Heima er bezt - 01.10.1958, Page 25
Og bóndi minn prúður á bakkanum undi,
hann brosti við ungunum léttum á sundi.
Þeir léku sér dátt
og þeir döfnuðu brátt.
En dag nokkurn glumdi við gjallandi seyður,
það glampaði eldur, ég flúði mitt hreiður,
og bóndi minn dó,
þá var brostin mín ró.
Og annar minn vængur var brotinn, og blóðið
með brennandi sársauka litaði flóðið,
ég hrópaði hátt
út í heiðloftið blátt.
„Ó, flýið þið, börn mín, til framandi landa,
með fögnuði leitið þið öruggra stranda.“
Svo hvarf hún mér sýn,
ljúfust hamingjan mín.
Við íslenzku vötnin er fegurð og friður,
og fagnandi ríkir þar vornætur kliður,
ef gefið þið grið,
öllum fuglunum frið,
ef gefið þið grið,
öllum fuglunum frið.
Enn hafa mér borizt nokkur bréf frá lesendum þessa
þáttar, og get ég því miður ekki svarað öllum í þetta
sinn. — Laufey og Margrét biðja um dægurlagatexta,
sem þær segja að byrji þannig: „Stjörnuaugun stara
gegnum tárin“. Þetta Ijóð er eftir frú Valgerði Ólafs-
dóttur, Elafnarfirði, og iagið er úr kvikmyndinni „Van-
þakklátt hjarta“. Höfundur lagsins er Armando Fragna.
Ljóðið heitir: í kvöld. Haukur Morthens hefur sungið
lagið á hljómplötu.
Stjörnuaugun stara í gegnum tárin,
og stafa fölum geisla til mín inn;
í hjarta mínu svíða harmasárin,
við sjáumst aldrei framar, vinur minn.
Þú kvaddir mig í kvöld í hinzta sinn,
með köldum vörum snertir vanga minn;
svo hvarfstu burt, en hugur minn
og hjarta er þjáð af harmi vegna þín.
Ég hræðist örlög mín.
Þú sagðist aldrei, aldrei gleyma mér,
og allt, sem mér var helgast, gaf ég þér.
Nú berast harmatónar langt úr fjarlægð
með blænum inn til mín,
og bleikur máninn skín.
Ég horfi hljóð á mánans mildu loga.
í mánaskini hittumst ég og þú,
er mánaljósið lék um sund og voga;
á ljúfri stund þú sórst mér ást og trú.
Þú kvaddir mig í kvöld í hinzta sinn,
með köldum vörum snertir vanga minn.
Ég unni þér svo heitt
að engan annan
get ég elskað framar nú,
því allt mitt líf varst þú.
Áslaug og Gunna biðja um ljóðið Flökku-Jói. Höf-
undur ljósins er Ólafur Gaukur. Ragnar Bjarnason hef-
ur sungið ljóðið á hljómplötu.
Flakka, flakka til og frá,
Flökku-Jóa eina þrá,
eirðarleysi’ í æðum rann
og ævintýraþráin brann.
Ungur var að árum þá,
, er hans för að heiman lá,
fór af stað í framaleit
fótgangandi o’n úr sveit.
Flakka, flakka.. . o. s. frv.
Sigldi’ um höf og heiminn sá
heljarmikill garpur þá,
dansinn steig og drakk af lyst.
Daðrað gat hann líka’ og kysst.
Flakka, flakka... o. s. frv.
Flökku-Jói flakkar enn.
Flestir þekja slíka menn.
Flakk í blóð þeim borið er,
og bezt á flakki una sér.
Flakka, flakka.. . o. s. frv.
í næsta blaði mun ég birta það, sem ég get af þeim
textum, sem beðið hefur verið um. Hikið ekki við að
skrifa. — Ég mun verða við óskum ykkar, eftir því sem
rúmið leyfir.
_______________ Stefán Jónsson.
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
GARÐRÆKT OG KRABBAMEIN
Ástralskur læknir, dr. Eric Goulstar, Sidney, hefur
fengið þá hugmynd, að garðyrkjumenn séu sérstaklega
ónæmir gegn krabbameini. Honum farast orð á þessa
Ieið: Ég hef tekið eftir því um margra ára skeið, að
sjúklingar, sem unnið hafa að garðyrkju og moldarstörf-
um, virðast hafa meiri móstöðuþrótt gegn krabbameini
en hinir, sem ekki koma nálægt neinu slíku. Þetta gæti
ef til vill stafað af því, að í moldinni eða plöntunum
væru einhver efni, sem vinna gegn krabbameinsmyndun.
Við erurn nu farnir að rannsaka þetta efnafræðilega, en
höfum ekki náð verulegum árangri, svo að enn er hér
einungis um getgatu að ræða, en hún er reist á athugun
á sjúklingum.
BÝFLUGNABIT LÆKNAR LIÐAGIGT
Enn sannar býflugan ágæti sitt á fleiri en einn veg.
Þannig hefur það sýnt sig, að ef tveim býkúpum er
komið fyrir á hverri dagsláttu lands á smáraekrum, tí-
faldast fræframleiðslan. En furðulegri er þó staðhæfing
prófessors F. E. Guytar í Alabama, að 69 af 75 liðagigt-
arsjúklingum, sem stungnir voru af býflugum, hafi hlot-
ið verulegan bata.
Heima er bezt 351