Heima er bezt - 01.10.1958, Page 16

Heima er bezt - 01.10.1958, Page 16
mýri skildum við Guðjón nú. Hann var ráðinn þetta sumar hjá Albert bónda á Páfastöðum, sem eru nokkr- um bæjarleiðum norðar en Víðimýri. Við héldum, að hann kæmist kannske þangað, þótt skólítill væri. Var mér nú hálfþungt í skapi, því nú var ég búinn að skilja við alla skólabræður mína, sem ég var búinn að lifa margar ánægjustundir með, og átti ekki víst að sjá nokkurn þeirra framar. Það leit heldur ekki vel út fyrir mér að komast áfram leiðar minnar. — Smátt og smátt var að fækka á hlaðinu fólki og hestum. Ég var nú sótt- ur út til að drekka kaffi hjá húsfreyjunni. Ekki vildi hún taka neina borgun fyrir það. — Þegar ég kom út á hlaðið aftur, sá ég, að ekki voru allir farnir. Vék ég mér þar að manni einum og spurði hann, hvar hann ætti heima og hvað hann héti. Hann sagðist heita Halldór og vera bóndi á Löngumýri. Það er bær neðan við Víði- mýri. Ég spurði hann, hvort hann gæti ekki fylgt mér á hestum suður á Oxnadalsheiði. Hann spurði mig, hvað ég vildi borga sér fyrir það. Ég sagðist ekki geta sagt honum það, því ég hefði aldrei farið hér um áður og vissi því ekkert um, hvað langt þetta væri, en kvaðst mundi reyna að gera hann ánægðan. Hann sagði þá: „Mér lízt þannig á þig að mér sé óhætt að treysta þér og skal gera þetta, en þú verður að vera hjá mér í nótt, og það verður að gera við skóna þína.“ — Nú kom það í ljós, að stúlkan, sem ég var búinn að tala við þarna á hlaðinu, ætlaði að vera vinnukona á Löngumýri. Það var því líklegt, að það myndi koma í hennar hlut að gera við skóna mína, þótt það yrði ekki á Víðimýri. Við fórum svo af stað frá Víðimýri. Lét Halldór mig ríða á hesti sínum en gekk sjálfur. — Adér var fljótt færður matur á diski á Löngumýri. A meðan ég var að borða, spurði fólkið mig, hvaðan ég kæmi, og sagðist ég koma vestan frá Ólafsdal. Þá var ég spurður, hvort ég hefði verið þar í skólanum. Ég svaraði því játandi. Þá var ég spurður, hvort ég væri útlærður. Þeirri spurn- ingu svaraði ég þannig, að maður myndi sjálfsagt seint verða útlærður, en burtfararpróf hefði ég tekið, áður en ég fór úr Ólafsdal. Ég fékk þarna ágætar viðtökur. Fimmtudagur 15. maí. Gott veður, en ofurlítil rign- ing um kvöldið. Við Halldór lögðum af stað frá Löngu- mýri nálægt því að klukkan var 10. Ég var á góðum hesti. Við fórum á svifferjunni yfir Héraðsvötnin og riðum svo suður Skagafjörð. Mér þótti hann alllangur og fór að fá samvizkubit af því að hafa lofað Halldóri því á hlaðinu á Víðimýri að gjöra hann ánægðan. Hall- dór var búinn að segja mér, að hann ætlaði að stanza á Silfrastöðum og fá hey handa hestunum. Þegar við kom- um þangað, var verið að borða þar miðdagsmat. Hall- dór gerði boð eftir Steingrími bónda. Hann kom fljótt út og segir, er við höfðum heilsað honum: „Þú kemur inn, Halldór, og þú líka, það er þessi andsk... erill hér alla tíð.“ Ég sór og sárt við lagði, að ég hefði þar aldrei fyrr komið, eins og satt var. Hann sagði, að ég þyrfti ekki að segja sér neitt af því, hann myndi eftir því, þeg- ar ég hefði komið þar. Halldór fékk heyið, og við fengum kaffi. Við sátum í stofu meðan hestarnir voru að éta, og spjallaði Steingrímur við okkur um eitt og annað. Við lögðum svo af stað. — Á Kotum fengum við kaffi. Svo lögðum við upp á Öxnadalsheiði. Halldór fylgdi mér nokkuð upp fyrir árnar. Áður en við skild- um tók hann upp hjá sér mat, og borðuðum við kjöt, brauð og smjör. — Nú kveið ég sárt fyrir því, að ég myndi ekki hafa nóga peninga til að borga Halldóri, því það var orðið svo mikið, sem hann var búinn að hjálpa upp á mig. Ég stundi samt upp þessari spurningu: „Hvað á ég nú að borga þér fyrir allt þetta?“ „Sjö krónur," var svarið. Nú var létt af mér þungum áhyggj- um, því að sjö krónur átti ég í buddunni. Ég held, að ég hafi aldrei verið heppnari, og aldrei hef ég keypt eins ódýra hjálp, hafi ég á annað borð þurft að borga hana. Þarna kvaddi ég nú Halldór með innilegu þakklæti fyrir hans ágætu hjálp. Var nú klukkan að ganga níu. Labb- aði ég nú austur yfir heiðina. Ég vissi, að Bakkasel var syðsti bær að vestan í Öxnadal. Þegar ég kom þar, var úrið mitt 11. Sýndist mér, að þar mundi vera háttað. Nú var ég auralaus og gat því enga fyrirgreiðslu keypt mér. Það var því ekki um annað að gera fyrir mig en að halda áfram. Ég vissi, að Öxnadalur var langur og að ég myndi þurfa að vera á ferðinni alla nóttina og ekki víst, hvað skóaðgerðin á Löngumýri dygði. Ég lagði því af stað; óð austur yfir Öxnadalsána og gekk svo norður dalinn. Á einum bæ að austanverðu sá ég rjúka. Var þá klukkan þrjú. Gott og kyrrt veður var. Ég sá kirkju á einum bæ að vestan. Vissi ég, að það var Bakki. Ég vissi líka, að kirkja var á Bægisá, og að það var að austanverðu. Var ég nú allmjög farinn að lýjast, og var það von, því að alla þá læki, sem ég gat ekki stokkið, varð ég að vaða. Loksins komst ég svo langt, að ég sá kirkjuna á Bægisá. Þar norðan við var Þelamörkin. Þar átti ég náið frændfólk á tveimur heimilum. Foreldrar mínir bjuggu á Efri-Vindheimum, en systir mín og maður hennar á Neðri-Vindheimum. Ég vissi nú ekk- ert, hvar Vindheimar voru, en ég vissi, að túnin lágu saman. — Ég hélt nú áfram norður Þelamörkina. Eftir að hafa gengið nokkurn tíma norður eftir sá ég tvo bæi, hvorn upp undan öðrum. Ég áleit, að þetta væru Vind- heimar. Ég vissi samt, að í þessari sveit voru aðrir tveir bæir, er aðgreindir voru með orðunum efri og neðri. Nú var ég mjög farinn að lýjast. Labbaði ég því upp að efri bænum og athugaði vandlega, hvort ég sæi ekkert þar úti við, sem gæti fullvissað mig um, að þetta væri bær foreldra minna. Ekki gat ég verið viss um það. Ég gekk því í fjárhús þar á túninu, því að auðvitað þekkti ég bæði fjármark og brennimark föður míns. Ég sá, að ég var kominn í Efri-Vindheima. — Þegar ég kom heim á hlaðið, þá kom faðir minn út. Var klukkan þá sjö. Varð nú fagnaðarfundur hjá okkur, foreldrum mínum og systrum. Föstudagur 16. maí. Gott veður, þurr norðangola og sólskin. Ég var í góðu yfirlæti á Vindheimum hjá fólki mínu um daginn, en lítið svaf ég. Laugardagur 17. maí. Hálfillt veður, köld norðangola og hálfgerð hríð. Þeir fóru báðir til Akureyrar, faðir minn og Friðrik mágur minn. Ég varð þeim samferða. Þá kom ég í fyrsta sinn á bak rauða folanum mínum, 842 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.