Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 12
fundu snjóbyrgið, en ekki fyrr en eftir nokkra leit, því
dregið hafði yfir slóð þeirra mæðgna. Þá var Þingey-
ingur nýlátinn.
Brátt höfum við Áfangana að baki, en alltaf hvessir
meira og nú færist hann meir í norðvestrið. Stormhryn-
urnar þyrla snjónum umhverfis okkur og hylja sem
snöggvast allt útsýni framundan, en við erum senn
komnir niður á Hofteigsbrúnir og þarna eygjum við
kirkjuna í Hofteigi, en að baki okkar heyrast þung
ekkasog norður til heiðarinnar.
Oft hefur hann samt blásið meira hér um brúnirnar
en í þetta sinn. Eins og þegar fyrsti maðurinn hennar
Guðbjargar á Hraunfelli í Vopnafirði fórst á þessum
slóðum. Fyrir löngu liðnu var hann á ferð ásamt öðr-
um manni austur á Jökuldal, því þaðan var hann ættað-
ur. Þetta var að vetrarlagi í hvössu norðanveðri. Gang-
færi var gott á heiðinni, en svellað til brúna og þegar
minnst varði reið stormhnútur að þeim félögum og
tókst Guttormur á loft og kom niður á höfuðið og
varð það hans bani. Annar maður Guðbjargar varð úti
við túnfótinn á Kálffelli, sem er heiðarbýli milli Foss
og Brunahvamms í Vopnafirði. Þá bjuggu þau hjónin
þar. Þriðji maður Guðbjargar, Metúsalem, fórst af skoti
á rjúpnaveiðum og dróst helsærður og hrópandi áleiðis
til bæjar á Hraunfelli, þar sem hjónin bjuggu.
Nú er rökkrið að síga á og við rétt að verða komnir
í Hofteig. Veðrið batnar óðum. Hérna niðri á Daln-
um er kveldkyrrð, sem um sumar væri. En veðurhljóð-
ið norður á heiðinni boðar að Norðri hafi færzt þar í
aukana. Svona er misveðrasamt í kringum Smjörvatns-
heiði.
Eftir að hafa hvílzt og drukkið kaffi í Hofteigi,
héldum við um kvöldið fram í Hjarðarhaga, þar sem
féð var geymt. Okkur var tekið þar með ágætum af
Hjarðarhagasystkinum og Guðfinnu móður þeirra. Um
háttatíma komu tveir bílar ofan af Efra-Dal í Eljarðar-
haga. Voru þeir á Ieið niður á Reyðarfjörð og höfðu
tekið nokkrar Vopnafjarðarkindur með sér ofan frá
Hákonarstöðum. Þar með vorum við búnir að heimta
allt fé sem komið var fram fyrir austan, og lögðumst
við ánægðir til svefns og skyldi haldið af stað í bíti
morguninn eftir ef veður gæfi til.
Daginn eftir var veður að vísu bjart en 10 stiga frost
og renningskóf af norðvestri að sjá norður til heiðar-
brúnanna. Slógum við því ferð okkar á frest þann dag,
því fé verður ekki rekið móti norðan renningskófi yfir
Smjörvatnsheiði. Hafði ég einu sinni áður orðið að
snúa við með allmargt fé að austan, kominn norður
undir miðheiði. Var það versta ferð og sat ég veður-
tepptur á Hvanná í 3 daga, unz veður gaf norður yfir
heiðina. Vorum við svo í Hjarðarhaga þennan dag í
bezta yfirlæti. Benedikt Eljarðar skrapp með okkur í
bíl fram í Skjöldólfsstaði og skoðuðum við nýja heima-
vistarbarnaskólann þar og út í Hjarðarhaga aftur um
kvöldið og sváfum þar næstu nótt.
Morguninn eftir vorum við á fótum fyrir birtingu.
Ekki mundi af veita að taka daginn snemma. Drukk-
um við kaffi og mjólk meðan birti af degi. Veður var
svalt en bjart og nærri heiður himinn. En Guðfinna
gamla í Hjarðarhaga leit norður til heiðarbrúnanna og
sagði að sér sýndist útlitið ekki tryggilegt og væri okk-
ur ráðlegra að leggja ekki til heiðarinnar að sinni. En
við sáum bara heiðan himin og héldum okkur alla vegu
færa. Féð hafði verið í girðingu yfir nóttina. Rákum
við það í hús, en báðum Benedikt að keyra lömbunum
niður á Reyðarfjörð til lógunar, því lömb rekast miklu
verr en ær, þegar um langa leið og snjó í ofan á lag er
um að ræða. Þó slæddist ein gimbur með í reksturinn.
Sunnudaginn 26. október lögðum við svo upp.
Klukkan var 8. Benedikt fylgdi okkur upp Hjarðar-
hagafjall, sem er snarbratt, svo nærri lætur að menn
taki þar stein með munninum. Kindurnar voru 29 og
vel undir daginn búnar eftir útiveruna nóttina áður.
Hvorugur okkar Hallgríms hafði farið þessa leið áður.
Kom okkur því vel leiðsögumaðurinn. Þegar við kom-
um upp á fjallsbrúnina mætti okkur svo nístandi köld
norðvestan gola, að mér fannst snöggvast að ég myndi
missa andlitið, enda var frostið 17 stig í byggð. Bene-
dikt var með enska sumarhúfu á höfði, en brátt mundi
hann snúa andlitinu undan nepjunni á leiðinni til baka.
Nú var óþarfi að fylgja okkur lengra. Framundan lá
mjallhvít heiðin svo langt norður sem augað eygði.
Bjart í lofti og til fjalla. Bensi stakk við fótum, kvaddi
okkur, en sagði um leið, að þó hann væri bjartur mundi
samt öruggara fyrir okkur að slá til vesturs og fylgja
Sandfelli norður, því ef hann kynni að ganga upp með
hríð, sem væri þó ekki útlit fyrir, hefðum við Fellið til
að styðjast við allt norður að Sunnudalsá í VTopnafirði
og síðan öruggt að rata með árgilinu út í byggð. Hins
vegar væri óratandi í hríðarbyl eftir kennileytalausum
urðunum ef við tækjum stefnu í útnorður eftir sjón-
hendingu. Við lofuðum góðu um það í hljóði en í hug-
anum var beinasta leiðin ákveðin svo langt sem augað
eygði norður mjallhvítar, veglausar urðirnar, og áfram
sigum við í þæfingssnjó, sem dýpkaði smám saman
eftir því sem norðar dró. Féð rakst vel og við fórum
að gjöra áætlun um að ná niður í Gnýstaði upp úr
dagsetri. En allt í einu Iygndi og um leið byrjuðu að
detta fáein meinleysisleg snjókorn. Við sáum strax að
él var í aðsigi. Vildi þá Hallgrímur þegar taka þann
kostinn sem skynsamlegri var, að slá sér vestur að
Fellinu. Myndi það taka kringum klukkutíma að ná
þangað, en ég benti á að á þeim tíma yrðum við komn-
ir norður fyrir miðheiði og féllst hann á það. Ég var
bjartsýnn á að élið birti, en skæðadrífan þéttist æ meir,
snjórinn dýpkaði, kindurnar voru farnar að renna í
sporaslóð, hauður og himinn runnu saman í óaðsldljan-
legan gráma. Ég fór þá inn í miðjan fjárhópinn, sem
eins konar áttaviti, en Hallgrímur átti að taka miðið
og sjá um að ég breytti ekki stefnunni, enda er hann
ratvís í bezta lagi, eins og afi hans Gísli Helgason frá
Egilsstöðum var, sem kunni ekki að villast.
Eitt sinn fór Gísli við annan mann frá Hjarðarhaga
norður yfir heiði. Blindbylur var á. Mestu hættuna
taldi hann vera þá, að hrapa í Sunnudalsárgilið þegar
kæmi niður á Gnýstaðadal. Beitarhús lítið stóð á ár-
268 Heima er bezt