Heima er bezt - 01.10.1958, Side 10

Heima er bezt - 01.10.1958, Side 10
JÓH. ÁSGEIRSSON: Lausavísur og Ijóð NOKKRAR TÆKIFÆRISVÍSUR eftir Halldór H. Snæhólm. Halldór H. Snæhólm er fæddur á Auðkúlu í Svína- dal í Húnavatnssýslu 23. sept. 1886. Móðurætt hans er húnvetnsk og skagfirzk en föðurætt eyfirzk. Hann stundaði nám við búnaðarskólann á Hólum veturna 1905—06 og 1906—07 og iauk prófi þaðan. Árið 1914 kvæntist hann konu sinni, Elínu Guð- mundsdóttur, og byrjuðu þau þá að búa um haustið á Sneis í Laxárdal í Húnavatnssýslu. Þar bjuggu þau í 12 ár. Fiuttust þaðan til Blönduóss og voru þar í tvö ár. Þaðan fóru þau að Melstað í Glerárþorpi við Akur- eyri og dvöldust þar í IIV2 ár. Haustið 1938 fluttust þau svo til Reykjavíkur, og eru nú til heimilis á Þing- hólsbraut 11 í Kópavogi. Það, sem einkennir vísur Halldórs H. Snæhólms fyrst og fremst er góðlátleg kímni og látlaus og lifandi létt- leiki, sem stundum minnir mann jafnvel á Pál Ólafsson. Og allt, sem er í ætt við Pál af því tagi, má ekki gleym- ast eða glatast, því það er eitt af því bezta, sem þjóðin á til. Spakur, reiðhestur Halldórs, hlaut þrisvar fyrstu verðlaun og þau síðustu á 21. aldursári. Fótum lyfti fljótt og hátt, for úr kippti spori. Geði skipti, greiddi mátt, gæddur drift og þori. Mín þá gengu mein á svig, — möl á vegum glóði — þegar Spakur þandi sig, þrútinn fjörs af móði. Þegar Spakur féll. Lífið gæddir, mætur, mitt mörgum björtum árum. Því eg get í gorið þitt grátið fögrum tárum. Á ferð. Mína fela mun nú þrá, mér að hel er snúið; ferðapelum öllum á er nú þelið búið. Á ferð á fornum stöðvum. Sé eg rjúka á sveitabæ, sálin mjúka hlýnar. Allir hnjúkar unaðsblæ anda á kjúkur mínar. Eitt sinn var það, er Halldór átti heima á Akureyri, að hann var við vinnu skammt frá verzlun eða veitinga- húsi. Var hann þá orðinn þyrstur og leit þar inn og seg- ir þá við veitingamanninn: Ols ef kollur áttu til, eg vil dollur fjórar. En mér er hollast, þér eg þyl, að þær séu skolli stórar. Söknuður. Andinn flýr um eyðisker út að hinzta grunni. Alltaf skal ég unna þér í endurminningunni. Á ferð með fleirum. Allir verða að yrkja um það, oft er lífið snúið. Mér sýnist vera að syrta að, sólskinið er búið. Geðill kaupkona. Þeytir snjó um þanka-svið þessi lóu-gerður. Auðs í móum illgresið alltaf þróast verður. I fiskbúð. Kominn er að kaupa fisk karlinn elli-móður. Láttu mig hafa á lítinn disk ljúfurinn minn góður. Við manv. Enginn þó að yrki um mig eða við mig skáli, alltaf mun ég þekkja þig, þú ert líkur Njáli. Við drykkju. Brags við heita bænaskrá böli öllu týni. Við skulum dreypa okkur á andans vítamíni. Á ferð. Yrkja vil eg enn um stund, eyðist nætursvalinn. Sumarið með sól í mund svífur yfir dalinn. (Framhald). 336 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.