Heima er bezt - 01.10.1958, Page 22

Heima er bezt - 01.10.1958, Page 22
Stokkhólmi í ágústlok 1958. jötta Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk hér í hinni fögru höfuðborg Svíþjóðar á , ^ sunnudaginn. Evrópumeistaramótið hefur mjög ^—' sett svip á borgarlífið hér síðustu daga. Stokk- hólmur er í örum vexti, en telst ekki enn til störborga álfunnar, íbúar ná ekki einni milljón, þó útborgir séu taldar með. Því þarf minna til að færa kyrrlátt borgar- lífið úr skorðum en „innrás“ 1700 íþróttamanna og leið- toga, 900 blaðamanna og 70 útvarpsmanna, auk almennra áhorfenda í þúsundatali. Þessir gestir voru á engan hátt óvelkomnir, þvert á móti, Svíar tóku öllum mjög vel og lögðu sig fram í hvívetna til að gestunum mætti líða sem bezt meðan þeir dvöldu í Stokkhólmi, keppendur bjuggu í 8 skólahúsum, þar mötuðust þeir einnig, og höfðu æfingavelli í næsta nágrenni. Viðurværi var mjög gott, að því er keppendurnir íslenzku telja, matur mikill og góður og aðbúnaður ágætur í gistiherbergjum. ís- lenzki flokkurinn bjó í Vástertorps folkskola, ásamt Austurríkismönnum, Belgíumönnum, Dönum og írum, og höfðu jMálarhöjdens íþróttavöllinn til æfinga. Tuttugu og níu Evrópuþjóðum, sem eru aðilar að IAAF (alþjóða frjálsíþróttasambandinu) var boðin þátt- taka, og 26 þjóðanna sendu keppendur, flestir voru keppendur frá Þýskalandi, 88 talsins, en fæstir frá Möltu, en þaðan kom aðeins einn íþróttamaður til leiks. Þess má geta, að keppendur komu nú frá Austur- og Vestur- Þýzkalandi, frá stríðslolcum hafa aðeins Vestur-þjóð- verjar haft leyfi til að keppa á Evrópumeistaramótunum, en þessu var breytt á þingi IAAF í Bern 1954 og kom Til hægri: Ólympiuleikvangurinn i Stokkhólmi. Að neðan: Þannig litu verðlaunapeningarnir ut. fulltrúi Frjálsíþróttasambands íslands mjög við sögu í því máli, og atkvæði hans réði úrslitum. Þjóðirnar þrjár, sem eklú þáðu boðið um að senda keppendur til Evrópumótsins, voru: Albanir, Lichten- steinbúar og Luxemborgarbúar. íslendingar sendu níu keppendur til mótsins, og var þetta fjórða skiftið sem íslendingar taka þátt í EM. Áður en ég vík að keppninni, sem verður að vera í mjög stórum dráttum, langar mig til að fara nokkrum orðum um fyrri Evrópumeistaramót. Fyrsta Evrópumeistaramótið var háð í Turin á Italíu árið 1934. Næst var mótið háð í París 1938. Svo kom stríðið, og mótið féil niður 1942. En árið 1946 var mótið háð í Oslo og voru Islendingar þá í fyrsta sinn meðal þátttakenda og vöktu á sér athygii í fyrsta skipti á al- þjóðamóti. Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi, varpaði kúlunni 15,56 metra. Þrír aðrir Is- lendingar stóðu sig vel, þó þeir kæmust elclö á verð- launapállinn, en það voru þeir Finríbjörn Þorvaldsson, Óskar Jónsson og Skúli Guðmundsson. Rússar sendu nú einnig keppendur til EM í fyrsta skifti, flokkur þeirra var fámennur, en góður. Næsta Evrópumót var háð í Brussel 1950. íslendingar áttu þar glæsilegan flokk, og hafa hvorki fyrr né síðar vakið aðra eins athygli á slíku móti. Tveir íslendingar urðu Evrópumeistarar, Huseby í kúluvarpi, varpaði kúlunni 16.74 metra, sem var nýtt íslandsmet, sem enn stendur, og Torfi Bryngeirsson í langstökki, stökk 7.32 metra, sem var einnig íslandsmet. Örn Clausen varð mjög vinsæll meðal áhorfenda og keppni hans við Heinrich hin franska um Evrópumeistaratitilinn í tug- þraut var einhver harðasta keppni mótsins og þúsundir áhorfenda sátu langt fram á kvöld tvo daga í röð og héldu niðri í sér andanum af spenningi. Viðureigninni lauk, sem kunnugt er, með naumum sigri Heinrichs, en Örn hlaut silfurverðlaunin. Þá verður sjálfsagt öllum, sem viðstaddir voru, ógleymanleg viðureign Elendinga og Rússa í 4 x 100 metra boðhlaupi, og einkum enda- sprettur Hauks Clausens, en Haukur og Rússinn voru hníf-jafnir í markinu, svo mynd varð að skera úr um röðina. Eða 400 metra hlaup Guðmundar Lárussonar, hann hljóp í úrslitum á nýju Islandsmeti, sem enn 348 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.