Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 6
Eirikur Kristójersson skipherra og Anderson aðmíráll, yjirmaður brezku veiðiþjófanna.
— Og þú hefur verið heppinn í sjóferðum þínum?
— Já. Ekki get ég annað sagt. Eg hef aldrei misst
mann fyrir borð og menn hafa aldrei orðið fyrir meiri
háttar slysum hjá mér.
— Og oft lent í björgunarleiðöngrum?
— Eg hef alls unnið að eða aðstoðað við björgun á
550 skipum og bátum af öllum stærðum eða frá árabát-
um og upp í 17000 tonna skip.
— En af því við vorum að tala um rotturnar. Hef-
urðu aldrei haft önnur dýr hjá þér á sjóferðum þínum.
— Jú, ég átti einu sinni svarta tík, sem Hrefna hét.
Ég eignaðist hana á dálítið sérstakan hátt. Ég var að
fara landveg norður í Tálknafjörð. Kem ég þá að
Hlaðseyri og gisti þar. Magnús bóndi vildi gefa mér
hund, en ég kvaðst ekki vilja. Er ég fer, segir hann
tíkinni að fylgja mér, og gerði hún það. Kom ég við
á Hlaðseyri í bakaleið, en losnaði ekki við greyið, og
fylgdi hún mér síðan.
— Einu sinni vorurn við á Spáni og fengum þá kött
til þess að útrýma rottunum um borð. Var okkur af-
hentur hann við mjög hátíðlega athöfn. Öll fjölskyldan,
sem átt hafði köttinn, kom um borð og kvssti hann
að skilnaði.
Sérkennileg björgun.
— Hvað segirðu um að við endum þetta samtal á
því, að þú segðir mér frá dulrænum fyrirbærum, er þig
Iiafa hent?
— Eitt sinn lágum við undir Vogastapa í slæmu
veðri. Ég var að hlusta á hábylgjustöð í Englandi.
Heyri ég þá að skip kallar og nefnir nafn og númer og
segist vera í nauðum statt 8 sjómílur NA af Garðskaga.
Ég segi mönnum mínum að létta og halda af stað.
Heyrðist þá einhver tauta: „Nú held ég hann sé orðinn
alveg vitlaus.“ En svo fór, að við fundum bátinn og
björguðum honum. Ég spurði formanninn, er við kom-
um að landi, hvort þeir hefðu ekki kallað nema einu
sinni. Hann segir þá: „Hvort við hefðum viljað kalla.
En talstöðin er í viðgerð í Iandi.“ Ekki veit ég, hver
gaf mér þessa bendingu, en hún kom frá æðri máttar-
völdum.
Að síðustu segir Eiríkur Kristófersson mér nokkuð
frá draugagangi og draumum sínurn, en þar sem ég
geri ráð fyrir að hann geti þessa einnig í ævisögu sinni,
sem út kemur innan skamms, látum við hér staðar
numið.
Er hér lokið þessu stutta rabbi, er ég átti við þennan
kunnasta skipherra íslenzka flotans.
262 Heima er bezt