Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 5
Böðvar Magnússon ásamt eiginkonu og börnum.
búandferil. En æviferill hans er ekki frábrugðinn ævi-
kjörum annarra bænda í landinu á tímaskeiði því, sem
hér urn ræðir.
Ég hef mætur á þeim forna íslenzka hætti að kynna
menn með því að rekja nokkuð ætt þeirra. Hef ég þó
sparað mér þetta að þessu sinni, með því að Böðvar
hefur látið prenta ættartölu sína í bók sinni Undir tind-
um. Er sú ættartala gagnmerk heimild um ætt Böðvars,
enda er góður að henni nauturinn, Hannes fróði Þor-
steinsson.
II.
Eins og áður segir, kvongaðist Böðvar Magnússon um
aldamótin. Er kona hans Ingunn Eyjúlfsdóttir, fædd 2.
ágúst 1873 á Laugarvatni. Voru foreldrar hennar Eyj-
úlfur bóndi þar Eyjúlfsson, bónda á Snorrastöðum, Þor-
. leifssonar, og Ragnheiður Guðmundardóttir bónda, Ey-
vindartungu, Ólafssonar bónda, Blikastöðum í Mosfells-
sveit, Guðmundssonar, bónda og klæðalitara í Þormóðs-
dal, af Langs-ætt. Er Ingunn húsfreyja í föðurætt af
Narfaætt, sem er merkur og sterkur ættbálkur um Ár-
nesþing, og í móðurkyn af Hallkelsætt, einni af þrótt-
mestu ættum sunnanlands. Hefur sú grein ættar þess-
arar, sem Ingunn er af sprottin, búið í tvær aldir sam-
fleytt á Laugarvatni. Fyrstur bjó þar Högni, d. 1730,
sonur Bjarnar prests á Snæfuglsstöðum, Stefánssonar,
þá Gunnar Högnason og síðan Vernharður Gunnarsson,
síðasti lögréttumaður í Arnesþingi. Bjuggu þessir feðgar
í fulla öld á Laugarvatni, og voru allir lögréttumenn og
miklir virðingamenn í héraði. Þegar Ingunn og Böðvar
hættu búskap árið 1935, var lokið búandferli þessarar
merku ættar á Laugarvatni.
Þeim Ingunni og Böðvari varð 13 barna auðið, tólf
dætra og eins sonar. Ein dóttir dó fimm nátta. Hin heita
svo:
1. Ragnheiður, gift Stefáni (d. 1957) Diðrikssyni;
eignuðust 9 börn.
2. Magnús, búfræðingur og bóndi í Miðdal, kvæntur
Aðalbjörgu Haraldsdóttur frá Einarsstöðum í Reykjadal
norður; 2 börn.
3. Amheiður, gift Guðmundi bónda á Brú Guð-
mundarsyni; 4 börn.
4. Laufey, gift Páli Diðrikssyni, bónda, Búrfelli; 5
börn.
5. Hrefna, gift Stefáni Ingvarssyni, bónda, Laugar-
dalshólum; 3 börn.
6. Magnea Guðrún, gift Jónasi Þorvaldssyni, kenn-
ara og skólastjóra, Ólafsvík; 5 börn.
7. Hlíf, gift Guðmundi (d. 1955) Gíslasyni, skóla-
stjóra Reykjaskóla; 4 börn.
8. Sigríður, gift Valtý Guðmundarsyni, bónda, Mið-
dalskoti; 5 börn.
9. Lára, gift Þorsteini Hauki Eggertssyni frá Hauka-
gili, Húnavatnssýslu; 3 börn.
10. Auður, gift Hjalta Bjarnfinnssyni af Eyrarbakka;
3 börn.
11. Anna Bergljót, gift Benjamín Halldórssyni, kenn-
ara á Laugarvatni; 3 börn.
12. Svanlaug, gift Jóni Leóssyni bankaféhirði; 4 börn.
í október 1957 voru 12 börn þeirra Laugarvatnshjóna
á lífi, 47 barnabörn og 18 barnabarnabörn, alls 77 niðjar.
Hér er mikil ættkvísl og þroskavænleg tekin að þró-
ast. Að liðinni öld hér frá eru góðar horfur á því, að
Heima er bezt 117