Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.10.1958, Blaðsíða 28
samfara djúpri alvöru, speglast í hlýjum og drengileg- um augum hans. Hann segir svo: — Ég réð Ástu hingað, af því að ég treysti þér til að reynast henni vel, mamma mín. — Jæja, góði minn. Ég vil líka gjarna reynast henni sæmileg húsmóðir, á meðan hún dvelur hér. — Ég veit það. Þú bregst ekki trausti mínu, marnma mín. Samtalinu er lokið, og Valur stendur upp af legu- bekknum. — Góða nótt, mamma mín, segir hann og gengur fram úr stofunni. — Góða nótt, vinur minn. — Dymar lokast að baki Vals, en frú Hildur situr kyrr, og nýafstaðið samtal þeirra mæðginanna streymir fram í huga hennar að nýju. — Ég réð Ástu hingað, af því að ég treysti þér til að reynast henni vel, mamma mín. — Þessi orð Vals bergmála í vitund hennar, og hún má heldur aldrei bregðast trausti sonar síns. Nú veit hún hvernig í öllu liggur. Það er aðeins drenglyndi og samúð Vals, sem stjórnar framkomu hans við munaðarlausu stúlkuna, sem svo óvænt varð á vegi hans, og hann langar til að hjálpa henni á einfaldan og bróðurlegan hátt. Um annað samband þeirra á milli gat heldur varla verið að ræða. Slíkt væri alger fjar- stæða, og nú getur frú Hildur brosað að því, hversu ímyndunarafl hennar hefur hlaupið með hana í gönur. Frú Hildur hefur frá fyrsta upphafi ævi Vals vakað yfir heill og hamingju sonar síns, og það vill hún ævin- lega gera. Þessvegna hefir hún alltaf haft nánar gætur á öllu, sem honum við kemur, og aldrei misst marks. Stærstu vonir hennar og annarra mikilla ættmenna eru tengdar framtíð Vals, og enginn skuggi má falla á drenginn hennar. Frú Hildur rís á fætur og gengur fram úr stofunni, létt í skapi og sátt við allt og alla. Skrifstofa Þórðar sýslumanns liggur inn að dagstof- unni, og aðeins þunnur veggur skilur þar á milli. Sýslu- maðurinn situr enn á skrifstofu sinni, þótt liðið sé á kvöldið, og vinnur að ritstörfum. Hið nýafstaðna sam- tal konu hans og sonar hefir borizt honum til eyrna, án þess að hann gerði minnstu tilraun til að hlusta eftir því, og fallega björgunarsagan og afrek ungu stúlk- unnar munaðarlausu á Sæeyri hefir snert hann djúpt. Sýslumaðurinn leggur frá sér pennann og horfir hugs- andi fram fyrir sig um hríð. Hann skilur son sinn mæta vel og skynjar að fullu þær tilfinningar, sem lágu að baki orða hans í kvöld. Drenglyndi Vals og samúð með hinni ungu stúlku á annan og meiri tilgang í hjarta hans, en það eitt að ráða hana hingað sem eldhússtúlku, það finnur sýslumaðurinn skýrt af orðum sonar síns, og ekki skal hann á neinn hátt leggja stein í götu þess- arar fórnfúsu og hugprúðu stúlku í þeim málum, þótt fátæk sé og umkomulaus. Hans vegna skal Valur vera frjáls að velja og hafna. Þórður sýslumaður minntist orða konu sinnar í kvöld, og honum er það augljóst, að hún skildi Val ekki að fullu í samtali þeirra. Hann þekkir vel viðhorf konu sinnar í þessum málum, og veit að þrátt fyrir mikla mannkosti hennar, er hún stórlynd og'metnaðargjörn. Það hefir alltaf greint á milli þeirra hjónanna, og Þórð- ur óttast að hún muni verða syni þeirra erfið í þessu máli, að minnsta kosti til að byrja naeð. En hið góða og sanna hlýtur alltaf að vinna sigur að lokum. Þá björtu trú á sýslumaðurinn í hjarta sínu. Hann festir ekki hugann við ritstörfin að nýju, og raðar skjölum sínum og skriffærum á sinn stað. Svo rís hann á fætur og gengur út úr skrifstofu sinni. Hljóm- ar dagsins eru þagnaðir, og hljóð og friðsæl sumarnóttin færist hægt yfir himinn og jörð.... XII. Prestsfrúin í sveitinni kemur að Ártúni, og frú Hildur ríður með henni á kvennfélagsfund út í sveit. Þetta er í fyrsta skipti sem sýslumannsfrúin fer að heiman, síð- an Ásta kom að Ártúni, og nú kemur það í hennar hlut að gegna húsmóðurskyldunum í fjarveru frú Hildar. Fjölþætt heimilisstörfin eru framkvæmd að föstum vana í kyrrð og tilbreytingarleysi dagsins, en Ástu finnst andrúmsloftið eitthvað óvanalega létt, og hún nýtur þess ríkulega í hlutverld sínu. Valur beitir hinum þörfu þjónum fyrir sláttuvélina og slær grænan völlinn, og Sveinn og Elín raka og þurrka angandi töðuna, og heyvinnan gengur eins og í sögu. Þórður sýslumaður situr á skrifstofu sinni og gegnir embættisskyldum sínum. Ásta framreiðir mat og kaffi handa hinu starfandi fólkið, og dagurinn líður fljótt. Lognkyrrt, sólgullið sumarkvöldið er þrungið ferskri gróðurangan og hljúpar sveitina purpurarauðri töfra- skikkju. Valur stöðvar hestana og lítur a úrið sitt, vinnu- tíminn er á enda, ungi húsbóndinn kallar til Sveins og Elínar og boðar þeim hvíld frá störfum. Þau leggja frá sér verkfæri og halda af stað heim á leið. Valur losar hestana frá sláttuvélinni og flvtur þá í haga. Á morgun eiga þeir að njota hvíldar og vera frjálsir. í kvöld þarf Valur því að sækja aðra hesta fram í Grænaengi til að beita fyrir slattuvelina næsta dag. Reiðhestur hans og fleiri gæðingar eru á beit suður á árbakkanum rétt við túnið, og Valur gengur þangað. í kvöld er hann eitthvað svo óvanalega frjáls, og nú er tækifærið komið, sem hann hefir lengi beðið eftir. Hann beizlar reiðhestinn sinn, asamt öðrum gæðingi, og teymir þá heim á hlað. Þar bindur hann þá og geng- ur síðan rakleitt inn í eldhusið. Ásta er þar ein og framleiðir kvöldkaffið. Valur nemur staðar vð hlið hennar og segir formálalaust: — Ertu upptekin í kvöld, Ásta? — Er það upp á eitthvað sérstakt, sem þú spyrð að því? — Já, ég var einu sinni búinn að bjóða þér að koma með mér á útreiðartúr, og í kvöld er tækifærið lagt upp í hendurnar á okkur. Ég þarf að sækja hesta fram í Grænaengi, — viltu koma þangað með mér? Ásta snýr sér að Val og lítur næstum tortryggilega á hann, en henni dylst það ekki, að honum er þetta heilög alvara, og að hann bíður aðeins eftir svari hennar. Framhald. 354 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.