Heima er bezt - 01.04.1959, Page 10

Heima er bezt - 01.04.1959, Page 10
skipsins hafi verið 200—250 manns, en 50—60 bjargazt til bæja.1) Þeir, sem af komust, fóru sumir eða flestir utan með dönsku verzlunarskipi frá Eyrarbakka um haustið, en aðrir dvöldust um veturinn á Seltjarnarnesi og Kjalar- nesi.2) Fjórtán skipbrotsmanna fóru utan með hol- lenzkri skútu, er sigldi til Gluckstadt, er þá var í Dana- veldi, og munu hafa komizt til Hollands í nóvemberlok, því að þá virðist fara fram sjópróf. Skip þetta var, sem áður segir, hollenzkt Indíafar og bar nafnið „Het Wapen van Amsterdam“ (Skjaldar- merki Amsterdamborgar), í munnmælum síðar nefnt' aðeins „Indíafarið11. Var það gert út frá Amsterdam af verzlunar- og útgerðarfélaginu Kamer Amsterdam. Eins og kunnugt er, höfðu Hollendingar þá fyrir all- löngu náð yfirráðum yfir miklum löndum í Austurálfu, þ. e. Sundaeyjum eða nánast þeim löndum, sem nú kall- ast Indónesía ásamt Ceylon og mörgum stöðum á Ind- landi, og héldu uppi siglingum milli þeirra og heima- landsins (Hollenzka Austur-Indíafélasrið var stofnað 1602). Skip það, er hér um ræðir, mun hafa verið eitt af beztu skipum hollenzka verzlunarflotans. Var það þá um 13 ára gamalt. Lagði það af stað í fyrstu ferð sína 20. októ- ber 1654, kom aftur 16. júlí 1657 — en þetta var fimmta ferð þess. Hóf það för sína frá Hollandi 21. maí 1664, en lauk svo sem hér hefur verið rakið við Skeiðarársand 19. september 1667. Eftir skýrslu frá yfirmanni flotans, er sigldi heim frá Austur-Indíum, Johan van Dam, fógeta á Amboneyju, til ríkisstjórans, dags. 26. október 1667, sést, að hann lagði af stað heimleiðis frá Batavia á Java 26. janúar (1667) með skipalest, er í voru níu skip, þar á meðal tvö stór, þrímöstruð (fluiten), sem venjulega voru nokkuð vopnum búin, og komu til Góðrarvonarhöfða í maímánuði.3) Bættust þar við þrjú stór skip. Um þetta leyti áttu Hollendingar og Englendingar í styrjöld (1665—1667; vann hvorugur aðilinn úrslitasigur, en þó höfðu Hollendingar öllu betur). Var því ekki álitið ráðlegt að sigla inn Ermarsund, þar sem búast mátti við að væri fullt af óvinaskipum. Fengu Indíaförin því fyrirskipun frá flotastjórninni með sérstökum er- indreka, er kominn var til viðkomustaðarins í Afríku, 1) Munnmæli telja, áð haldið hafi verið að um 300 manns hafi verið á skipinu, og svo segir einn annállinn. 2) Um þessar mundir var hagur almennings bágur, einkum á Suðurlandi, og víst flestum erfitt að taka við óvæntum vet- ursetumönnum. Veturinn áður hafði verið snjóasamur mjög á Suðurlandi og hart vor, heyskortur og vanhöld á búfénaði, og segir Espólín að sums staðar hafi fólk fallið úr harðrétti. En þetta ár komu verzlunarskip ekki til landsins fyrr en um haustið vegna hættu á að vera hertekin af Englendingum. En Danir flæktust að nokkru í styrjöldina, raunar ekki af fús- um vilja, og snerust á sveif með Hollendingum. 3) En þar við BorÖflóa, þar sem nú er Höfðaborg, hafði Austur-Indíafélagið hollenzka komið sér upp bækistöð nokkr- um árum áður, til afnota fyrir Indíaför sín. varðandi siglingaleið um „hættusvæðið“. Var því ákveð- ið að sigla norður um Bretlandseyjar og síðan suður Norðursjó, svo sem þau höfðu áður gert á styrjaldar- tímum. I byrjun júní héldu skipin áfram, sigldu vestan Azor- eyja, og munu hafa verið samflota norður fyrir 62. breiddargráðu. Á leiðinni þangað til hafði þeim gengið áfallalítið, en er þangað var komið eða í grennd við ísland, brast á sunnan- og suðsuðaustan ofviðri nóttina 17. september. I þessum stormi dreifðust skipin, og rak liið umrædda skip til norðurs, unz það strandaði við Skeiðarársand 19. september. Ekki er vitað með neinni nákvæmni um strandstaðinn, en eflaust hefur hann verið á Skaftafellsfjöru, svo sem munnmæli hafa ætíð talið. Sennilega austan til. í sýslulýsingu Sigurðar sýslumanns Stefánssonar frá árinu 1746 (í Þjóðskjalasafni) segir svo: „Skeiðarárós. Við þann ós strandaði það Austindíanska skip frá Am- sterdam í Hollandi anno 1667.“ En um það leyti mun Skeiðará hafa fallið til sjávar austarlega á sandinum, svo‘ sem oftast síðar. Að sögn Gísla prests Finnbogasonar í bæjatali hans flóir Skeiðará fyrir framan Skaftafell. En hann var sóknarprestur að Sandfelli um þessar mundir (1656—1703). Eystri mörk Skaftafellsfjöru (með Freys- nesfjöru) munu hér um bil 17 km vestur frá Ingólfs- höfða. Líklegt má því telja, að strandstaðurinn hafi verið nálægt því 20 km vestur frá Ingólfshöfða eða jafn- vel öllu nær. Vafalaust hefur Skeiðarársandur gengið góðan spöl í sjó fram síðan þessir atburðir gerðust. Auk þessa skips fórst og annað skip úr flota þessum við Færeyjar, að nafni „Van de Walcheren“. En þangað höfðu þau leitað landvars, en komust þó ekki til Þórs- hafnar fyrr en 1. október. Af því fórst og mestur hluti skipshafnarinnar. Aðeins 17 manns komust af. Nokkuð af farminum mun hafa náðzt. En ekki er annars getið, en að hin skipin hafi komizt heilu og höldnu til Hol- lands. Flotadeild, undir stjórn van Gents sjóliðsforingja, var látin bíða þeirra við Shetlandseyjar. En friður hafði raunar verið saminn í júlímánuði. Leitaði hún árangurs- laust að „Het Wapen van Amsterdam“, og varð að snúa við svo búið heim á leið. Skip þetta, „Het Wapen“, var hlaðið mjög dýrmæt- um farmi. Var hann, að því er talið var, metinn 43 tunn- ur gulls = 8.6 millj. gullkrónur.1) Einkum er getið um dýrmætar vefnaðarvörur, svo sem silki, skarlat og léreft auk margs konar annarra afurða Austurlanda, þar á meðal gull og gimsteinar og fleiri gersimar. Þannig segir t. d. Espólín farm skipsins hafa verið: gull og perlur, silki, skarlat, pcll og purpuri, katún og léreft ærið og mörg dýrindi, einnig demantar og karbúnkúlar, desmer- kettir2) og margt annað —.“ Kjölfestan var klukku- 1) Tunna gulls = 100.000 ríkisdalir. 2) Desmerköttur mun vera sama og e. civet, þ. Zibetkatze (Viverre zibetha). Á stærð við tófu. Hefur kirtla með sterkum moskusþef. Var oft hafður í búrum og kirtlarnir tæmdir öðru hverju til ilmefnavinnslu. Var m. a. fluttur út frá Java. 122 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.