Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 32

Heima er bezt - 01.10.1958, Síða 32
„Það geta sjálfsagt fáir sagt um það,“ sagði Kristján. „Leiguskilmálarnir á þessum hjáleigum voru svo skrýtn- ir, að enginn botnaði neitt í þeim. Mér þætti gaman að sjá, hvort þeim gengur ekki hálf-erfiðlega að borga eftirgjaldið í peningum, görmunum þeim.“ „Gott að jaað kom ekki í minn hlut,“ sagði Leifi hróðugur. „Eg er búinn að vinna hér talsvert í vor og sumar. Líklega hefði gengið erfiðlega að fá það greitt í peningum, ef kotið hefði komið í hlut Sigrúnar.“ Kristján lét sem hann heyrði ekki skvaldrið í Leifa. Hann var þungur á brún og snerti ekki við kaffiboll- anum. „Bali er nú bara eins og hvert annað húsmennskubýli. Karlinn hefur sjaldan fengið nóg handa kúnni af tún- kraganum,“ sagði hann. „Svo að á því sést, hvaða réttlæti er í því, að Rósa fái hann og Garð í sinn hlut en hin systirin Bakka og Sléttu, sem kalla má ágætisbýli hvort tveggja,“ sagði hann gremjulega. „Sjálfsagt verða þau seint kölluð ágæt býli,“ sagði Leifi og glotti háðslega, „þó að þau séu skárri en hin hörmungin.“ „Það er nú meira ranglætið, sem hér hefur farið fram,“ sagði Hartmann gamli. „En nú er þetta ekki annað en fasteignirnar. Hvar svo sem það er, sem fékkst fyrir lausaféð?“ „Það er í banka í Reykjavík,“ sagði Rósa. Allir litu til hennar stórum augum. „Hvernig veiztu það? Hefur móðir þín skrifað þér nýlega?“ spurðu feðgarnir báðir í einu. „Heldurðu, að ég hafi ekki verið látin vita, hvað kom í minn hlut?“ anzaði hún stuttaralega. „Ég vissi ekki til þess. Þess vegna spurði ég,“ sagði Kristján. „Þú hefur aldrei minnzt á það.“ „Ég bjóst við að þér væri það ekki ókunnugt, svo ertu búinn að snúast í kringum þessi skipti,“ sagði hún. „Mikið var, að hann lét það ekki alveg afskiptalaust, hvort þú fékkst nokkuð eða ekki neitt, vanþakklætis- flónið þitt,“ sagði Hartmann gamli og hóf hnefann á loft. „Það hefur víst engu breytt, þó að þið þenduð ykkur um allt til að ragast í því. Það var búið að skipta, og ég efast ekki um, að það hafi verið réttlát skipti,“ sagði Rósa. Þá skall stóri hnefinn í borðið, svo að bollarnir hent- ust og skoppuðu á undirskálunum. Leifi rak upp roknahlátur. „Þetta er líkt kvenfólkinu,“ reifst Hartmann gamli. „Það nennir aldrei að hreyfa sig og vill láta aðra gera slíkt hið sama. Láta allt síga sjálft.“ „Skárri er það nú ofsinn í þér, Hartmann,“ muldraði Arndís gamla úti í horni í eldhúsinu. — „Það er aldrei affarasælt að hleypa honum upp.“ Geirlaug kom með kaffikönnuna inn að borðinu og hellti í bollana hjá þeim, sem búnir voru að drekka. „Þú snertir ekki bollann þinn, Kristján,“ sagði hún. „Er eitthvað að þér?“ „Láttu mig hafa heitara kaffi,“ sagði hann. Arndís gamla kom inn að borðinu, hálfhræðsluleg á svip og tók kaffibollann sinn. Hún spurði hálfhátt, hvað myndi vera mikið í þessari bankabók. En því anzaði enginn. Hartmanni rann reiðin fljótlega. Hann talaði nú í skrýtnum gæluróm til tengdadóttur sinnar: „Það eru svo sem ekki nein vandræði að eiga inneign í banka fremur en jarðarskika. Þú skalt bara biðja móður þína að senda þér summuna bráðlega og fá manni þínum hana eitthvert kvöldið, þegar þið eruð háttuð, því alltaf er nú ástin hlýjust þá hjá nýgiftu fólki. Þá veit ég að hann sættist við þig að fullu.“ „Ég veit ekki til að ég hafi gert honum neitt, svo að ég þurfi að kaupa af honum fyrirgefningu,“ greip nú Rósa fram í. „O jæja, við tölum ekki um það meira. En ég veit, að hann langar til að fjölga fénu. Hann er stórhuga. Það mætti líklega kaupa nokkrar rollur fyrir þessar krónur þínar. Ekki er heldur ómögulegt, að þú fengir kú í fjósið. Það þykir konunum vanalega talsvert á- nægjulegt.“ Arndís gamla skríkti hlæjandi: „Hann getur komið orðum að því, sem hann meinar, þessi maður. Fátt er nú skemmtilegra en að eignast lcú,“ sagði hún. „Það verður víst nóg mjólk handa þessum fáu hræð- um, sem hér eru í heimili,“ sagði nú Rósa. „Ég ætla mér ekki að leggja til meiri bústofn en ég er búin. Ef sonur þinn hefði komið með annað eins, hefði mátt kalla það sæmilegt til að byrja með.“ Karlinn gapti af undrun. Kristján leit út eins og sneyptur krakki. „Hvað ertu svo sem að þrefa um þetta, pabbi?“ sagði hann loð- mæltur. „Elvað meinar hún Rósa eiginlega?“ spurði Hart- mann. „Ég meina það, að hver skepna á heimilinu er keypt fyrir rnína peninga nema þær, sem mamma gaf mér,“ sagði Rósa hnarreist. „Og svo eruð þið hissa á því, að ég skuli ekki fá eins mikið í fasteignunum og Sigrún, sem ekkert keypti á uppboðinu.“ Svo yfirgaf Rósa eld- húsið. „Hún verður einhvern tíma í pilsunum sínum, þessi drós,“ sagði Hartmann gamli alveg hissa. Kristján fór líka út en forðaðist að verða á vegi konu sinnar. Hann vissi ekki, hvar hún hafði fengið vitneskju um þetta allt saman. Hún, sem hafði verið svo skilnings- lítil og barnslega fáfróð um vorið. Líklega hafði það sagt henni þetta allt í Þúfum. Hún var sífellt að fara þangað. Geirlaug hellti í þriðja sinn í bollann hjá Leifa og spurði forvitnislega: „Hver fékk Þúfur?“ „Hún tók þær í sinn hlut, maddaman,“ svaraði Leifi. „Mér er alveg sama hvað hún ruglar og þvælir,“ sagði Hartmann gamli og lamdi enn einu sinni í borðið. „Þetta eru hrein og bein rangindi allt saman, og sannið þið til, hvort það finnst ekki fleirum en mér.“ „Engan hef ég heyrt minnast á það,“ sagði Leifi. Hann sötraði kaffið, ánægjulegur á svip. „Það er þá bara vegna þess, að hér er enginn lögfróð- 358 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.