Heima er bezt - 01.10.1958, Qupperneq 34

Heima er bezt - 01.10.1958, Qupperneq 34
Takiá þátt í verálauna- getrauninni og vinnið ;k( I.V.VII’ \|201 svissnesRa Jiandprjónavél ah verhmœti kr. 2.815.oo í ÞESSU HEFTI birtist önnur þrautin í verðlaunasam- keppninni um hina glæsilegu svissnesku PASSAP M 201 handprjónavél, sem hófst í septemberheftinu og sem lýkur í næsta hefti. Hér að neðan sjáið þið gullfallega vísu eftir eitt af önd- vegisskáldum þjóðarinnar, og nú er vandinn ekki annar en sá, að skrifa nafn höfundarins á sérstakt blað, og geyma síðan blaðið, þangað til þið leysið síðustu þrautina, sem verður birt í næsta hefti, en að því búnu sendið þið allar ráðningarnar saman í umslagi merktu „Verðlaunagetraun" til „HEIMA ER BEZT, pósthólf 45, Akureyri. Til hægðarauka höfum við sett hér með vísunni nöfn tíu ljóðskálda, og eitt þeirra hefur ort hana. Þeir, sem vilja, geta merkt við nafrr skáldsins og klippt síðan miðann úr blaðinu, en þeir, sem vilja síður klippa úr blaðinu, senda nafnið á sérstökum miða. Getraun: Mín er meyjan væna [ ] Páll J. Árdal. mittisgrönn og fótnett, [ ] Þorsteinn Erlingsson. bjarteyg, brjóstafögur, [ ] Davíð Stefánsson. beinvaxin, sviphrein. Hvít er hönd á snótu, himinbros á kinnum, falla lausir um ljósan lokkar háls inn frjálsa. (\ [ ] Jónas Hallgrímsson. [ ] Stephan G. Stephansson. [ ] Bólu-Hjálmar. [ ] Grímur Thomsen. [ ] Tómas Guðmundsson. V 0 [ ] Símon Dalaskáld. V [ ] Matthías Jochumsson. Vinningaskrá: 1. verðlaun: Hin fullkomna svissneska handprjónavél PASSAP M 201. 2. verðlaun: Fjórar nýjar bækur, sem koma á bóka- markaðinn í haust: örlög orðanna eftir dr. Halld. Halfdórsson Vígðir meistarar eftir Edouard Schuré, í þýðingu próf. Björns Magnússonar Leyndardómur kínversku gullkeranna, ung- lingasaga eftir P. Westerman. Strákur á kúskinnsskóm, sögur fyrir börn, eftir Gest Hannson. 3. verðlaun: Ein bók: örlög orðanna eftir dr. Halldór Halldórsson. Undir Látrabjargi Framhalcl af bls. 347. -------------------------- tekur annari hendi um vaðinn fyrir framan sig. Þurfi maðurinn að stoppa, tekur hann fastar um vaðinn, eða bendir hann um lærið. Vaðurinn er kallaður lásvaður eða lásband. Þegar Jónas hafði komið sér vel fyrir í aðsetunni, spurði Kristján, hvort hann mætti ekki treysta á bandið. „Jú, jú, elskan mín. Festarhaldið skal ekki bila,“ sagði Jónas, sem hafði brugðið vaðnum um bakið og fengið g'óða viðspyrnu fyrir fæturna. Jónas var vel að manni, þótt ekki hefði hann krafta á við Kristján, sem var mjög hraustur. Kristján renndi sér svo í lás niður á Völlinn. Bjargmennirnir höfðu látið fyrirberast á hleininni, því að þeim var lokuð leið af henni, þar til sjór félli aftur úr gatinu. Margt var sér til gamans gert, meðan beðið var eftir því, að komast aftur út á urðina, þar sem betur færi um þá. Bjargmenn þóttust þó vita að eitthvað myndi Kristján hafast að, því að þeir þekktu hann að því, að hann léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En ekki urðu þeir hans varir, fyrr en hann stóð þarna á klettunum fyrir ofan þá. Kristján kastaði til þeirra vað, sem hann hafði meðferðis og dró svo fyrst léttan mann upp til sín, og þá varð vitanlega fyrir val- inu Daníel Eggertsson, sem hafði sérstakt orð á sér, fyrir að vera léttur í drætti, þótt ekki væri hann líkams- léttari en aðrir menn. Smám saman bættist Kristjáni svo liðsauki þar til allir voru komnir upp á Völlinn. Þá hófst nú gangan að neðan. Þeir færari drógu sig neðan lásinn til Jónasar, en hinir voru hafðir í bandi. Tveir menn höfðu Ásgeir litla í milli sín, því að víða þurfti að ganga til hliðar, eftir tæpum sillum. Allir komust þeir heilu og höldnu upp á brún, en bjargið er þarna 400 metra hátt. Þetta var ekki talið neitt afrek í þá daga, en nú mundi það talið afrek, og get ég vel fallizt á það. (Framhald).

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.