Heima er bezt - 01.08.1959, Síða 21
SJÁLFSTÆÐI SMÁPJÓÐAR
inn 17. júní 1944 var langri og harðri baráttu
lokið með sigri íslendinga. — ísland var af
lýðfrjálsum löndurn viðurkennt frjálst og
fullvalda ríki. Arið sem er að líða er því
minningaár í sögu landsins. í júnímánuði voru rétt 15
ár liðin frá því að fullveldi íslands var viðurkennt. Var
þess minnzt víða um land, hinn 17. júní sl., þótt hríðar-
veður, kuldi og ofsarok settu sinn svip á daginn.
A tímamótum er hollt að líta yfir farinn veg og
skyggnast fram á við.
„Höfum við gengið til góðs
götuna frarn eftir veg?“---
Æskulýður íslands þarf að kynna sér frelsisbaráttu
þjóðarinnar og gera sér Ijós þau verðmæti þjóðarinnar,
sem að haldi komu í sjálfstæðisbaráttunni, og hvaða
verðmæti ekki mega glatast.--------
Spurningarnar hlaðast á hugann. Með alvöruþunga
ryðja þær sér til rúms.
Hver voru rökin fyrir því, að við ættum rétt á frelsi
og fullveldi? Höfum við kunnað að meta fengið frelsi?
Eruni við færir urn íslendingar að vernda og verja
frelsið. Hvernig getum við framvegis sannað heirnin-
um, að okkur beri frelsi og fullveldi, þótt þjóðin sé
lítið fjölmennari en verksmiðjuhverfi í stórborg? Get-
um við tryggt efnalegt sjálfstæði iit á við? An þess
heldur engin þjóð sjálfstæði sínu stundinni lengur.
Áður en ég geri tilraun til að svara þessum spurn-
ingum, vil ég hverfa að öðru efni.
í maí-mánuði vorið 1944 var ég staddur austur í
Kirkjubæjarklaustri á Síðu, sem hét til forna Kirkju-
bær. Þar er fögur fjallasveit, með töfrandi útsýn til
hafs og jökla. Staðurinn er sögulega rnerkur frá fyrstu
tíð. Þar nam land Ketill fíflski, dóttursonur Ketils flat-
nefs. Hann var kristinn og afkomendur hans, og hafa
því heiðnir rnenn aldrei þar búið. Rétt hjá Kirkjubæj-
arklaustri er Systrastapi, en skammt frá honum stöðv-
aðist hraunflóðið mikla, er sr. Jón Steingrímsson flutti
hina frægu eldmessu.--------
Um Systrastapa er þessi þjóðsaga sögð:
„Eitt sinn meðan nunnuklaustur var í Kirkjubæ,
komst sá kvittur á kreik, að einhver nunnan hefði brot-
ið skírlífisheit sitt og átt samfundi við karlmann úr ná-
grenninu. Príórinnan hóf rannsókn í þessu máli, en við
brotinu lá dauðahegning, ef uppvíst yrði. Við rann-
sókn málsins bárust böndin að tveimur systrunum. Onn-
ur hvor þeirra var sek. Það var hægt að sanna. En hvor
þeirra var það? Hvorug vildi meðganga og hvorug bar
sök á hina. Málið mátti þó ekki niður falla, en full
sönnun fékkst ekki, svo að príórinnan lét taka báðar af
lífi. Þeim var valinn legstaður uppi á stapanum. Gert
var yfir leiðin og þau þakin. Að vori, þegar jörð greri,
var annað leiðið skrúðgrænt en hitt gróðurlaust og upp-
blásið, og svo er enn þann dag í dag, segir þjóðsagan.
Þannig kom í ljós sakleysi og göfuglyndi hinnar sak-
lausu, sem heldur vildi saklaus láta lífið, en koma upp
sannri sök um brotlega systur. Þetta er kenning þjóð-
sögunnar.“--------
Fyrir nær því tveimur áratugum kom út bókin: Fagr-
ar heyrði ég raddimar. Ég ann þeirri bók meir en flest-