Heima er bezt - 01.10.1958, Side 26

Heima er bezt - 01.10.1958, Side 26
Ingi björg SiguráarJóttir: Ásta og Valur eru komin heim að húsinu og hverfa úr augsýn hennar. Frú Hildur snýr aftur frá gluggan- um og leggst til hvíldar. En hugur hennar er ennþá órórri heldur en fyrr. Hana langar mest af öllu til að ganga á fund sonar síns stráx í kvöld og heimta skýr- ingu á framkomu hans gagnvart Ástu. En hún verður að fara gætilega að öllu, þegar hann á hlut að máli. Því enginn blettur má falla á hana sjálfa í augum einka- sonarins kæra. Og frú Hildur fer hvergi. XI. Morgunsólin roðar hnjúka og fell, og geisiar hennar blika í döggvuðum krónum blómanna, sem brosa við nýjum degi. Mildur sunnanblærinn leikur um sveitina og flytur með sér ilm og svala angan. Valur er snemma á fótum. Starfið kallar á unga krafta hans. Djarfur og þróttmikill lifir hann fyllingu hins gróandi lífs og nýtur þess, sem sveitin hans hefir að bjóða honum. Hann beitir hestum fyrir sláttuvél- ina og heldur síðan út á túnið. Heyvinnan er hafin, og maður og hestur sameinast í þjónustu sinni. Lífmögnuð stráin grænu falla á grundina, og sólbjartur, nýrisinn dagur blessar starfið. Frú Hildur sér son sinn aðeins á máltíðum, og við matarborðið eru fleiri en þau samankomnir. Hún verð- ur því að láta það bíða kvölds að ná tali af honum einum. Dagurinn líður, og starfstíminn tekur enda. Sól- brúnar vinnuhendur leggja frá sér verkfærin, og hvíld- in bíður. Heimilisfólkið á Ártúni sezt saman að kvöld- verði. Valur lýkur fyrstur við máltíðina og stendur strax upp frá borðum. Hann gengur inn í dagstofuna, opnar útvarpið og hallar sér svo upp í legubekkinn. Fréttir, söngur, hljóðfærasláttur og upplestur berst inn til hans á bylgjum ljósvakans, en hann heyrir aðeins h'tið af öllu þessu. Hugur hans leitar burt frá veruleika líðandi stundar og svífur á vængjum endurminning- anna upp í lítinn skrúðgrænan lund í bröttu árgili og dvelur þar um hríð. í gærkvöld'hafði hljómþýður söngur um Fossinn og Eikina heillað hann þangað uppeftir. Hljómur hans bergmálar enn í sál hans og vekur hjá honum harm- blíðar kenndir. Á þá hans eigið ástarkvæði að enda á sama hátt og kvæði skáldsins forðum? Ætlar unga stúlkan munaðarlausa, sem hann mætti svo óvænt á ókunnugum stað og sendi hingað heim í ríki sitt í þeim tilgangi að gefa henni hlutdeild í öllu með sér, að skapa honum sömu örlög og Eikin Fossinum? Getur lífið verið svo miskunnarlaust? Þessi tilhugsun sviptir hann allri gleði og allri ham- ingjuvon. Hann trúir því ekki. En ný spurning vaknar hjá honum. Átti hann ekki sjálfur sökina á hinum sáru endalokum í gærkvöld? Gaf hann ekki heitum tilfinn- ingum sínum of lausan tauminn? Ef til vill hefir Ásta misskilið hann. Hún er ung og ósnortin, þess er hann fullviss, og hann elskar og dáir sakleysi hennar. Og því skal hann aldrei misbjóða, né Ástu verða misboðið á nokkum hátt hér í Ártúni, þegar hann er heima. Það heit vinnur hann á þessari stundu. Valur vaknar skyndilega af hugsunum sínum, er dag- stofuhurðin opnast, og frú Hildur kemur inn. Hún litast um í stofunni sem snöggvast og segir svo: — Jæja, þú ert þá hérna einn, Valur minn. — Já, mamma, ég er hér einn. Fáðu þér sæti hjá mér. — Þakka þér fyrir, góði minn. Valur hagræðir sér á legubekknum, og frú Hildur sezt við hlið hans. Adjúk móðurhönd strýkur létt yfir karlmannlega hönd hans, og frú Hildur segir þýðlega: — Mikið ertu búinn að slá í dag, Valur minn, ertu ekki orðinn fjarska þreyttur? Valur brosir. — Nei, ég er ekki þreyttur, enda reynir nú minnst á mig við sláttinn. Það eru blessaðir hestarnir, sem bera hita og þunga dagsins. Þeir voru líka auðsjáanlega frels- inu fegnir í kvöld. 352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.