Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 29

Heima er bezt - 01.04.1959, Síða 29
GUÐRÚN FRÁ LUNDI SEXTÁNDIHLUTI Hún hrökk upp. Það var kominn fótaferðartími sem betur fór, og hún var í rúminu sínu en ekki á ferð út að Hofi, þó að það lægi sjálfsagt fyrir henni. Hún kveið fyrir því ferðalagi en þráði þó að komast sem fyrst af stað. Kannske að maður hennar væri að hughreysta hana með því að segja henni, að það yrði ekki eins erfitt og hún héldi? Það var óvanalegt, að hún sæi hann í draumi, enda var heldur lítil von til þess. Hún hafði gert minningu hans minnkun með því að fara að hugsa um annan mann sama árið og hann var borinn út í garðinn. Láta hann sofa inni í skrifstofunni hans og bera þangað matinn hans og sitja oftast við borðið, honum til samlætis. Hún gat aldrei skilið í sjálfri sér að haga sér þannig. Og svo höfðu sveitungarnir fengið grun um þetta, þó að hún hefði talið sér trú um, að hún væri ein um það leyndarmál. En nú varð hún að fara að hafa hraðan á og grennslast eftir skipaferðum og hafa sig af stað. Bara að hún lcæmi nógu snemma! Eftir fjögurra daga ferðalag sá maddama Karen svo blessaða sveitina sína aftur í glaðasólskini og ofurlitlum sunnanandvara. Það var mikill munur, eða þegar hún kvaddi hana í norðankulda og dynjandi úrfelli. Hún stóð uppi á þilfari og horfði á Strandarfjöllin stækka, fríkka og nálgast. Hún heilsaði þeim í huganum, eins og gömlum og góðum kunningjum, en fannst þó að hún hafa kvatt þau daginn áður en ekki fyrir sjö árum, svo kunnuglega komu þau henni fyrir sjónir. En hvað kaupstaðarómyndin var óbreytt og fátækleg! Það var munur eða húsaþyrpingarnar í henni stóru Reykjavík. Læknishjónin komu fram með fyrsta bátnum. Þau vissu, að hún var með skipinu og fögnuðu henni vel. Karen spurði strax, hvort þau hefðu nokkuð frétt frá Hofi. En þar var allt við það sama. Maddama Karen vildi helzt fara strax inn eftir, en það tóku læknishjónin eltki í mál. Hún varð að borða morgunmat áður. Hann var alveg til. Séra Gísli var á fundi þar í húsinu. Hann sagðist hafa messað á Hofi fyrir nokkrum dögum. Hann hafði ekki heyrt minnzt á, að Rósu liði neitt verr en vanalega, og Geirlaug sagði hann að væri að hressast. Maddama Karen spurði, hvort margt hefði verið við kirkju. Henni fannst það ekki nema það sjálfsagða, að það væri hætt að messa á Hofi. Presturinn lét vel yfir kirkjusókninni. Það hafði líka verið fermt þennan dag. Hitt minntist hann ekki á, að vart hafði nokkur kirkjugestanna farið inn í bæinn, en slíkt var óvanalegt. Rósa hafði alltaf haft sið móður sinnar og gefið kaffi á messudögum, þótt manni hennar hefði þótt slíkt hreinasta eyðsla. En líklega hafði fólk ekki búizt við hressingu, fyrst húsmóðirin var rúmföst. „Er nokkur manneskja á heimilinu, sem getur hugs- að um matreiðsluna síðan Geirlaug lagðist?“ spurði nú maddaman. „Já, Kristján varð að fá sér ráðskonu,“ svaraði frúin. Karen varð ánægðari, þegar hún heyrði það. Presturinn bauðst nú til að láta sækja hesta sína og flytja hana inn eftir, en hún þakkaði honum fyrir, en sagðist ætla að ganga þennan stutta spöl. Það væri ekki nema heilsubótarganga. Hún hefði gert það svo oft, og sér gæti ekki hafa farið svo mikið aftur síðan hún hefði flutzt burtu. Karenu langaði ekki til að hafa marga viðstadda, þeg- ar hún kæmi að Hofi. Hún óttaðist, að hún hagaði sér þá eins og taugaóstyrkur vesalingur. Læknirinn hafði líka ætlað sér að flytja hana á hesti, en hann hætti við það, þegar hann heyrði hana neita boði prestsins. Það var liðið af nóni, þegar maddaman lagði af stað. Læknisfrúin gekk með henni langt inn á mela. Hún sagði henni frá því, þegar hún og Rósa höfðu borið Jón litla þessa sömu leið út á Eyrina. „Var það þá eitt af því, sem hún hafði orðið að stríða við, að barn hennar væri sárlasið?“ hugsaði nú Karen. „Þó hafði henni aldrei dottið í hug að kvarta yfir kjörum sínum við hana, heldur látið svo, sem allt léki í lyndi.“ „Það var eins og annað fallega gert af þér,“ sagði hún upphátt. Hún var of stórlát til að fara að spyrja um líðan dóttur sinnar. Spurði einungis, hvort drengurinn væri ekki orðinn stór og fallegur núna. Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.