins stundarkorn að líða hjá. Eftir
verða ljóðin, og undir gildi þeirra finst mjer alt komið.
Auk þess er efinn altaf á næstu grösum þegar vissan er
ekki vísari en hjer, mennirnir eru svo gerðir. Og hjer
er einginn ókunnur maður svo öruggur að hann þori
að leggja hönd á helga bók — nema við Guðrún?
Því dæmist rjett vera: Ekkert vit í að láta þetta.Iiggja
eftir þig dauða, betra og mannslegra að standa við það
lifandi. Prentaðu alt, sem á það skilið vegna skáldlegs
gildis, en sem fæst af hinu. Þá er það hagur, ekki ella.
Mynd eins og á Þyrnum kostar eitthvað 12 krónur og
að prenta hana ytra eitthvað 6 kr. 1500 upplag, og
pappír þá ekki talinn.
Og nú hef jeg reynt að gera bón þína eins vel og jeg
get og vona jeg að þú sjáir á athugasemdunum allan
vilja minn. Þurfir þú að spyrja fleira, og tími sje til,
þá er það velkomið. Röð kvæðanna finst mjer vera
best eftir aldri. Þá eina röð getur þú gert betur en við
hinir, allar aðrar raðir getur hver gert sjálfur, það þarf
þó ekki að vera nákvæmt. Þessi röð, sem nú er, er góð.
Jeg raðaði Þyrnum eftir aldri. Eingin röð er líka góð.
Ekki áhorfsmál að láta prenta þau, í þeim er mikið af
góðum ósviknum skáldskap eins og hjá þcim, sem
bestir eru. Þetta er áreiðanlegt. Þú færð ef til vill eitt-
hvað marklaust þvaður á bak eða brjóst rjett sem
snöggvast og þó efa jeg það. En ef nokkur fer þar fet
úr hófi opinberlega, þá verður fleirum að mæta en
þjer einni.
Svo bið jeg þig að afsaka, að jeg gat ekki sent þjer
þetta með fyrsta póstinum, jeg er nærri „tímalaus“ um
þennan hluta árs meðan skólar og kensla erja sem örast
á. Jeg hjelt heldur að þú vildir að þetta drægist til
næsta pósts, og jeg gerði það eins og jeg vildi. Borgun-
ina getur þú tekið undir sjálfri þjer, hjá gamalli vin-
semd þinni við mig, gamalíi og úngri. Svo ættirðu að
skrifa mjer dálítið rækilegan miða. Láttu prenta kvæð-
in dálítið fallega t. a. m. svipað og Þyrna. Hirtu ekki
þó bókin verði dálítið stór.
Þá er ekki annað eftir en kveðja þig. Líðan mín er
svona heldur góð þetta altaf söm og jöfn. Við erum
hjer þrír óumbreytanlegir: jeg, guð almáttugur og út-
synníngurinn.
Gángi þjer sem flest að óskum.
Þinn
Þorsteinn Erlíngsson.
Heima er bezt 335