Heima er bezt - 01.10.1958, Page 24

Heima er bezt - 01.10.1958, Page 24
Jenzki flokkurinn var áttundi flokkurinn sem inn gekk, næstur á eftir írum og á undan ítölum. Hallgrímur Jónsson var fánaberi Islendinga. Þegar þátttakendur höfðu fylkt liði andspænis kon- ungsstúkunni, gekk markgreifinn frá Exeter fram og mælti nokkur orð. Markgreifinn var áður lávarður, kenndur við Burgley, hefur nú hækkað í tign, og er formaður IAAF. Markgreifinn var mikill grindahlaupari fyrr á árum, sigraði í 400 metra grindahlaupi á Olym- píuleikunum 1928. Hann er ekki' sérlega góð auglýsing fyrir ágæti íþróttanna, þetta er vel miðaldra maður, og á mjög erfitt með að hreyfa sig, dregur á eftir sér fæturna. Hvort þetta er afleiðing grindahlaupsins veit ég ekki, en ég veit ekki til að markgreifinn hafi orðið fyrir slysi. Er markgreifinn hafði lokið máli sínu gekk fram verndari mótsins, Bertil prins, og flutti stutta setningar- ræðu. Að því búnu yfirgáfu flokkarnir völlinn og tók það nokkra stund, en þá hófust íþróttirnar. Fyrstu keppendurnir voru kallaðir til leiks, það voru göngumenn, sem ganga áttu 20 kílómetra um götur Stokkhólms. Þá hófust undanrásir í ýmsum greinum karla og kvenna, en fyrsta daginn var aðeins keppt til úrslita í tveim greinum, karlagöngunni og 10.000 metra hlaupi. Tveir íslendingar lentu í eldlínunni strax fyrsta dag- inn. Hilmar Þorbjörnsson keppti í 5. riðli undanrása 100 metra hlaupsins. Hilmari tókst ekki upp. Meiðslin, sem hann hlaut heima á ÍR-mótinu voru greinilega ekki gróin, hann varð fjórði af fimm keppendum í riðlinum á 11.3 sek., réttri sekúndu lakari tíma en hann hefur bezt gert. Bartenev frá Rússlandi sigraði í riðlinum á 11 sek. réttum, tími sem Hilmar mundi ekki vera ánægð- ur með undir venjulegum kringumstæðum. Svavar Markússon hljóp í fyrsta riðli undanrása 800 metra hlaupsins. Svavar hljóp mjög vel og skynsamlega, var aftarlega fyrst framan af, en herti mjög sprettinn síð- ari hringinn og kom þriðji að marki á nýju íslandsmeti, 1 mín. 50.5 sek., og trvggði sér þannig þátttökurétt í undanúrslitum. Ég trúði því, að Svavar hefði getað náð betri tírna, og hlaupið vegalengdina á skemri tíma en 1 mín. og 50 sek. Er hann átti um 10 metra ófarna í markið leit hann afturfyrir sig og sá að hann var ör- ugglega þriðji og hægði ferðina. Ef hann hefði haldið strikinu í markið, hefði tíminn áreiðanlega orðið betri. En hvað um það, Svavar var ekki fyrst og fremst að hugsa um met í þetta skipti. Englendingar hlutu fyrsta Evrópumeistarann á þessu Evrópumóti. Stanley F. Vickers sigraði í 20 km. göng- unni á 1 klst. 33 mín. og 9. sek. Fyrsti þjóðsöngurinn sem hljómaði á Stadion var hinn tékkneski, Zátopková, ektakvinna Zatopeks „hin ósigrandi“, sem nú hefur lagt gaddaskóna á hylluna, sigraði í spjótkasti kvenna og setti nýtt Evrópumet, 56.02 metra, og hlaut hún fyrsta gullpeninginn, sem afhentur var á þessu móti, verðlaun fyrir gönguna voru ekki afhent fyrr en daginn eftir. 10.000 metra hlaupið var mjög skemmtilegt að vanda. Lingur Pólverji sigraði í þessari grein eftir harða keppni, sem 20 keppendur luku. Sigurvegari varð Zdzislaw Krzyszkowiak, Póllandi, á 28 mín. og 56 sek. Fleira markvert gerðist ekki fyrsta daginn, áhorfend- ur voru um 18 þúsund. (Framhald). r f- — i——.,—- —m wSmahmr dægurlaga^ áttunÍHH Líklega þætti mörgum það fjarstæða, ef því væri haldið fram, að saman gæti farið dægurlagatexti og dýravernd. — Þetta getur þó vel staðizt. Ljoð geta túlkað fegurstu hugsjónir og dýpstu lífsspeki og þau geta líka verið hárbeitt vopn til áróðurs, ef þeirn er þannig beitt. — Dýraverndunarmálið á þannig öflugan stuðning hjá ljóðskáldunum. — Ég þarf ekki annað en minna á eitt erindi, sem allir kunna eftir Þorstein Erlings- son, hið ljúfa listaskáld íslands: „Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó, ef börnin mín smáu þú lætur í ró; 16.5 þú manst að þau eiga sér móður; og ef að þau lifa, þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng. — — Þú gerir það, vinur minn goður. Þetta Ijúfa ljóð snertir næman streng í brjósti hvers ungmennis. — Þetta er tárhreinn dýrðaróður lífsins. Mér er enn í minni, er ég heyrði fyrst leikið og sung- ið í útvarp ljóðið: Söngur villiandarinnar, við sænskt þjóðlag. — Þetta ljóð er eftir Jakob Hafstein, forstjóra frá Húsavík, og kveikurinn að þessu hugnæma ljóði, mun vera sænskt Ijóð um svipað efni, er höfundur heyrði sungið í útvarp. Hér birtist þá ljóðið: Söngur villiandarinnar. Höfundur er eins og fyrr segir Jakob Hafstein forstjóri, en lagið er sænskt þjóðlag. í vor kom ég sunnan með sólskin r hjarta, hún seyddi mig dýrðin í landinu bjarta. Ó, íslenzka byggð, þú átt ein mína tryggð. Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu, og bjó þar með ungunum fallegu, smáu í friði og ást sem að aldregi brást.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.