Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 27
— Já, aumingja skepnurnar. Það verður líka ærið nóg
að starfa hér á morgun, ef þurrkur verður.
— Já, við höfum nóg að gera til að byrja með.
— Þið eruð heldur ekki svo mörg við þennan hey-
skap.
— Við höfum nú sjaldan verið fleiri á sumrin, nema
þann stutta tíma, sem gestirnir frá Reykjavík hafa
dvalíð hér, enda vinna vélarnar mesta starfið, þótt
manmshöndin verði að stjórna þeim.
— Já, þið Sveinn hafið h'ka nóg að gera að stjórna
vélunum, svo að Elín verður að vinna sinn þátt hey-
skaparins ein. Ekki þýðir líklegá mikið að senda þessa
kaupstaðardrós út á túnið henni til hjálpar. Eíún kann
sjálfsagt lítið til þeirra starfa.
Kuldinn í rödd frú Hildar leynir ekki þeim tilfinn-
ingum, sem liggja að baki orða hennar. Valur snýr sér
snuggt að móður sinni og lítur fast og undrandi á hana.
Hann hefir aldrei heyrt hana tala í þessum tón um
vinnufólkið sitt fyrr en nú, og hann skiptir litum. Frú
Híidur sér litbrigði sonar síns og les undrunina úr svip
hams, og ósjálfrátt leitar roði fram í kinnar hennar, og
hun lítur undan augnaráði sonar síns. Er hún að setja
blett á sjálfa sig í þessum djörfu og drengilegu augum,
sem hvíla á henni? Það þolir hún ekki, en hún bíður
þess að Valur rjúfi þögnina, og hann segir að lokum
í breyttum róm:
— Það hefir ekki verið siður hér í Ártúni fram að
þessu, að láta eldhússtúlkuna ganga að heyvinnu. En
*tli húsmóðirin Ástu þá nýbreytni, skal ég taka að mér
að kenna henni starfið.
— Það verða sjálfsagt engin vandræði með að kenna
henni að raka, ef til kemur. Og svo hefur hún kannske
verið, í sveit áður, — ekki veit ég það.
— Nei, í sveit hefir hún aldrei verið áður, ég veit
það.
— Jæja, ertu henni svona nákunnugur?
— Já, ég er henni svo kunnugur, að ég veit að hún
hefir alltaf dvalið heima á Sæeyri, þangað til hún fór
hingað.
— Svo þið hafið þá kynnst þarna á Sæeyri?
— Já, þar fann ég Ástu.
— Fannstu hana? — Frú Hildur brosir fremur kulda-
iega. — Og á hvern hátt fannstu hana? — Þú fyrirgefur
forvitni mína.
— Það er ekkert að fyrirgefa, og ég er fús til að segja
þér, á hvem hátt fundum okkar bar saman, fyrst þú
óskar eftir að vita það.
— Já, ég hefði gaman af að heyra það.
Valur hagræðir sér enn á legubekknum, styður hönd
undir kinn og hefur síðan frásögn sína:
— Ég var á gangi eftir aðalgötunni á Sæeyri, og
aðgætti umferðina. Kom ég þar að, sem stór hópur
drengja var í knattleik, rétt utan við götuna, og virtist
ekkert athugavert við það. En í sama vetfangi kemur
vörubifreið á hraðri ferð niður götuna framhjá drengj-
unum, en er hún á örstutt eftir, hleypur einn drengj-
anna upp á götuna og hrasar og steypist flatur á göt-
una rétt framundan bifreiðinni, sem var á svo mikilli
ferð, að slys virtist alveg fyrirsjáanlegt. En í sömu svip-
an, með svo snöggum og óvæntum hætti, að ég get ekki
skýrt frá því, er ung stúlka komin fram fyrir bílinn og
þrífur drenginn upp af götunni af svo miklu og aðdáan-
legu snarræði, að ég gleymi því aldrei. Drengurinn
hentist út fyrir veginn, en stúlkan sjálf varð fyrir barð-
anum á bílnum og féll niður á götuna og lá þar. Bif-
reiðin nam staðar, og ég var þegar kominn til skjal-
anna. Mér var þegar ljóst, hvað gerzt hafði. Drengur-
inn valt út fyrir veginn og var ómeiddur, en stúlkan
var fótbrotin og ósjálfbjarga á götunni. — Og þar fann
ég Ástu.
Frú Hildur hefir hlustað með athygli á frásögn sonar
síns, og svipur hennar er orðinn mildur. Hún horfir
þögul niður fyrir sig um stund og segir síðan þýðlega:
— Það er fallega gert að bjarga drengnum.
— Fallegt, mamma! Hvað er fegurra til en að leggja
líf sitt í hættu til þess að bjarga öðrum?
— Vitanlega er það eitt hið fegursta sem til er, og
slíkt á alltaf stóra og opinbera viðurkenningu skilið.
— Já, ef rétt væri að farið. En Ásta hlaut ekki aðra
viðurkenningu fyrir afrek sitt en þakklætið og bless-
unaróskirnar frá foreldrum litla drengsins, sem hún
bjargaði á svo dásamlegan hátt. Hún var líka einstæð-
ingur, sem engan átti að, og það skiptir oft miklu máli,
þegar heimurinn dæmir um hlutinn.
— Ekki ætti það að vera. En hvað varð svo um Ástu?
Þurfti hún ekki að fara á sjúkrahús?
— Jú, hún var strax flutt þangað, og þar lá hún um
tíma, en á meðan hún dvaldi þar, missti hún atvinnu
sína og varð heimilislaus.
— Ekki var það glæsilegt. — Hildur lítur á son sinn
og brosir. — Og svo hefir þú eitthvað komið við sögu
eftir það, — er ekki svo?
— Jú, ég bauð Ástu að ráða hana í sveit.
— Jæja, þannig liggur þá í því. Það var þér líkt,
Valur minn, að hafa meðaumkun með þessari vesalings
stúlku og vilja greiða götu hennar, þegar svona stóð á.
— Já, sannarlega hafði ég samúð með Ástu og hefði
viljað greiða götu hennar á verulegan hátt, en mín hjálp
gat ekki náð nema svo skammt undir þáverandi kring-
umstæðum.
— Svo í raun og veru varst það þú, sem réðir Ástu
hingað?
— Ég átti frumkvæðið að því, að hún kom hingað að
Ártúni, það er alveg satt.
— Ekki nefndi Þórdís systir það; en þú hefir beðið
hana að ráða Ástu til mín?
— Já, ég skrifaði henni um Ástu, af því að ég vissi,
að hún var vön að ráða hingað stúlkur yfir sumarið,
°g það gekk líka fljótt og vel fyrir sig að Ásta færi
hingað. — Ég vildi að henni gæti liðið sæmilega, þessar
vikur sem hún dvelur hér.
— Hún er sjálfsagt ekki svo glæsileg ævin þessara
vesalinga, sem hvergi eiga athvarf og fáa vini. Mér hefir
yfirleitt fallið vel við Ástu þennan tíma sem hún er
búin að vera hér.
Valur lítur beint í augu móður sinnar, og festa
Heima er bezt 353