Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 15

Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 15
Ólafur Pálsson frá Sörlastö&um: Brot ur æskumiimingum og endurminningar frá Ólafsdal (Niðurlag) Mánudagur 12. maí. Allgott veður, þó var þungt loft og drungalegt og hálfgerð bleytuhríð á okkur um dag- inn. Við fórum frá Lækjamóti klukkan IOV2. Tryggvi gekk með okkur nokkuð þar upp fyrir, spjallaði margt við okkur og var hinn skemmtilegasti. Við gengum nú út fyrir Víðidalsfjall og austur í Vatnsdal. Við fengum, eftir alllanga bið, ferju yfir Vatnsdalsá hjá Hnausum, en ekki kostaði hún nema 25 aura fyrir manninn. Þaðan héldum við að Öxl og skiluðum þar bréfi og sendingu, er við höfðum verið beðnir fyrir þangað. Þar fengum við kaffi og aðgerð á skó. Þaðan héldum við austur að Reykjum á Reykjabraut. Þar settumst við að, þó að klukkan væri ekki orðin alveg átta, því að við vorum orðnir þreyttir og blautir, eftir að hafa vaðið þrjár ár um daginn. Þriðjudagur 13. maí. Hálf kalt veður og kafþoka niður undir láglendi og rigning stundum. Um nóttina hafði gránað lítils háttar, og norðangola var allan dag- inn. Ekki vildu þau hjónin, Kristján og kona hans, taka neina borgun fyrir næturgreiðann; hefði það þó gjarn- an mátt, því bæði fötum okkar og plöggum var skilað þurrum, og gert var talsvert við skó okkar. Þegar við kvöddum hjónin, fékk konan mér eitthvað af leðurbót- um. Komið var undir hádegi, er við fórum frá Reykj- um. — Við héldum nú niður að Laxá, óðum hana í klof og fórum svo austur að Holtastaðaferju, en af því að ferjan var vestan við Blöndu, þá urðum við að ferja okkur sjálfir. Við bundum svo ferjuna austan við ána og fórum heim í Holtastaði og friðmæltumst vegna ferjutökunnar og borguðum ferjutollinn, sem var 25 au. fyrir manninn, því að vitanlega hafa Holtastaðamenn orðið að sækja mann þann, er yfir ána hafði farið um morguninn, þegar hann hefur komið aftur. Á Holta- stöðum var okkur gefið kaffi. Þar sá ég það, sem ég hef hvergi séð annars staðar, en það var, að í stofunni þar var mikið af alls konar hlutum, og voru þeir allir mál- aðir með sama lit. Mér sýndist allt bera vott um snyrti- mennsku á Holtastöðum, hvert sem litið var. Þaðan fór- um við svo suður allan Langadal og komum hvergi fyrr en í Bólstaðarhlíð. Þar settumst við að. Vorum við þá illa til reika, blautir, forugir, og skór okkar mikið opnir. Þar við bættist, að ég var orðinn slæmur í fæti. í Ból- staðarhlíð bjó þá Guðmundur Klemenzson. Hann fór fram á það við mig um kvöldið að fara ekki lengra en setjast þar að og vera hjá sér vinnumaðurog bauð mér 200 kr. í kaup yfir árið. Ég sagði honum, að þetta gæti ég ekki, því að ég væri ráðinn austur í Fnjóskadal við jarðabótavinnu. Mig langaði heldur ekkert til þess. Miðvikudagur 14. maí. Heldur gott veður, þoka á fjöllum og ofurlítil rigning við og við fyrripartinn, en þurr og hálfköld gola seinnipartinn af norðri. Þegar við komum á fætur um morguninn, var Guðmundur bóndi kominn burtu á silungsveiðar. Við kvöddum svo í Ból- staðarhlíð og þökkuðum góðan greiða, sem kostaði 75 au. fyrir hvom okkar, en plögg okkar voru fyrir fram- an stofudyrnar, eins og þau voru kvöldið áður. Ég vil geta þess, að engin von var til, að gert væri við plögg okkar í Bólstaðarhlíð, því um morguninn fréttum við, að dóttir hjónanna lægi fyrir dauðanum, og hafði verið komið með lækni norðan af Blönduósi um nóttina og farið með hann aftur, þó að við yrðum ekki varir við það. — Við Guðjón lögðum nú upp á Vatnsskarð. Ekki vomm við langt komnir, þegar skór okkar voru orðnir alveg ómögulegir. Settumst við því niður og leystum af okkur skóna. Nú komu sér vel leðurbæturnar, sem konan á Reykjum gaf okkur morguninn áður. Ég var svo heppinn að hafa snæri í vasa mínum; röktum við það nú sundur, en mathnífar okkar reyndust ekki nógu oddmjóir til að stinga götin á bæturnar, svo að úr þessu urðu glommur, en snærisspottarnir vora heldur ekki sérlega fínir. Á meðan við vorum að þessu rétt við veg- inn, riðu fram hjá okkur tveir menn með tvo hesta til reiðar hvor. Var annar þeirra séra Björn á Miklabæ. Nú vorum við staddir vestast á Vatnsskarði og höfðum enga hugmynd um, hvað langt væri til Víðimýrar, en langt fannst okkur það. Á Víðimýri bjó þá Þorvaldur Ara- son. Þegar við komum þangað var auðséð, að þá var hjúadagurinn, því að á hlaðinu var margt af hestum með hnökkum, söðlum, reiðingum og bundnum klyfj- um og körlum og konum. Við sáum, að þetta fólk var að flytja burt þaðan. Ég vék mér þar að einni stúlku og spurði hana, hvort ekki mundi vera hægt að fá þar að- gerð á skóm okkar, sem væru orðnir hálf-ónýtir. Hún sagði, að það væri ómögulegt, því að það væri ekkert fólk eftir heima, nema húsfreyjan með unga dóttur sína og gamall maður, sem stæði yfir fé þar út og niður. Bóndinn væri að sækja tvær dætur sínar í kvennaskóla og tvær skólasystur þeirra. Hún sagði mér svo, að hún hefði reynt að gera við skó okkar, ef ekki væri búið að binda dót sitt, en þar væra skónálar sínar. — Á Víði- Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.