Heima er bezt - 01.10.1958, Side 11

Heima er bezt - 01.10.1958, Side 11
Gisli Helgason t Skógargerði: ANDAÐUR OG UPP AFTUR RISINN Pað er ekki langt síðan, að öll aðstaða við að- drætti og ferðalög milli Fljótsdalshéraðs og Fjarða var með ólíkum hætti þeim, sem nú er og yngri kynslóðin þekkir. Þá voru það hestar og menn, sem byrðamar báru og vegina þræddu um fjöll og firnindi. Á vetmm var auðvitað ekki um vegi að ræða yfir fjöllin. Þá urðu menn og hestar að troða gaddinn í misjafnri færð, reyna að gera slóð, og þræða þar, sem skárst var. Um fram allt varð þó að gæta réttrar stefnu og gá að sér að villast ekki. Slíkt kom þó fyrir í hríð og náttmyrkri og varð örlagaríkt. Um slíka stóratburði verður ekki rætt hér. Heldur verður hér sagt frá smáævintýri, sem gerðist á Fjarðar- heiði fyrir rúmum 25 árum. Þá var sá maður vinnumaður á Hafrafelli í Fellum, sem Einar heitir, og er þar raunar vinnumaður enn þann dag í dag. Foreldrar Einars voru þá komin niður á Seyðisfjörð, þau Sigfinnur Mikaelssorf, vel kunnur hagyrðingur á Héraði, og Jónína Einarsdóttir, og margt af börnum þeirra. í kauptíð um sumarið brá Einar sér niður eftir, til að finna fólk sitt. Hann átti þá rauða hryssu, viljuga en þæga, sem hann hafði til reiðar. Hann hefur mikið yndi af hestum og á jafnan eitthvað gott til að koma á bak. Nú segir ekkert af þessari ferð Einars, fyrr en á heim- leið aftur. Hann lagði upp, eins og það var kallað, að kvöldlagi. Snjór var enn mikill á heiðinni en slóð góð, og mátti heita gott leiði eftir henni, einkum að nætur- lagi. Um þetta leyti voru enn einhverjar hömlur á sölu áfengis, en strax þegar bannið kom, reyndu menn að ná sér í spíritus í lyfjabúðinni, sem oft kom sér vel. Einar hafði nú farið þessa gömlu góðu leið, og hafði ekki annað veganesti en spírituslögg á glasi, sem hann ætlaði helzt að koma með heim, ef hann mætti þá eng- um, sem þörf væri að hressa. Nú mætir hann í brekkunum Árna bónda Árnasyni í Blöndugerði í Tungu. Ámi kveðst heppinn vera að mæta svona góðum manni. Nú fengi maður þó góða hressingu. Einar hélt það nú, og tók upp spíritusglasið. Árna þótti þetta allt of sterkt og dreypti þó í það og þeir báðir. Hann segir Einari, að hann megi ekki drekka þetta svona óblandað um nótt uppi á háheiði, þetta geti drepið hann. Nú var Einar kominn svo hátt upp í gaddinn, Stafina, að enga vatnslögg var að fá. Varð hann því að dreypa í þetta svona, eða þá að vera þurr- brjósta. Þegar upp á Efri-Stafinn kom, dreypti hann vel á þessu og taldi sig nú kominn úr mestum vanda. Nú var hallalaus heiðin fram undan, en síðan undanhaldið niður á Hérað, og veður hið bezta. Þegar kom vestur yfir Fellshalann, þar sem kölluð voru Mjósund, fór Einar af baki erinda sinna, en þegar hann ætlaði aftur á bak, þá komst hann það með engu móti. Hryssan var í mjósta lagi, nýgengin úr hárum, og gjörðin svo löng, að eigi varð gyrt svo að dygði. Hryssan var líka allhá, en Einar fremur lágvaxinn, svo að aðstaðan var öll erfið. Þegar Einar komst ekki á bak aftur og fann í hvert óefni allt var komið, tók hann það ráð, að teyma hryss- una dálítið út úr slóðinni. Þar iagðist hann svo til svefns, á meðan spíravíman væri að rjúka úr honum, en smeygði taumnum upp á handlegginn, svo að hann missti ekki hryssuna frá sér. Hann vissi vel, að hún var stillt og þæg og myndi bíða þarna róleg eftir sér, meðan hann fengi sér hæfilegan blund. En það voru fleiri á ferðinni þessa nótt yfir Fjarðar- heiði. Þegar Einar var nýbúinn að festa væran blund, komu konur tvær að neðan. Þær sjá hrossið, sem stendur þar stutt frá slóðinni, og þúst nokkra. Þær fara að athuga þetta. Þeim verður felmt í meira lagi, því að þær sjá ekki betur en að maðurinn sé dauður. Ja, hvað getur ekki komið fyrir, þegar menn eru al- einir uppi á reginfjöllum. Margur hefur nú orðið bráð- kvaddur fyrr, þetta er nú svo sem ekki í fyrsta skipti, sem slíkt kemur fyrir! Konurnar reyna nú samt að vekja manninn, en árang- urslaust. Það er ekki að orðlengja það, að þær þekkja Einar, en gefa honum dánarvottorð. Taka hryssuna og úrið hans Iíka, svo að það slagni ekki þarna í snjónum, og hraða för sinni sem þær mega til bæja og segja tíðindin. Þær komu niður að Miðhúsum. Þar hjá garði lágu allra leiðir. Þá var kominn fótaferðartími. Nú var sent á næstu bæi og sögð tíðindin. Þótti ein- sætt að fá menn til þess að sækja líkið strax, sem lægi þarna á gaddinum í steikjandi sólarhita. Urðu til þess þrír eða fjórir menn frá næstu bæjum. Auðvitað fóru þeir með hryssuna Einars fyrst og fremst. Hver skyldi svo sem betur fallinn til að bera líkið af heiðinni en hún? Líklega átti hún samt enga sök á því, hvernig komið var, en hvað um það, hún var nú einu sinni eign þess framliðna, og því vel til fallin að hjálpa til að koma honum í kristinna manna reit. Nú víkur sögunni aftur til Einars. Hann vaknar seint og um síðir. Virðist hafa sofið í lengra lagi undir þeim kringumstæðum, sem fyrir hendi voru. Má vera, að dánarvottorðið hafi þar einhverju um ráðið. Hann (Framhald d bls. 343). Heima er bezt 337

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.