Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 21
Halli og Kalli orönir stórir strákar á leið undir bjarg. Aldurs-
forsetinn, orðinn sjötugur, fremst á myndinni.
á urðinni þess á milli. í bátnum voru eftir, auk for-
manns, Kristján sonur hans, sá er síðar fórst úr Látra-
bjargi, og Jónas Jónsson, þá aðkomumaður á Látrum.
Fuglinum fór nú að rigna niður, frá þeim sem í hill-
unum voru, og þeir sem niðri voru, tóku að tína hann
saman, og bera inn í víkina. Asgeir litli hélt sig þó á
urðinni og glímdi við álkuna. Hann átti sjálfur það, sem
hann kynni að afla.
Nú tók skyndilega að brima. Erlendur gaf bjarg-
mönnum rnerki um að koma skjótt niður, en þar sem
þeir voru langt uppi í bjarginu, þurftu þeir nokkurn
tíma, til að komast niður í fjöru. En brimið beið ekki.
Það jókst með hverri báru, og suðvestan vindur fylgdi
á eftir.
Það virtist því svo, að hér yrðu ekki grið gefin, þótt
um væri beðið. Þegar allir voru komnir inn í Mölvíkina,
kom skjöktbáturinn svo nærri, sem þorandi var. Streng
var kastað á milli og á hann settar margar fuglakippur.
Fuglinn var dýrmæt vara í þá daga. Þegar fuglakipp-
urnar voru að komast fram úr briminu, gekk stórt ólag
yfir, sleit strenginn og skolaði fuglinum aftur upp í
fjöru. Þetta virtist vonlaust. Fuglinn var tekinn úr sjón-
um og borinn upp undir bergið. Allt tok þetta sinn
tíma, og báran stækkaði. F.ina von þeirra, sem í landi
voru um að komast í bátinn, var sú, að komast í hann
á „áttlegunni“ (áttlegu köllum við þá staði, sem lent
er á undir bjarginu, svo sem Langurðar-áttlega, o. s.
frv.) við Látravöll, en þangað var nokkuð löng leið og
ekki fljót farin. En nú varð að hafa hraðan á, svo að
hver fór það sem hann komst.
Látravöllur er klettabrík, sem gengur fram úr berg-
inu utanvert við Saxagjá. Hann er um 30 m. á hæð,
grasigróinn að ofan, en hliðar hans þverhníptir klettar.
Fram úr honum ganga tvær hleinar með vog á milli.
Lent er við þessar hleinar, þótt allmikill sjór sé, því að
þar er aðdjúpt. Inn í Völlinn utanverðan gengtlr stór
skúti eða gat, sem liggur yfir voginn á milli hlein-
anna. Upp tir því er einnig hægt að fara í gegnum
annað gat upp á ytri hleinina, sem er nokkuð há.
Segir nú ekki af bjargmönnum, fyrr en þeir koma
inn að Vellinum, móðir og másandi. Sjór fjell að, og
svo var fallið í gatið, að þar var mittisvatn, en það er
aðeins þurrt um fjöru.
En ekki tjáði að hika við það. Sumir höfðu haft með
sér í land skinnbrækurnar sínar, sVo að þeir blotnuðu
347 Heima er bezt
ekki við að komast úr bátnum og í hann aftur. Þeir
brugðu sér nú í brækurnar, en hinir óðu í „sjálfunr sér“,
eins of það var kallað á Vestfjörðum, þegar menn óðu
brókarlausir.
Einn tók Asgeir á bakið, og allir busluðu þeir í gegn-
um gatið og upp á hleinina, en band höfðu þeir á milli
sín, til að standa betur strauminn og sogið í gatinu.
Þegar á hleinina kom, var brimið orðið það mikið, að
hvergi var hægt nærri að koma á báti. Bátverjar sigldu
því á braut og heim að Látrum.
Þegar heim að Látrum kom, héldu þeir Kristján og
Jónas út á bjargbrún, sem er urn eins og hálfs tíma
gangur. Þeir höfðu með sér vað og gengu niður Saxa-
gjá og niður í Saxagjárvöllu, sem er mikið og bratt gras-
lendi um mitt bergið utanvert við gjána. Þetta komst
Jónas vel, en nú tók að vandast málið, því að það, sem
þeir áttu eftir ófarið niður til félaga sinna, er torfarin
leið vönum mönnum, hvað þá óvönum. En Jónas var
alveg óvanur bjarggöngum, en óbágur var hann á að
reyna. Kristján varð að reyna að koma Jónasi sem
lengst, því að illt var að komast einn síðasta spölinn,
og svo fór, að Jónas komst svo langt, sem þurfti.
Er þeir áttu nokkurn spöl ófarinn niður á Látravöll,
en þangað var förinni heitið, varð ekki lengra farið
bandlaust. Kristján lét þá Jónas búa vel um sig í aðsetu.
(Aðsetu köllum við þann stað, sem maður býr um sig
til að halda á vað). Kristján ætlaði í lás niður á Völlinn.
Þegar farið er í lás, er öðrum enda vaðsins kastað niður
þá leið, sem fara á, en hinn endinn er festur uppi, eða
maður látinn halda í hann, ef enga örugga festu er að
fá. Síðan bregður sigmaður vaðnum milli fóta sér og
(Framhald á bls. 360).
• § VILLI • •••••<