Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 18

Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 18
ÉG HLUSTA HLJÓÐUR... Ég hlnsta hljóðnr á hrynjandi himins og jarðar: Þúsundradda-kór náttúrunnar og hljómsveit himingeimsins fylla vitund mína alla og sálrými voldugu samræmi fegurðarinnar, eilífrar og órjiifandi, sem hrífur hjarta mitt og innsta eðli með aðdáun og orðvana undrun, svo að ég fell á kné — og græt af gleði! Já, hrynjandi er himingeimsins hjarta- og æða-sláttur í hverri lífsins fjölbreyttu og undurfögru mynd. Á himni’ og jörð er lífið Drottins dýri bragarháttur, — í djúpsins bylgju’ og stormsins þyt um sólgullroðinn tind. Heyr hrynjandi í hestsins spretti’ og hverju fáksins spori, er hófa-undrin syngja’ um mjúkan foldargrænan svörð! Og unaður og yndi stillir strengi’ á hverju vori og strýkur brjóstsins hörpu’ og vekur sólarljóð á jörð! Hví fyllir ekki æska vor með fögnuði’ allan heiminn í fögru ljóða-almætti, er spannar fold og ver? Ég spyr að þessu hljómstjóra himins. — Og um geiminn hlýr og ljúfur anganþeyrinn svar hans til mín ber: — Ég gaf þeim unga sál til að fyllast hljóma-hreimi með hrynjandi og bragar-auðsins gleðiþrungna mátt, Þeir sneru við mér baki! — Þeir höfnuðu’ mínum heimi, en híma, sálarsnauðir, yzt við tómsins dimmu gátt! Þar ganga þeir sem álfasveit í grímudansi sínum og gaufast, blindir daufdumbar, um mína fögru jörð! — Hví leggja þeir ei eyru við ljóðatöfrum mínum og lyfta sínum unga hug í glaðri þakkargjörð! Ég beygi höfuð hljóður. — Og hjartað fyllist ótta. — Svo heyri’ ég eins og bergmál óma Iangt utan úr geim: — Það hefnir sín að reka landsins Ljóðadís á flótta! — Ó, leyf mér, Herra, að spyrja þig, — hvor ég sé einn af þeim. („Tekið upp“ á ritvél á miðnætti 20. febr. 1958) Helgi Valtýsson. / ö r á g r œ r (Sbr. Egils sögu 55. kapitula: Egill jarðaði Þórólf) Hann, sem í öllu mér var stórum meiri, ég moldu huldi suður á Vínuheiði. Nú sprettur grasið þar á lágu leiði, á löngum kvöldum mér er sem ég heyri þar vindinn kveða stef um landið ljósa svo langt í norðri, fyrstu bræðrasporin við Brákarsund, um bjarta nótt á vorin, er bárur háðu leik við Hvítárósa. En gróður enginn á svo sterkar rætur, að yfir mína raun hann fái gróið og hulið mína heitu, þungu sorg. Og enginn getur greitt mér fullar bætur. Þó gleymsku dröfn ég hafi siglt og róið, mér harmur fylgir heim í hlað á Borg. 16. apríl 1958. « Árni G. Eylands. Leiðrétting í síðasta hefti „Heima er bezt“ (september) hefir misritast eitt orð í kvæðinu „Augnablik“ eftir Hallgrím frá Ljárskógum. Síðasta orð í fyrstu vísu er viðjar, eii á að vera vinjar. Þótt ekki muni nema einum samhljóða verður efnisbreytingin hatramleg, auk þess sem rímið fer út um þúfur. Biðjum við lesendur blaðsins vinsam- legast að leiðrétta þetta, um leið og við biðjum höfund- inn afsökunnar á mistökum þessum. Útgefandi. 344 Heiina er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.