Heima er bezt - 01.10.1958, Side 14
orðið dagþrota, áður en honum tækist það. En nú, er
bjartviðrið hélst, og hann hafði daginn fyrir sér, gat
það varla tekið hann mjög langan tíma. Svo að enn var
von um happasæl ferðalok. — Einhverntíma hafði Bensa
boðist annað eins og það, að liggja úti eina vetrarnótt í
kyrrlátu veðri, þó að frost væri nokkurt.
Já, á fimmtudag, rúmum sólarhring eftir að Bensi
hélt að heiman, var veðrið enn hið sama, og hélst svo
fram yfir hádegi. En þá breyttist veðurútlitið skyndi-
lega, — dróg upp koldimman hríðarbakka í norðri. Og
svo að segja í sömu andrá dembdi yfir hörkumikilli
éljaþotu, sem að vísu varaði aðeins stutta stund. En
upprofið, sem á eftir fór, lofaði þó litlu góðu, og þéttust
éljadrögin æ því meira, er lengra leið á daginn. Virtist
auðsætt að skammt mundi að bíða annars verra.
Idúsbóndi Bensa var einn karlmanna heima á Aðal-
bóli, og hafði því í mörgu að snúast. Gerðist honum
ærið órótt, er á daginn leið og tók að kvíða því, að
Bensi næði ekki til bæjar áður en illviðri það, er sýni-
lega var í uppgangi, næði að hefta för hans.
Sú varð og raunin á. Stundu fyrir dagsetur eða svo,
var Bensi enn ókominn. En þá skall á rofalaus norðan
stórhríð, með hörku frosti og fannkomu.
Fáum mun hafa orðið svefnsamt á Aðalbóli nótt þá,
er nú fór í hönd. Veðurofsinn, sem gnauðaði á baðstofu-
þekjunni, og óttinn um afdrif Bensa, sáu um það, að
fæstir festu þar blund, svo að heitið gæti.
Á föstudagsmorgun voru hamfarir veðursins enn
hinar sömu, glórulaus norðanbylur með 18 stiga frosti.
Hélst svo þann dag allan, að tæplega rofaði milli húsa
á túninu. Fékk húsbóndi Bensa við illan leik gegnt
skepnum þeim, er þar voru. En á beitarhúsin varð ekki
komist þann dag. Þar urðu allar skeppnur að standa
málþrota. — Og nú gerði enginn á Áðalbóli sér von
um það lengur að eiga það eftir, að sjá Bensa oftar í
lifanda lífi. —
Á laugardagsmorgun var veðrinu slotað svo, að vel
var fært milli bæja. Lét þá Aðalbólsbóndi það verða sitt
fyrsta verk, að brjótast til næsta bæjar. Vaðbrekku, þó
að ekki væri í annað hús að venda, rúmlega klukkutíma
gang hvora leið. — Var erindið að fá komið boðum til
Einars á Eríksstöðum, láta vita hvernig komið var um
Bensa, og ef unnt væri, að fá menn til þess að leita að
honum sem fyrst, — dauðaleit.
Vel brást Einar við þessu eins og við mátti búast.
Voru tveir röskir menn komnir fram að Brú, albúnir í
ferð á Brúardali, um hádegi næsta dags — sunnudags. —
Víkur þá sögunni að lokum til Bensa, og að ferðalagi
hans.
— Eins og fyrr er sagt kvaddi hann heimilisfólkið á
Aðalbóli að morgni miðvikudags, skömmu eftir fóta-
ferðatíma. Hélt hann fram Hrafnkelsdal, alt að Tungu-
sporði, og hraðaði för sinni sem mest hann mátti. Við
Tungusporð skiptist Hrafnkelsdalur í tvær dalskorur
og heitir Glúmsstaðadalur hin vestari. Lá leið Bensa
fram hann, að svo nefndum Dragamótum, og þaðan
inn og vestur yfir öræfin, alt að Jökulsá, um það bil
sem Kringilsá kom í hana að vestan. Hélt hann síðan
inn með henni allt að jökulrótunum, en fann hvergi á
henni færa spöng. Rennur hún þarna víðast hvar á
eyrum og var belgd mjög og ófrýnileg, enda engum
manni fær.
Nú var um tvennt að ræða fyrir Bensa, að halda heim
að Aðalbóli aftur og láta bíða enn um sinn að vitja
kindanna, eða að freista þess að fara á jökli fyrir upp-
tök árinnar og komast þann veg á „Ranann.“
Bensa var aldrei um það gefið að láta hlut sinn fyrir
neinum, ekki heldur Jökulsá á Dal. Hann kaus því
síðari kostinn. —
Ekki hélt hann þó áfram för sinni, viðstöðulaust.
Réð það nokkru um, að skammt var nú til þess, að
skyggja tæki, en óvíst hvernig för hans yfir jökulinn
kynni að greiðast, og svo er göngumannaskýli á Vestur-
öræfum ekki mjög langt þar frá, sem hann var staddur.
Gerði hann ráð fyrir, að þó að þar væri ekki að neinum
þægindum að hverfa, væri samt öllu betra en ekki að
hafa þak yfir höfði sér yfir nóttina, en vonlaust var
um það með öllu ef lengra væri haldið í bráð. Hins
vegar stóðu vonir til þess, ef allt gengi vel næsta dag,
að hann næði með kindurnar út fyrir Sauðá á Brúar-
dölum, en þar vissi hann að var annar göngumanna-
kofi. Gat því svo farið, ef allt færi að óskum eftir þetta,
að hann þyrfti ekki að gista undir berum himni þó að
sýnt væri nú, að hann yrði að vera tvær nætur úr byggð.
Hann hægði því för sína hér, snéri við og hélt til
Sauðárkofa á Vesturöræfum. —
Bensi hafði búist til fararinnar líkt og hann var vanur
að vera hversdagslega heima fyrir. Yfirhafnarlaus var
hann, en í jakkafötum úr „norsku“ vaðmáli yzt fata.
Voru þau úr íslenzkri ull, en unnin í dúk í verksmiðju
úti í Noregi, og vaðmálið við það kennt. — Næst var
hann í ullarnærfötum, þá í lérefts- eða tvistdúksmilli-
skyrtu, og milli vestis og jakka í vel hlýrri, prjónaðri
millifatapeysu. Auk þess hafði hann jafnan meðferðis
prjónaðan ullarklút, er hann vafði um háls sér, er eitt-
hvað var að veðri, en batt annars um mitti sér oftast
innan undir jakkanum.
Til fótanna var hann að vanda vel búinn, í þrennum
ullarsokkum og með heimagerða leðurskó. Þeir voru
að vísu ekki sem hentugastir í miklu frosti, en Bensi
var þeim vanur, enda var elcki annars kostur á þeim
árum.
Á höfði hafði hann „enska“ skyggnishúfu. Náði hún
illa til þess að skýla eyrunum, en úr því bætti hann með
því, að binda vasaklút í kjálkaskjól, þegar hann taldi sig
þurfa þess með, — lét hann sem oftast fylgja húfunni að
vetrinum. —
Þegar Bensi var nú setztur að í Sauðárkofa, fór hann
að aðgæta nesti sitt. „Nú, já! það var þá svona! — Það
gat hvergi verið manntyllingur á Jökulsá! þó var nú
frostið ekki minna en það, að brauðbitinn var stálfros-
inn í vasa hans! — Jæja! Enn var hann ekki svo langt
leiddur, að hann gæti ekki látið vera að leggja sér til
munns beingaddaðann mat! Það gat að minnsta kosti
beðið enn um sinn!“ — Og hann stakk brauðsneiðun-
um aftur í vasa sinn. (Framhald).
340 Heima er bezt