Heima er bezt - 01.10.1958, Side 20

Heima er bezt - 01.10.1958, Side 20
þegar hann sá, hvernig drengjunum leið. Taldi hann sjálfsagt að lofa drengjunum með. Seinna myndu þeir lofa okkur eldri mönnunum með, þegar við verðum orðnir gamlir og liðléttir, en þeir upp á sitt bezta. Pabbi þeirra féllst á þessi rök hins reynda bjarg- manns, sagði drengjunum að flýta sér heim til mömmu, fá nesti og búa sig vel, en þeir skvldu reyna að vera fljótir, því að það yhði ekki beðið eftir þeim. Drengirnir tóku fljótt til fótanna, og ekki létu þeir bíða eftir sér. Veðrið var gott, logn og sléttur sjór, enda verður það svo að vera, þegar farið er undir bjarg til eggjatöku. Þá þarf víða að lenda, en landtakan er ekki sem bezt. Allt var nú tilbúið. Vélin var komin í gang, skjöktbáturinn hnýttur aftan í, og svo var sett á fulla ferð. Þegar formaður bátsins, Ásgeir Erlendsson, var seztur við stýrið, tóku allir ofan höfuðföt sín og lásu sjóferðabæn. Drengirnir rifu af sér sín höfuðföt. Þeir ætluðu svo sem að láta sjá að þeir kynnu sig. En trúlega hefur þó hugurinn verið bundinn við væntanlega eggja- töku, sem kannske er von, því að slík för er mjög eftir- sótt ævintýri fyrir unga drengi. Allir voru í léttu skapi, en ánægjan ljómaði af andlit- um drengjanna. Pabbi þeirra hafði gaman af. Honum mun hafa orðið hugsað til þess, þegar hann var 10 ára, þá neitaði pabbi hans honum um far í slíka för, en 11 ára leikfélagi hans fékk að fara, og lenda í sögulegri ferð, sem við lá að endaði illa. Þegar báturinn var kominn fram á víkina, sást strax að smá öldusig var, þótt þess yrði ekki vart við landið. En menn hugguðu sig við það, að Veðurstofan spáði stilltri norðan- og austan átt um allt land, en í norðan átt er stilltast undir bjarginu. Eins og allir vita, liggur Látrabjarg fyrir opnu hafi. Stórsjóar úthafsins brotna við rætur þess, með miklum gný og feikna afli. Afli, sem ekkert fær staðist, nema klettabjörgin, sem virðast þó titra, þegar hamfarirnar eru mestar. Og þar sem bjargið er linara fyrir, sverfur brimrótið inn í það stóra skúta og skvompur, sem gefa rótum þessum óhugnanlegan svip. Stór hrun falla stundum úr bjarginu, helzt á vorin, þegar klaka leysir. Hlaðast þau upp í fjöruna og mynda Látrabjarg. Það hvítnar stundum við ströndina vestra. urðir. Smám saman sverfur svo brimið framan úr urð- unum, þar til eftir verður stórgrýtið eitt, skorðað hvað við annað. Stundum er þó svo slétt undir bjarginu, að hvergi sézt hvítna um stein. En svikult er hafið þar sem annars- staðar, og fljótt að skipta um ham. Svo skjótt brimar þar, að næsta ótrúlegt er. Hafa menn oft komizt illa við á því, þegar þeir hafa verið þar við fugla- eða eggja- tekju. Illt reynist þá að ná þeim, sem í landi eru, svo að þeir sleppa stundum nauðuglega, með því þó að yfirgefa aflafeng sinn. Komið hefur það fyrir, að taka hefur orðið fugl og menn á vaðdrætti, sem svo er kallað. Fer þá báturinn svo nærri lendingarstaðnum sem þor- andi er, en víðast er þar aðdjúpt. Taug er kastað í land, eða úr landi um borð í bátinn. Maður er bundinn í vaðinn og þeir serta í bátnum eru, draga hann til sín, en þeir sem í landi eru gefa eftir og draga svo vaðinn til sín aftur, þegar maðurinn er kominn um borð í bát- inn. Verst er fyrir þann, sem síðast fer, þvi að þa er enginn til að halda við í landi. Þó hefur það kornið fyrir, að svo skjótt hefur brimað, að þessi leið hefur lokazt, eins og nú skal sagt fra í stuttu mali, þvi að það sýnir, hve valt er að treysta ladeyðunni undir Latra- bjargi. Það var skömmu eftir að Látramenn höfðu eignast fyrsta vélbát sinn, þriggja lesta bát, mikið og frítt far að þá þótti, að þeir fóru á honum undir bjarg til fugla- tekju og höfðu skjöktbat með. Þeir voru 12 saman, að meðtöldum 11 ára dreng, Ásgeiri Erlendssyni, sem lofað var með, en pabbi hans, Erlendur Kristjánsson var formaður bátsins. Ferðinni var heitið á Stórurð, og í bjargið þar fyrir ofan og utan, en þar eru hillur þær, er Kvíarhillur heita. Bera þær nafnið af því, að á þeim höfðu verið hlaðnar kvíar, sem fuglinn verpti í. Þegar menn komu svo þar í veiðihug, ruddist fuglinn inn í kvíarnar og lét þar líf sitt fyrir hendi veiðimannsins í hundraða tali. Þetta var kallað „innidráp“. Það var sléttur sjór og lent var undir Stórurð í svo kallaðri „Mölvík“, sem er yzt við urðina. Þar voru allir fluttir í land, þeir er fugladráp áttu að annast, og byrj- uðu sumir þegar að fást við álkuna á urðinni, en aðrir gengu upp í bjargið á hillurnar. Þeir köstuðu sínum fugli niður í fjöruna, en þeir, sem niðri voru, áttu að tína hann saman og bera inn í Mölvíkina, en veiða álku Heima er bezt 346

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.