Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.04.1959, Qupperneq 9
FLOSI BJÖRNSSON, KVÍSKERJUM: Skipsstrandié vií Skeiðarársand 1667 a u munu ekki vera fá skipin, er farizt hafa við sandana í Skaftafellssýslum, allt frá því, er Þórður illugi „braut skip sitt á Breiðársandi“, svo sem Landnáma greinir frá. Oftast nær munu þó, sem betur fer, flestir af áhöfn- um skipanna hafa komizt af, þótt frá því séu vissulega undantekningar. Eitt hið mesta skipstjón, er sögur fara af hér við land, og hörmulegt manntjón og hrakningar í sambandi við það, hefur gerzt við þessa strönd, þegar hollenzka Indíafarið „Het Wapen ‘van Amsterdam“ strandaði við Skeiðarársand á 17. öld, og hér verður ‘sagt nokkuð frá. En að vísu eru heimildir um þessa at- burði af skornum skammti, hvort sem um er að ræða annála eða munnmæli, og víst enn minni í hollenzkum skjalasöfnum, nema að því er varðar sjálfa sjóferðina, en þar gefur bók Marie Simon Thomas: Onze Ijslands- vaarders (Amsterdam 1935) nokkrar upplýsingar, sem hér verður stuðzt við. Þykir hlýða að fara nokkrum orðum um umhverfið, þótt flest sé það raunar augljóst, þá litið er á uppdrátt af þessu svæði. Uti fyrir sendinni ströndinni liggja víð- ast sandrif, sem brýtur á, er sjór er ókyrr. Stærri skip berast því sjaldan alla leið upp í fjöru, og getur verið nokkuð langt úr strönduðu skipi upp í fjörukambinn, fyrr en það berst nær landi á næstu flóðum. Björgun er því vitanlega erfiðari, einkum ef engir eru fyrir í landi. En þótt í land sé komið við sandana, er þó eða var langt frá því, að hætturnar séu að baki fyrir sjóhrakta menn, sem engin kynni hafa af umhverfinu, og gildir það alveg sérstaklega um Skeiðarársand.1) Báðum megin sandsins falla stórvötn, Núpsvötn og Skeiðará auk fleiri, og kvísl- ast mjög, er fram á sandinn kemur, svo að þar verður vatnsagi mikill og leirur blautar og illfærar og þó dýpri kvíslar á milli. Kunnugir menn velja þó leiðir, sem eru nokkru greiðfærari, vestan eða austan við aðalvatnaflák- ann. Fram um fjörurnar falla ósar margir og síki erfið yfir- ferðar, a. m. k. þegar vötn eru í sumarvexti, enda venju- lega ekki farið á fjörurnar nema þegar stórvötn eru með minna móti. Frá fjörunni fyrir miðjum Skeiðarársandi er talsvert yfir 20 km í beina stefnu til næstu bæja. Víkur nú að skipsstrandinu. Það var undir haust að skipið strandaði. Ekki mun vitað með vissu, hvernig strandsins varð vart í Öræfum, en sagnir eru um, að það hafi fyrst orðið, þegar nokkrir skipbrotsmanna komu að bæjum eða nærri bæjum. Var þá hafizt handa að leita 1) Nú er það vonandi að nokkru breytt, þar sem eru skip- brotsmannaskýli og leiðarstikur að þeim. skips og manna, og fannst skipið strandað á Skaftafells- fjöru. Var það mjög stórt, með margra manna áhöfn, en fjöldi manna hafði farizt. Fundust margir dauðir á sandinum en nokkrir lifandi. Höfðu ýmsir drukknað í hafrótinu, en meiri hluti skipshafnarinnar er þó talið að hafi bjargazt í land á bátum og flekum — en dáið eftir það af kulda og vosbúð. Er þess og getið, að fólkið hafi verið klætt silkifötum aðeins, og því ekki vel útbúið til að þola hrakninga. Enda er sennilegt að farþegar hafi verið margir með skipinu. Þarf ekki getum að því að leiða, að líðan þeirra, er björguðust í land, hefur verið hörmuleg, er þeir fundust. Og ekki síður, ef rétt er sem einn annállinn segir frá, að margir þeirra hafi verið drukknir af brennivíni, er þeir hafi drukkið sér til hita. En afdrep eða skýli var hvergi á sandinum nær en í Ing- ólfshöfða. Þar voru þá verbúðir nokkrar en aðbúnaður sennilega enginn. Annars fara engar sögur af því, hvort einhverjir skipbrotsmanna hafa fundizt þar, en ósenni- legt er það ekki. Einn þeirra, er bjargazt hefur í land en dáið áður en hann náði byggðum, var skipstjórinn. Óyggjandi sagnir munu ekki um hvar hann fannst, en þó eru munnmæli um, að hann hafi fundizt austur við Hnappavallafjöll, Staðarfjall eða þar í grennd. Hefur hann eftir því auð- sjáanlega farið austur fjörur, og skyggni þá að líkindum enn slæmt, er hann hefur verið kominn austur á móts við Hnappavelli, en þaðan eru tæpir fjórir km að sjó. Var hann fyrirmannlegur að sjá og skrautlega búinn og bar dýran hring á hendi. En sagt er, að þeir er af kom- ust, hafi viknað við og harmað hann mjög, er þeir sáu hann dauðan. Hann hét Reyner Brinckman. Meðal þeirra, er fundust á sandinum, var, að því er munnmæli herma, blámaður einn. — Hvort sem hann fannst dauður eða með lífsmarki, dó hann á Skeiðarár- sandi og var grafinn eða dysjaður í hólma, er síðar var nefndur Skollamelur. Ein munnmælin segja þó, að hann hafi fundizt lifandi. Náði hann í hund, er hann reif í sig, eða var fenginn honum að éta, og dó litlu síðar. SkoIIa- melur var nokkurra mínútna gang austur frá þríhyrn- ingamerki á sandinum eða um 7 km frá sjó (skv. korti), upp af Eystri Melós, 26—27 krn vestur af Ingólfshöfða. Hann tók af í Skeiðarárhlaupi 1922. Svertinginn er sagð- ur hafa verið vel syndur og bjargað mörgum í land. Það er því ekki ólíklegt að hann hafi fyrstur komizt í land með línu og tekið móti þeim, er næstir komu. Heimildum (ísl. annálum, aðrar munu ekki til hvað það snertir) ber ekki saman um, hve margir voru á skip- inu, né hve margir björguðust, en flestar telja, að áhöfn Heima er bezt 121

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.