Heima er bezt - 01.10.1958, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.10.1958, Qupperneq 23
stendur, 48 sek., og varð fjórði. Svona mætti halda áfram, flestir íslenzku keppendanna komust í úrslit, en þeir voru tíu. íslendingum gekk ekki eins vel í Bern, en þar var Evrópumótið háð 1954. Mikið mannfall varð í hópi íslenzkra frjálsíþróttamanna árin eftir 1952 og ekki hafði tekist að fylla í skörðin á þessu stigi málsins. Eng- inn íslendinganna komst í sex manna úrslitin í Bern, en þar kepptu annars ungir og efnilegir menn. Meðal þeirra var Vilhjálmur Einarsson. Núna í ágústmánuði 1958 var röðin komin að Svíum að halda Evrópumeistaramótið. Það er skammt stórra högga í milli hjá Svíum. Fyrr í sumar var þeim falin framkvæmd úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem tókst mjög vel og sænskir áhorfendur voru varla komnir til jarðarinnar aftur vegna spenn- andi átaka, þar sem sænska landsliðið átti hlut að. En Evrópumeistaramótinu var ekki í kot vísað, Svíar eru þekktir fyrir það að standa fremstir í flokki þeirra sem kunna tökin á því að halda skemmtileg og vel skipulögð frjálsíþróttamót. Mesta verkefni sem Svíar hafa til þessa fengið til úrlausnar á þessu sviði er framkvæmd Olym- píuleikanna 1912, sem tókst með slíkum ágætum, að í áratugi voru leikarnir 1912, hvað framkvæmd snerti, fyrirmynd, sem aðrir reyndu að stæla og var árangur misjafn. Það var ekki fyrr en 1936, er Olympíuleikarn- ir voru haldnir í Berlín, að farið var framúr Svíum hvað þetta snertir, og enn telja kunnugir, að Stokk- hólmsleikarnir komi næst Berlínarleikunum hvað glæsi- legar framkvæmdir snertir — og þó, ef miðað er við all- ar aðstæður og óhjákvæmilegar framfarir á öllum svið- um, vilja sumir telja Stokkhólmsleikana framar öllum öðrum. Og Evrópumeistaramótið var háð í hinum víðfræga og fagra, 46 ára gamla Olympíuleikvangi, Stockholms Stadion við Valhallavágen. Leikvangurinn er hreint meistaraverk, gerður af hinum fræga sænska bygginga- meistara, Torben Grut, sem var listamaður á sínu sviði. Leikvangurinn er talinn sígilt listaverk og hefur verið talinn fegursti leikvangur í heimi. Sérfræðingar víða um lönd hafa talað um leikvanginn sem „Mekka frjáls- íþróttanna“. Brautir leikvangsins voru lengi taldar þær beztu. fþróttamenn hvaðanæva að hafa gert sínar píla- grímsferðir til Svíþjóðar til að fá tækifæri til að keppa á leikvanginum, þar hafa heimsmetin fokið um marga áratugi, og ný met litið dagsins ljós, og þar hefur urm- ull af íþróttamönnum náð sínum beztu afrekum. Nú þurfti að breyta hinum fagra leikvangi og stækka hann, hvað útlit snertir hefur það ekki orðið til fegurðarauka, og betri brautir eru sjálfsagt til nú orðið, svo ekki sé talað um stærðina, mun stærrí leikvellir eru til víða um heim, og einnig í Svíþjóð, einkum hvað snertir áhorf- endasvæði. En eftir sem áður er leikvangurinn miðstöð íþróttaæskunnar, áhorfendur sem sækja leikvanginn eru taldir þeir sanngjörnustu og fróðustu, kunna að meta af- rekin, hver sem í hlut á, þannig hefur þetta verið, og þannig er það enn. Svíar buðu nú fram það besta sem þeir áttu, Olym- píuleikvanginn fræga, skóla og leikvelli, þeir hefðu líka viljað bjóða komumönnum gott veður, en það er eins þar og annarsstaðar, að enginn fær ráðið við náttúru- öflin. Þegar ég kom til Stokkhólms, sunnudaginn fyrir mótið, heilsaði borgin í fegursta sumarskrúða, glamp- andi sólskini og hita. Borgin var öll fánum skreytt, all- staðar, sem því var við komið, blöktu fánar hinna 26 þátttökuþjóða við hún í sólskininu. Léttklæddir íþrótta- menn spókuðu sig á götum höfuðborgarinnar, hvar sem farið var. Þannig var veðrið einnig daginn sem mótið var sett og einnig daginn eftir. En þá var nóg komið af svo góðu, veðurguðirnir sneru baki við íþróttamönnum og áhorfendum, næstu daga var sólarlaust og kalt og rigningarúði öðru hverju. Fimmta dag mótsins keyrði úr hófi. Um hádegisbil gerði slíka rigningu, að orð fá vart lýst, skýin féllu bókstaflega af himni, þeir sem þurftu að vera undir berum himni urðu á svipstundu holdvotir, það er of mikið að segja að þeir hafi verið nálægt drukknun, en óhætt er að fullyrða að margur hafi sopið hveljur. Við félagarnir þrír, sem þarna vor- um til fréttaöflunar, brugðum okkur úr sætum okkar rétt fyrir hádegið til að fá okkur matarbita í matsal blaðanna, sem var í 150 til 200 metra fjarlægð frá leik- vanginum. Dimmt var í lofti, en þurrt, og við vorum allir jafn vitibornir og fórum hlífðarfatalausir til snæð- ingsins. Þetta átti eftir að verða okkur dýrt, einkum þó útvarpsmanninum, á meðan við borðuðum byrjuðu ósköpin, og er við snerum aftur til leikvangsins voru hamfarir rigningarinnar slíkar, að ekki var á okkur þurr þráður, er við komum aftur til sæta okkar. Þannig mátt- um við sitja til kvölds. Afleiðing: Útvarpsmaðurinn svo til raddlaus tveim dögum síðar (sá mátti við því!). Þannig var veðrið allt til kvölds, síðasta daginn rigndi ekki mikið, en kuldinn hélst. Þetta voru nú hugleiðingar um veðrið. Það er víst ekki seinna vænna að fara að snúa sér að íþróttunum. Eins og ég gat um áður, voru 9 íslenzkir íþróttamenn meðal þátttakenda á Evrópumótinu: Flilmar Þorbjöms- son, spretthlaupari, Svavar Markússon, millivegalengd- ir. Heiðar Georgsson og Valbjörn Þorláksson, stangar- stökk, Björgvin Hólm og Pétur Rögnvaldsson, tugþraut, Hallgrimur Jónsson, kringlukast, Gunnar Huseby, kúluvarp og Vilhjálmur Einarsson, þrístökk. Tíundi keppandinn, sem valinn var til fararinnar, Kristleifur Guðbjörnsson, þakkaði gott boð og fór hvergi, mun hafa talið að hann ætti lítið erindi til mótsins. Ég mun nú rekja gang mótsins frá degi til dags í mjög stórum dráttum, ef nákvæmlega væri farið í hlutina, er ég hræddur um að lítið annað efni kæmist að í þessu hefti. Þriðjudagur 19. ágiíst. Setning Evrópumótsins fór fram með sama hætti og tíðkast hefur. Þátttakendur gengu inn á völlinn undir þjóðfánum, Belgíumenn fóru fyrstir, þá rak hver þjóð- in aðra og gengu þær inn í þeirri röð sem stafrófið skipaði þeim miðað við nöfn landanna á sænsku. ís- Heima er bezt 349

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.