Heima er bezt - 01.10.1958, Page 13
síðan inn eftir því, allt að Töðuhraukum, og austur
yfir „Ranann“ meðfram þeim, að innstu upptökum
Jökuldalsins sjálfs. Þar í brekkunum, skammt frá jökul-
rótunum, fundum við fjórar kindur, tvær ær fullorðnar
með sína veturgamla gimbrina hvor. Höfðu þær sýni-
lega gengið úti veturinn áður og farið vel að, því að
varla gat heitið að sprottin sprunga væri á gamla reifinu.
Voru þær því þungar á sér, og gott við þær að eiga
þegar gætilega var að farið.
Þessum útigengnu kindum var nú komið í rétt að
Brú, er göngunum var lokið. Reyndist Einar hreppstjóri
Eiríksson, er þá bjó að Eiríksstöðum, og mig hafði sent
í gönguna, að vera eigandi annarar ærinnar. Hin var
að mig minnir utan úr Jökulsárhlíð.-----
Haustíð eftir heimti Einar á Eiríksstöðum ekki nema
aðra þessa á af fjalli. Og er honum barst sú frétt, að
Fljótsdælingar fullyrtu að kindur væru á Kringilsár-
rana, bauð honum strax í grun, að þar væri ærin, sem
hann vantaði. Hún mundi hafa leitað aftur á þær stöðv-
ar, er hún að líkindum hafði haldið til á, veturinn, sem
hún gekk úti.
• Einar hafði aldrei komið lengra fram á Brúardalina
en að Sauðá.En nú fannst honum sem sér byðist tækifæri
til þess að litast um á Kringilsárrana, ekki sízt, þar sem
líklegt mátti telja, að honum væri jafnvel skyldara en
öðrum að leggja nokkuð á sig við að vitja kindanna,
er þar væru. Gæti verið nokkurt gaman að því ferða-
lagi, ef heppni væri með, þó að vetri til væri. Festi hann
því brátt með sér þann ásetning, að fara þessa för
sjálfur, ef hann gæti fengið með sér þann mann, er
kunnugur væri og hann treysti.
Sú var ætlun Einars frá upphafi að fara aðra leið á
Kringilsárranann en þá, sem venjuleg var, fram Brúar-
dali vestan Jökulsár. Kaus hann heldur að fara um á
Aðalbóli, því að þaðan er skemmst leið á „Ranann“
frá byggðu bóli, og mun það hafa ráðið mestu um
ákvörðun hans. Þó var honum ljóst að þessa leið verð-
ur því aðeins farið þurrum fótum, að öruggt geti tal-
izt, að ís sé kominn á „Jöklu“ undan Kringilsárrana,
og af þeirri ástæðu gæti það dregist lengur en ella að
förin yrði farin. En slíkt mundi naumast koma að sök.
Skömmu eftir að Einar frétti um kindurnar á Kring-
ilsárrana bar fundum þeirra Bensa á Aðalbóli saman.
Talaði Einar þá utan að því við hann, að koma með
sér í þetta ferðalag, er tækifæri gæfist til þess. Var
það auðsótt mál af Bensa hálfu, en til húsbænda sinna
skaut hann því þó, til fullnaðar ákvörðunar. Og þar sem
þeir reyndust að vera þess ekki á neinn hátt letjandi,
var þetta brátt afráðið. Skyldi Einar koma að Aðalbóli,
er hann teldi líklegt að takast mætti að koma þessa leið
vestur á „Ranann.“
Leið svo fram undir jólaföstu. —
Fram að þeim tíma hafði tíðarfari verið svo háttað,
að engar líkur voru til þess, að fært væri frá Aðalbóli
inn á Kringilsárrana. En nú skipti um veðurlag, gerði
hreinviðri með skörpu frosti er hélst svo að sólar-
hringum nam. Var um það rætt á Aðalbóli að seint
mundi Jökulsá leggja þar frammi á fjöllum, ef hún
fengi varist því nú, enda var nú tekið fastlega að vænta
komu Einars. Leið þó svo hver dagurinn af öðrum, að
hann kom ekki.
Bensi var þannig gerður, að fáu undi hann verr en því,
að úr hömlu drægist fyrir honum að gera það, er einu
sinni hafði verið ákveðið að hann framkvæmdi. Tók
hann því mjög að ókyrrast nú, er hver dagurinn af
öðrum leið svo, að kindanna var ekki vitjað. Því að í
engum vafa var hann um það, að þar stóð ekki á
neinu öðru en því, að Einar kæmi.
Hann var oftast nokkuð árrisull Bensi, ekki sízt er
svo stóð á sem nú, að honum væri ríkt í huga að hefja
eitthvert ákveðið verk, er hann vissi liggja fyrir að
framkvæma. Þó er hann nú, einn morgun, öllu fyr á
fótum en venjulega, og fyrstur allra í það sinn, fer
út og lítur til veðurs. Snarast að því búnu inn aftur
til húsbænda sinna, er enn höfðu ekki risið úr rekkju,
býður þeim góðan dag, og er nú auðheyrt, að honum
er mikið niðri fyrir. — „Ekkert vit í því að láta það
dragast svona von úr viti að ná í þessar kindur. — Einar
væri líklega hættur við þetta ferðalag, enda ætti það
að vera alveg óþarft að tveir væru að fara þetta, nema
þá til þess að leika sér. — Veðrið sama og áður, skaf-
heiður himinn, blæjalogn og frostið sjálfsagt ekki
minna en undanfarna daga. — Ekki til neins að vera að
bíða þetta lengur! — Hann hefði einhverntíma gert
annað eins og það, að skreppa einn eftir þéssum kinda-
skjátum, — já bara einsamall, og það ætlaði hann sér að
gera nú í dag. — „Raninn“ ekki stærri svunta en svo,
að það ætti engum einum að vera það ofvaxið að smala
hann sauðlausan á tiltölulega stuttri stundu. — Þó að
dagurinn væri stuttur, ætti hann að vera búinn að hafa
upp á kindunum áður en verulega tæki að skyggja í
kvöld, einungis að hann kæmist sem fyrst af stað. Nú
væri tunglsljós alla nóttina svo að þess mætti vænta, að
hann yrði kominn aftur ekki ekki seinna en um fóta-
ferðatíma næsta morgun. Undirbúningur ætti því ekki
að þurfa að taka langan tíma — veitti heldur ekki af að
flýta sér að komast af stað sem allra fvrst.“
Hér hafði Bensi tekið ákvörðun, er allir, sem honum
voru kunnugir vissu, að ekki yrði hnikað. Var hann
því, svo fljótt sem verða mátti, tygjaður til ferðar, enda
í raun og veru fátt eitt að vanbúnaði. Þó varð því ekki
við komið, eins og á stóð, að búa honum annað nesti
en nokkrar vænar, vel smurðar brauðsneiðar, er hann
stakk í jakkavasa sinn.
Að því búnu kvaddi hann — og hélt af stað.
Þetta var að morgni miðvikudags. — Hélst veðrið
óbreytt allan þann dag, kyrrt, svo að ekki blakti hár á
höfði, heiður himinn og allskarpt frost. Varð því ekki
annað sagt, en að sæmilega horfðist á um ferðalag Bensa
og þess vænst að honum gengi það að óskum.
Enginn gerði ráð fyrir því á Aðalbóli, að Bensa entist
dagurinn til ferðarinnar fram og til baka. Og þó að
hann væri ókominn um fótaferðatíma á fimmtudag, var
enn enginn uggur í neinum. Sennilegast var talið, að
honum hefði gengið eitthvað seinna, en hann gerði ráð
fyrir, að finna kindurnar, og hann því að líkindum
Heinia er bezt 339